Þjóðmál - 01.09.2016, Side 5

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 5
RITSTJÓRNARBRÉF Ríkið treður á einkaframtakinu Kristinn Ingi Jónsson bendir á þá einföldu staðreynd að þrátt fyrir heitstrengingar um annað þá séu stjórnmálamenn duglegir við að draga úr samkeppni og leggja steina í götur einka- framtaksins (sjábls. 13). í krafti yfirburðastöðu sinnar beiti hið opinbera einstaklinga og fyrirtæki þeirra ofbeldi og stundi óeðlilega samkeppni. Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu hefur líkt og aðrir bóka- útgefendur fengið að kynnast því hvernig ríkið vinnur skipulega að því að grafa undan bókaútgáfu á vegum einkaaðila, (sjá bls. 87). Ríkið er einn stærsti bókaútgefandi landsins. Ríkisútgáfa námsbóka, sem síðar hét Náms- gagnastofnun og nú Menntamálastofnun, einokar útgáfu kennslubóka fyrir grunnskóla. í öðrum löndum Evrópu, sem við viljum oft bera okkur saman við, eru það einkareknar bóka- útgáfur sem keppa um að útbúa góðar kennslubækur fyrir skólana. Getur það verið að slakur árangur íslenskra nemenda í Písa-könnunum sé bein afleiðing af ríkiseinokuninni? Ríkisútgáfa námsbóka hefur fleiri starfsmenn á sínum snærum en önnur útgáfufyrirtæki. Þar starfa fleiri en hjá Forlaginu sem er stærsta einkarekna útgáfa landsins. Verst er að þetta er ekki eina dæmið um yfirgang hins opinbera gagnvart einkaaðilum. Það virðist litlu skipta hvar borið er niður. Stærsti hluti fjármálakerfisins er á vegum ríkisins, Reykjavíkurborg hefur með öllum tiltækum ráðum reynt að koma í veg fyrir þjónustu einkaaðila við sorphirðu og endurvinnslu, Fríhafnarrekstur Isavia er sérkapítuli og jafnvel litlar prentsmiðjur fá ekki að vera í friði fyrir samkeppni frá ríkinu. í aðdraganda kosninga er það í senn merkilegt og sérstakt áhyggjuefni að fáir stjórnmála- menn og engir fjölmiðlar skuli fjalla um ríkisvæðingu atvinnulífsins. Kannski er flestum sama. ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 3

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.