Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 33
Hagkerfiöstendur í blóma í lok kjörtímabilsins
...... ■ [■ ■' i i t yu
2013 2014 2015 2016 2013 2014 2015 2016
2016 island Norðurlönd Evrusvæði OECD
Hagvöxtur 4,4 1,5 1,6 1,8
Atvinnuleysi 3,3 6,8 10,2 6,4
Verðbólga 2,4 1,2 0,2 1,1
Afkoma ntóssjóðs 0,3* -0,4 -1,8 -2,9
Nettó skuldir 21,5 -89 72 72,2
* Án stöðugleikaframlaga
Af því leiðir að ekki hafa verið lögð fram
fjárlög fyrir næsta ár eins og var upphaflega
áætlað.
Efnahagsmál
Efnahagsleg staða íslands hefur styrkst mikið
á kjörtímabilinu og einkennist nú af stöðug-
leika með lágri verðbólgu, litlu atvinnuleysi,
aukinni atvinnuþátttöku, auknum kaupmætti,
lækkun skulda, minni vanskilum og halla-
lausum ríkisrekstri.Töluverður hagvöxtur
hefur verið undanfarin ár og spáð er umtals-
verðri hagvaxtaraukningu á þessu ári. Gangi
hagspár eftir verður núverandi tímabil eitt
lengsta samfellda hagvaxtarskeiðið í seinni
tíma hagsögu íslands. Mikil umsvif hafa
verið í hagkerfinu en þrátt fyrir það hefur
viðskiptajöfnuður við útlönd verið jákvæður.
Öflugur hagvöxtur og aukin eftirspurn
í efnahagslífinu hafa haft jákvæð áhrif á
afkomu ríkissjóðs. Ríkisstjórnin hefur lagt
mikla áherslu á að koma ríkisrekstrinum í
jafnvægi og skila afgangi í stað halla undan-
farinna ára. Um leið hefur verið unnið að
því að minnka álögur á einstaklinga og
atvinnulífið og stuðla þannig að aukinni
fjárfestingu í hagkerfinu. Ríkisstjórnin hefur
lagt áherslu á að styrkja stöðu ríkissjóðs enn
frekar á næstu árum og að vinna að frekari
lækkun ríkisskulda sem hlutfalls af landsfram-
leiðslu. Því er það svo, að ekkert ríki í Evrópu
hefur fengið að sjá jafn miklar breytingar
á ríkisfjármálum á jafn skömmum tíma og
fslendingar hafa upplifað á kjörtímabilinu.
Um leið hefur athyglin beinst að peninga-
stefnu Seðlabankans en um allnokkurt skeið
hafa vextir erlendis verið að lækka. Á sama
tíma hefur vaxtamunur íslands til lengri tíma
vaxið og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.
Ólíkt öðrum hávaxtaríkjum er verðbólga hér
lág, lánshæfi landsins fer hækkandi, skuldir
fara lækkandi og gjaldmiðill landsins styrk-
ist stöðugt. Þetta er þversögn sem Seðla-
bankinn hefur ekki náð að vinna úr og virðist
nú flestum Ijóst að peningastefnunefnd hóf
vaxtalækkunarferlið of seint.
Þrjár lykilaðgerðir
Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks hefur ráðist í þrjár umfangsmiklar
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 31