Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 11

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 11
ekki væri unnt að skilja Birgittu Jónsdóttur rétt án þess að styðjast við ráð frá vinnustaða- sálfræðingi. Ásta Guðrún viðurkenndi að prófkjör Pírata í norðvesturkjördæmi hefði verið klúður, fara yrði ítarlegra yfir niðurstöðuna og læra af henni. Þá sagði á mbl.is: „Þegar Ásta var spurð hvort Birgitta sjálf væri rót samskiptavandans, sagði hún að því mætti velta fyrir sér.„Ég á alltaf í mjög góðum samskiptum við Birgittu en oft er það þannig með fólk sem er mjög skapandi og með hugsun út á við að það segir svolítið margt. Maður þarf stundum að spyrja:„Hvað ertu að meina með þessu?"," sagði hún.„Mín samskipti við Birgittu hafa nánast að öllu leyti verið mjög jákvæð, ekki síst eftir að við fengum vinnustaðasálfræðing við að búa til ferla til að gera greinarmun á upplifun okkar á orðum fólks og því sem manneskjan var virkilega að segja." Á þennan veg vildi Ásta Guðrún skapa Birgittu svigrúm gagnvart fullyrðingum að minnsta kosti þriggja nafngreindra pírata í norðvesturkjördæmi sem töldu Birgittu hafa beitt sér á óeðlilegan hátt til ráða niðurstöðu prófkjörsins þar. V. Birgitta Jónsdóttir sagði oft áður en fyrir lá ákvörðun um kjördag haustið 2016 að hún ætlaði að vinna að gerð stjórnarsáttmála fyrir kosningar svo að kjósendur vissu að hverju þeir gengju. Þeir vissu að einstakir flokkar hefðu ákveðið að starfa sama. Um tíma mátti ætla að forráðamenn stjórnarandstöðuflokk- anna hefðu bitið á þennan öngul Birgittu. Þeim óx í augum hve skoðanakannanir sýndu mikinn stuðning við pírata og vildu sneið af kökunni. Þegar nær dregur kosningum kemur auðvitað í Ijós að ekki er um neinar stjórnar- myndunarviðræður að ræða fyrir þær og engir flokkar sameinast um stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Annaðhvort meinti Birgitta ekkert með þessu tali sínu eða henni hefur verið sagt á bakvið tjöldin að hætta því. Það skili auðvitað engu. „Mín samskipti við Birgittu hafa nánast að öllu leyti verið mjög jákvæð, ekki síst eftir að við fengum vinnustaðasálfræðing við að búa til ferla til að gera greinarmun á upplifun okkar á orðum fólks og því sem manneskjan var virkilega að segja." Píratar vildu þó ekki skilja Birgittu aleina úti á þessu stjórnarmyndunarskeri.Til að auð- velda henni að halda andlitinu samþykktu þeir á félagsfundi föstudaginn 16. septem- ber að frambjóðendurnir Einar Brynjólfs- son, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fengju stöðu sem kölluð er„umboðsmaður flokksins". Hún veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, aukformlegri viðræðna að kosningum loknum.Tillagan hlaut þó ekki fullnaðarsamþykki þennan dag heldurfór hún þá í almenna atkvæðagreiðslu innan flokksins, síðan verður hún borin undir framkvæmdaráð til samþykktar og loks þing- flokkinn. Með þessari aðferð vildu píratar„vísvitandi" eins og Smári McCarthy orðaði það, halda „fyrirkomulaginu mjög flötu" og„uppræta hefðbundinn valdastrúktur". Smári sagði einnig við Vísi 17. september:„Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag." ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.