Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 12
Birgitta Jónsdóttir gerði gjarnan hróp að Ólafi Ragnari Grímssyni úr ræðustól
alþingis vegna skoðana sem hann lýsti í ræðum, einkum varðandi endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Nú verður ekki vart við annað en hún þegi þunnu hljóði
vegna þessarar lýsingarforseta íslands á eðli pírata. Þríeyki með umboð pírata
til stjórnarmyndunar og ferlið langa til að þríeykið fái þetta umboð er
ekki til marks um neinar framfarir í stjórnmáastarfi heldur vandræðagang
þar sem sá frekasti ræður að lokum
Píratar komu saman til að skipa þetta
stjórnarmyndunar-þríeyki sitt sama dag, 16.
september, og Vísir sagði frá því að Guðni
Th. Jóhannesson, forseti íslands, hefði sagt í
viðtali á bresku Channel 4 sjónvarpsstöðinni
„að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda
ríkisstjórn," eins og sagði á vefsíðunni. Guðni
Th. taldi flóknar og langar stjórnarmynd-
unarviðræður hugsanlegar og bætti við:
„Munu Píratar vilja starfa með hinum flokk-
unum? Það á eftir að koma í Ijós. Menn
verða að geta gert málamiðlanir en þegar
flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og
Píratar gæti það reynst erfitt."
Hvort þessi ummæli forseta valdi honum
vandræðum reyni á hann við myndun
ríkisstjórnarað loknum kosningum kemur í
Ijós. Þau eru í öllu falli nýstárleg þegarforseti
íslands á í hlut og kosningar á næsta leiti.
Forsetinn á að halda sig sem fjærst öllu sem
heitir flokkapólitík eða afstaða til einstakra
stjórnmálaflokka.
Birgitta Jónsdóttir gerði gjarnan hróp að
Ólafi Ragnari Grímssyni úr ræðustól alþingis
vegna skoðana sem hann lýsti í ræðum, eink-
um varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Nú verður ekki vart við annað en hún þegi
þunnu hljóði vegna þessarar lýsingar forseta
íslands á eðli pírata. Þríeyki með umboð
pírata til stjórnarmyndunar og ferlið langa til
að þríeykið fái þetta umboð er ekki til marks
um neinar framfarir í stjórnmálastarfi heldur
vandræðagang þar sem sá frekasti ræður að
lokum.
Hugsjónir munu ekki þvælast fyrir pírötum
við stjórnarmyndun heldur barátta um völd
og baktjaldamakk vegna skorts á gegn-
sæjum, skilvirkum stjórnarháttum og reglum.
VI.
Hér hefur aðeins verið sagt frá gangi mála í
tveimur stjórnmálaflokkum sem bjóða fram
fyrir þingkosningarnar 29. október. Þegar
þetta er ritað er óljóst hvað margir listar
verða í boði í kosningunum. Á vefsíðu innan-
ríkisráðuneytisins má sjá að úthlutað hefur
verið 19 listabókstöfum. Þeir verða þó ekki
allir notaður í þessum kosningum, hvort þeir
komast á annan tuginn sem verða notaðir
núna skýrist ekki fyrr en 14. október þegar
framboðsfrestur er útrunninn.
Þessir tveir flokkar, Framsóknarflokkurinn
og Pírataflokkurinn, geta hvor um sig gegnt
lykilhlutverki að kosningum loknum sem
annað eða þriðja hjól undir ríkisstjórnarvagni.
Þegar rætt er um heilbrigðismál, málefni
aldraðra, samgöngumál, menntamál, hús-
næðismál og löggæslumál nú fyrir kosningar
er hvergi slegið af í kröfum og litið á stöðuna
eins og hún er nú á líðandi stundu, fortíðin
sé gefin stærð og framtíðin óráðin. Hér og nú
eigi það að fást sem um er beðið. Stjórnmála-
menn eigi að lofa og standa kjósendum skil
gerða sinna.
Á meðan ekki næst sátt um hvert skuli
stefnt og hvernig fjármagna skuli leiðina
að markmiðinu ríkir þetta uppnám sem
einkennir umræðurnar. Sáttin næst ekki á
meðan allir telja sig aðeins ná til háttvirtra
kjósenda með yfirboðum. Oftast eru yfir-
boðin ekki annað en lýðskrum því að ekki er
unnt að framkvæma þau þegar á reynir.
f skjóli þess að hér hrundi bankakerfi var
gerð misheppnuð og kostnaðarsöm tilraun
til að setja íslenskt þjóðfélag algjörlega úr
skorðum á árunum 2009 til 2013.
Þetta hófst strax eftir að Jóhanna Sigurðar-
10 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016