Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 23

Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 23
að nást samstaða um að afgreiða ákveðna lykilþætti þessa máls á yfirstandandi þingi, sem möguleiki er á. Afstaða Pírata til þess boðar ekkert gott þegar og ef til aðildar þeirra að ríkisstjórn kemur. Með sama hætti og það eru mistök af hálfu sjávarútvegsins að hafa ekki gripið tækifærið í valdatíð núverandi ríkisstjórnar til að ná sáttum um sjávarútvegsstefnuna eru það nánast óskiljanleg mistök af hálfu núverandi stjórnarflokka að hafa ekki nýtt sér góðærið í ríkisfjármálum til að marka þáttaskil í heilbrigðismálum og í velferðarmálum ekki sízt að því er varðar aldraða og öryrkja. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa viðurkennt og staðfest opinberlega að í þessum málaflokkum ríkir algert ófremdar- ástand. í stað þess að grípa til aðgerða fyrir kosningar og sýna þann skilning að einhverju leyti í verki virðast þeir halda að það dugi að tala. Það er misskilningur hjá þeim. Þess vegna er líklegra en hitt að það verði verkefni nýrrar ríkisstjórnar sem horfir til vinstri að nýta þá fjármuni ríkissjóðs, sem fyrir hendi eru til þess að taka myndarlegt skref fram á við í heilbrigðismálum og í kjaramálum aldraðra og öryrkja og njóta þess pólitíska afraksturs, sem af því kann að verða. Hvað er það sem veldur slíkri blindni hjá mönnum komist þeir í ráðherrastóla? Er það embættismannakerfið, sem sækist eftir síauknum völdum sér til handa? Á sjóndeildarhringnum eru svo tvö mál, sem líklegt eru að komi til umræðu á næstu misserum og ganga undir nöfnunum EES og Schengen. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur frammi fyrir vaxandi óánægju í aðild- arríkjunum vegna þess hvað hún gengur hart fram í sameiningarþróuninni og tekur lítið sem ekkert tillit til skoðana almennra borgara. Þessi afstaða framkvæmdastjórnarinnar endurspeglast að sjálfsögðu í þeim marg- víslegu tilskipunum, sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu hafa skuldbundið sig til að lögleiða í sínum heimahögum. í Noregi hefur StyrmirGunnarsson segirþað vera nánast óskiijanleg mistök afhálfu núverandi stjórnarflokka aðhafa ekki nýtt sér góðærið írikisfjármáium til að marka þáttaskil íheil- brigðismálum og í velferðarmálum ekki sízt að þvi er varðar aldraða og öryrkja. „Hvað erþað sem veldurslikri blindni hjá mönnum komist þeir í ráðherrastóla?" gætt vaxandi óróa á síðustu árum af þessum sökum en minna um það rætt hér. Það er tímabært að hefja þær umræður, skoða hvar við erum á vegi staddir, íslendingar, í þessu samstarfi og hvort og þá að hve miklu leyti það þjónar hagsmunum okkar að lögleiða þessar tilskipanir eða hvort það gengur bein- línis gegn þeim að einhverju marki nú orðið. Það má búast við vaxandi sviptingum á meginlandi Evrópu á næstu árum og ómögulegt að sjá fyrir til hvers það leiðir. Það er ekkert endilega víst að samningur sem var gerður fyrir tæplega aldarfjórðungi eigi að verða eilífur. Brexit getur t.d. haft mikil áhrif á hvernig samskipti við ESB-ríkin þróast að ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.