Þjóðmál - 01.09.2016, Side 27

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 27
Hjörtur J. Guðmundsson Hvað þýðir Brexit fyrir Island? Mikil umræða fer fram í Bretlandi um það með hvaða hætti tengslum landsins við Evrópusambandið skuli háttað í framtíðinni í kjölfar þess að brezkir kjósendur ákváðu í þjóðaratkvæðareiðslu í lok júní að segja skilið við sambandið. Ræddar hafa verið ýmsar leiðir í því sambandi en hver sem niðurstaðan kann að verða verður að teljast afar ólíklegt að Bretar eigi eftir að verða aðilar að samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið (EES) líkt og íslendingar, Norðmenn og Liechtenstein. Hver sem lendingin í Bretlandi annars verður er Ijóst að útganga landsins úr Evrópusambandinu varðar ríka íslenzka hagsmuni. Bretland hefur lengi verið einn mikilvægasti útflutningsmarkaður íslands þegar horft ertil einstakra landa. Ríkisstjórn fslands fylgdist fyrir vikið náið með aðdrag- anda þjóðaratkvæðisins og setti af stað viðbragðsáætlun strax daginn eftir að niðurstöður þess lágu fyrir þar sem lögð var áherzla á að viðhalda nánum viðskipta- tengslum við Bretland. Þó fyrirhuguð útganga Breta úr Evrópu- ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 25

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.