Þjóðmál - 01.09.2016, Side 28
Fyrir vikið er Ijóst að þau rök að
ísiand þurfi að ganga í Evrópusam-
bandið vegna viðskiptahagsmuna
munu veikjast enn frekar. Þau rök
standa þegar veikum fótum af ýmsum
ástæðum. Ekki sízt í Ijósi þess að hlut-
deild sambandsins í heimsviðskiptum
hefur dregist verulega saman á
undanförnum árum. Fátt bendir til
annars en að sú þróun eigi eftir að
halda áfram. Líkt og Jean-Claude
Juncker, forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins gekkst við fyrir
um ári um síðan.
sambandinu, sem nefnd hefur verið Brexit,
varði mikla viðskiptahagsmuni íslands er
pólitíska hliðin ekki síður mikilvæg. Þannig
hefurtil að mynda ein helzta röksemd þeirra
sem hafa viljað ísland í Evrópusambandið í
gegnum tíðina verið sú að íslendingar ættu í
mjög miklum viðskiptum við sambandið. Þar
hefur að vísu verið byggt á hagtölum sem
sýnt hafa Holland sem langstærsta viðskipta-
land íslands þegar kemur að útflutningi.
Þar koma til svonefnd Rotterdam-áhrif sem
fela í sér að talsverður hluti íslenzks útflutn-
ings sem umskipað er í Rotterdam í Hollandi
og öðrum stórum umskipunarhöfnum innan
Evrópusambandsins er skráður sem útflutn-
ingur til viðkomandi ríkja. Þó endanlegur
ákvörðunarstaður sé utan sambandsins. En
jafnvel þó þessar tölur gæfu fullkomlega
rétta mynd er Ijóst að útganga Bretlands mun
þýða að hlutfall utanríkisviðskipta íslands
við Evrópusambandið mun dragast verulega
saman.
Framtídarmarkadirnir annars staðar
Fyrir vikið er Ijóst að þau rök að ísland þurfi
að ganga í Evrópusambandið vegna viðskipta-
hagsmuna munu veikjast enn frekar. Þau
rök standa þegar veikum fótum af ýmsum
ástæðum. Ekki sízt í Ijósi þess að hlutdeild
sambandsins í heimsviðskiptum hefurdreg-
ist verulega saman á undanförnum árum.
Fátt bendir til annars en að sú þróun eigi eftir
að halda áfram. Líkt og Jean-Claude Juncker,
forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins gekkst við fyrir um ári um síðan.
„Efnahagslega sjáum við fram á endalok
dýrðarára Evrópusambandsins samanborið
við það sem aðrir eru að gera," sagði Junckers
í ávarpi sem hann flutti í Madrid, höfuðborg
Spánar, í október á síðasta ári. Benti hann á
að hlutdeild sambandsins í heimsbúskapnum
færi minnkandi og yrði brátt einungis 15%
af hagvexti á heimsvísu. Evrópusambandið
glímdi einnig við alvarleg lýðræðisleg vanda-
mál. íbúum sambandsins færi fækkandi og
meðalaldur þeirra yrði sífellt hærri.'
Þetta var einmitt eitt af því sem talsmenn
þess að Bretland gengi úr Evrópusam-
bandinu lögðu áherzlu á í aðdraganda
þjóðaratkvæðisins þar í landi í júní. Það er að
sambandið væri hnignandi efnahagssvæði
fyrir utan annað sem myndi draga Breta niður
með sér ef þeir segðu ekki skilið við það.
Bretland þyrfti að ganga úr Evrópusamband-
inu til þess að geta gert fríverzlunarsamninga
á eigin forsendum við þau ríki og markaðs-
svæði í heiminum þar sem vöxturinn væri.
Þannig er ekki nóg að hugsa aðeins um
stöðuna eins og hún er í dag í þessu sambandi
heldur er mjög mikilvægt að hafa einnig í
huga hvernig hlutirnireru líklegirtil þess
að þróast til framtíðar. Fátt bendir þannig
til þess að Evrópusambandið sé markaður
til framtíðar þó sambandið muni áfram
skipta máli fyrir utanríkisviðskipti íslands.
En það réttlætir hins vegar engan veginn að
íslendingar gangizt undir yfirstjórn stofnana
Evrópusambandsins með því að gerast hluti
sambandsins.
Geymi ekki öll eggin í sömu körfunni
Hitt er svo annað mál að það er ekki skyn-
samlegt fyrir ísland að vera of háð einum
markaði. Bæði af pólitískum og efnahag-
'„Europe's glory days at an end, warns Juncker".
Telegraph.co.uk. http://www.telegraph.co.uk/
news/worldnews/europe/eu/11949038/Europes-
glory-days-at-an-end-warns-Juncker.html
26 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016