Þjóðmál - 01.09.2016, Page 10
Smári McCarthy leiðir pírata i suðurkjördæmi eins og
hann gerði íkosningunum árið 2013. Einungis 113 manns
greiddu atkvæði í prófkjörinu í suðurkjördæmi.
Mynd: SHAREconference
formanns um að fundarmenn stæðu upp og
tækjust í hendur til að treysta samstöðu sína.
Nú reynirá hver verða áhrif þessara breyt-
inga í Framsóknarflokknum meðal kjósenda.
f hópi forystumanna stjórnmálaflokkanna
verður þetta til að opna framsóknarmönnum
dyr sem lokuðust í formannstíð Sigmundar
Davíðs. Hann einangraðist í þessum hópi
eins og innan Framsóknaflokksins. Séð utan
frá var í því efni að verulegu leyti við hann
sjálfan að sakast.
IV.
Píratar lentu í nokkrum hremmingum við
ákvarðanir vegna framboðslista sinna fyrir
þingkosningarnar. Einkum reyndist þeim
erfitt að koma sér saman um efsta sætið á
lista flokksins í norðvesturkjördæmi.
Aðeins 1033 kusu í sameiginlegu prófkjöri
pírata í kjördæmunum tveimur í Reykjavík
og suðvesturkjördæmi, þremurfjölmenn-
ustu kjördæmunum. Kosningaþátttakan
var ekki nema 36% miðað við þá sem höfðu
kosningarétt. Engin endurnýjun varð: Birgitta
Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún
Helgadóttir sem öll hafa setið á þingi þetta
kjörtímabil skipa þrjú efstu sætin. Gunnar
Hrafn Jónsson sem sagði af sér sem frétta-
maður ríkisútvarpsins til að helga sig baráttu
pírata lenti í fimmta sæti og sjálfur Þór Saari,
fyrrv. þingmaður, í 11. sæti.
Áður en úrslitin í þessum þremur
kjördæmum lágu fyrir höfðu píratar
kynnt niðurstöður í prófkjörum sínum í
suðurkjördæmi og norðausturkjördæmi.
Smári McCarthy leiðir pírata í suðurkjör-
dæmi eins og hann gerði í kosningunum árið
2013. Einungis 113 manns greiddu atkvæði
í prófkjörinu í suðurkjördæmi. Alls voru 24 í
framboði og kom því Ijórðungur atkvæða í
prófkjörinu frá frambjóðendum sjálfum sagði
á vefsíðunni Eyjunni. Þar sagði einnig að
þetta væri örlítið betri þátttaka en í prófkjöri
pírata í norðausturkjördæmi þar sem aðeins
74 greiddu atkvæði.
í norðvesturkjördæmi varð mikið uppnám
meðal pírata við val á framboðslista. Birgitta
Jónsdóttir og félagar sættu sig ekki við þann
sem vann í prófkjörinu sjálfu. Þá var ákveðið
að efna til yfirprófkjörs, það er með þátttöku
pírata af landinu öllu. Yfirprófkjörið mátti
rekja til ásakana um að sá sem varð efstur
þegar kosið var innan kjördæmisins reyndist
„sekur" um smölun atkvæða - 18 atkvæði
honum greidd þóttu sanna það.
Yfiprófkjörið dró dilk á eftir sér og leiddi
til úrsagna úr röðum pírata. Fyrr um sumarið
2016 var vinnustaðasálfræðingur kallaður til
að sætta þrjá þingmenn pírata. Einn þeirra,
Ásta Guðrún Helgadóttir, tók þátt í útvarps-
þættinum ívikulokin laugardaginn 10.
september. Eftir henni var haft á mbl.is að
8 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016