Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 7
Á flokksþinginu í Háskólabíói flutti
Ásmundur Einar harðorða ræðu gegn Sig-
mundi Davíð. Lilja stóð hins vegar með SDG
og sem varaformaður eftir fall hans hvatti
hún mjög til flokkseiningar. Gunnar Bragi
bauð sig fram til embættis flokksritara en dró
sig í hlé til að stuðla að sátt.
Fram eftir sumri benti margt til að tveir
Framsóknarflokkar störfuðu í landinu. Sá sem
fylgdi SDG flokksformanni að málum og hinn
sem stóð að baki Sigurði Inga Jóhannssyni
forsætisráðherra.
Sigurður Ingi lýsti skoðun sinni á
flokksmálefnum, taldi til dæmis að efna bæri
til flokksþings fyrir þingkosningar haustið
2016, nefndi ákveðna dagsetningu fyrir
kjördag og hvaða mál skyldi setja á oddinn.
Sigmundur Davíð talaði í véfréttarstíl.
Eitt af því sem olli ágreiningi um tíma
meðal þingmanna Framsóknarflokksins var
hvort efna ætti til haustkosninga eða ekki.
Stuðningsmenn SDG meðal þingmanna, Vig-
dís Hauksdóttir, Gunnar Bragi og Þorsteinn
Sæmundsson vildu ekki frekar en SDG kjósa
í haust.
Formannsátökin innan Framsóknarflokks-
ins hófust fyrir opnum tjöldum á miðstjórnar-
fundinum í Hofi á Akureyri laugardaginn 10.
september. Þá var annars vegar ákveðið að
boða til flokksþings 1. og 2. október og hins
vegartilkynnti Sveinbjörn Eyjólfsson, for-
stöðumaður Nautastöðvarinnar á Hvanneyri
og fyrrverandi aðstoðamaður Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra, formannsfram-
boð sitt.
Sigurður Ingi Jóhannsson sagði á
miðstjórnarfundinum að hann gæfi ekki
kost á sér til varaformennsku yrði SDG áfram
flokksformaður. Voru þessi orð Sigurðar Inga
fyrsta opinbera skref hans til framboðs gegn
SDG. Augljóst var að framboð Sveinbjörns
Eyjólfssonar þjónaði þeim tilgangi að rjúfa
bannið á framboð gegn SDG.
Á fundinum 10. september áréttaði
Sigurður Ingi ekki lengur stuðning sinn við
SDG eins og hann hafði gert staðfastlega
frá átakadeginum 5. apríl heldur sagði hann
örlögin„algjörlega í höndum flokksmanna".
Fram eftir sumri benti margt til að
tveir Framsóknarflokkar störfuðu í
landinu. Sá sem fylgdi SDG flokks-
formanni að málum og hinn sem
stóð að baki Sigurði Inga Jóhannssyni
forsætisráðherra.
Skoruðu sumir miðstjórnarmenn á Sigurð
Inga að gefa kost á sér til formennsku.
Krafan um flokksþing fyrir kosningarnar til
alþingis 29. október 2016 tengdist ávallt kröf-
unni um að SDG viki af formannsstóli. Greip
hann til þess ráðs að reyna að draga allar
ákvarðanir um boðun þingsins á langinn.
Loks voru völdin einfaldlega tekin af honum í
krafti flokksreglna.
Kjördæmi landsins eru alls sex. Innan
hvers kjördæmis starfar hópur flokksmanna
sem ræðir um sameiginleg málefni. Kölluð
eru saman kjördæmisþing í samræmi við
flokksreglur. í Framsóknarflokknum ber að
kalla saman flokksþing sé það samþykkt af
þremum kjördæmisþingum. Þessari reglu var
beitt til að binda hendur SDG.
Kjördæmisþing í suðurkjördæmi og
norðvesturkjördæmi samþykktu laugardag-
inn 20. ágúst að boðað skyldi til flokksþings.
Tillaga um það var hins vegar felld í kjördæmi
SDG, norðausturkjördæmi. Þegartillaga um
flokksþing var samþykkt á kjördæmisþingi
suðvesturkjördæmis fimmtudaginn 25. ágúst
var formlegri kröfu um boðun þess fyrir þing-
kosningar fullnægt. Kjördæmisþingin tóku
þannig fyrst fram fyrir hendur SDG og síðan
miðstjórnin.
II.
í upphafi miðstjórnarfundarins á Akureyri
flutti SDG ræðu. Hér er birt endursögn
hennará ruv.is:
„Sigmundur fullyrti að útsendarar slita-
búanna hafi njósnað um sig.„Ég veit að
það var brotist inn í tölvuna mína. Þeir eltu
mig til útlanda," sagði Sigmundur. Hann
sagði að honum hefðu borist skilaboð frá
ónefndum manni þegar hann fór á fslend-
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 5