Þjóðmál - 01.09.2016, Page 14

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 14
Auðstjórn almennings - ríkisbankana til fólksins í samþykkt flokksráðs- fundar Sjálfstæðisflokksins 24. september var fylgt eftir ályktunum landsfundar flokksins um að drjúgum hluta í bönkunum sem nú eru í komnir í eigu ríkisins verði komið milliliðalaust í hendur almennings. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að því að drjúgur hluti eignarhluta ríkisins í stóru bönkunum verði almenningssvæddur og eignarhald almennings í þeim verði milliliðalaust. Eins og Bjarni Benedikts- son formaður flokksins lýsti þá gerist þetta einfaldlega með því að ríkið afhendir landsmönnum öllum jafnan hluta í bönkunum til eignar. Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins nefndi það auðstjórn almennings eða fjárstjórn fjöldans, þann sjálf- sagða hlut að hinn almenni maður eigi beinan hlut í atvinnufyrirtækjum landsins. I bókinni Alþýða og atvinnulíf sem kom út árið 1968 ritaði Eyjólfur Konráð: Almenningshlutafélög eru ekki einungis mikil- væg af efnahagsástæðum heldur eru þau e.t.v. þýðingarmesti þátturinn í því þjóðfélagskerfi, sem nefna mætti auðstjórn almennings eða fjárstjórn fjöldans. Er þar átt við mikilvægi þess, að sem mestur hluti þjóðarauðsins dreifist meðal sem allra flestra borgara landsins, að auðlegð landsins safnist hvorki saman á hendur fárra einstak- linga né heldur ríkis eða opinberra aðila. Þeir sem þessa stefnu aðhyllast, telja þá þjóðfélagsþróun æskilegasta, að valdið sem fylgir yfirráðum yfir fjármagni, dreifist sem mest meðal landsmanna allra. Þeir benda á hættuna, sem er því samfara, er fjármálavald flyzt í stöðugt ríkara mæli yfir á hendur þeirra, sem fyrir hafa pólitíska valdið; þá fyrst sé veruleg hætta á misnotkun valdsins. Vefþjóðviljinn á andríki.is 7. október 2016 Barist fyrir lcesave-samningi Endurreisa verður traust alþjóðasamfélagsins á því íslenska en það er forsenda þess að íslensk fyrirtæki geti átt eðlileg viðskipti við umheiminn. Það er líka forsenda þess að íslenskt fjármálakerfi komist fætur og eðlileg fjármálaviðskipti við útlönd geti hafist. Takist þetta ekki fljótt og vel verða afleiðingarnar fyrir atvinnulífið, heimilin og þjóðfélagið allt alvarlegar og gera illt verra. Þess vegna á Alþingi ekki annan kost en að samþykkja frumvarpið. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að deilur um lcesave dragist á langinn með tilheyrandi frystingu lánafyrirgreiðslu til íslands, áframhaldandi óþolandi óvissu og viðvarandi útistöðum íslands við nágrannaríki. Það að hafa slíkt hangandi yfir sér leiðir til frekari einangrunar íslands og dýpkar og lengir kreppuna. 12 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 Jón Steindór Valdimarsson í Morgunblaðsgrein 8.júlí2009. Hann skipar2. sæti ViðreisnaríSuðvesturkjördæmi.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.