Þjóðmál - 01.09.2016, Page 38

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 38
innar Betri heilbrigðisþjónusta. Efling heilsugæslunnar er eitt helsta forgangsmál og nú þegar sjá má raunaukningu á framlagi til heilsugæslu og sjúkraflutninga. Þessari aukningu verður varið til verkefna eins og fjölgunar á stöðugildum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun, verkefna um miðlæga símaráðgjöf um heilbrigðisþjónustu á landsvísu, innleiðingu þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu og eflingu heimahjúkrunar til að mæta þörfum þeirra sem bíða eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Eitt af verkefnum Betri heilbrigðisþjónustu felst í uppbyggingu og samtengingu rafrænnarsjúkraskrárá landsvísu sem unnið er að hjá Embætti landlæknis. Rafræn sjúkraskrá erforgangsverkefni enda forsenda margra stórra og mikilvægra verkefna til úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Sameining heil- brigðisstofnana var eitt verkefna áætlunar- innar um Betri heilbrigðisþjónustu - þar sem lögð hefur verið áhersla á að Ijúka því verkefni sem hófst fyrir löngu, - að sameina stofnanir þannig að ein umdæmisstofnun sé í hverju heilbrigðisumdæmi. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins er um þessar mundir verið að leggja lokahönd á vinnu við gerð heilbrigðisáætlunar til 2020 sem verður lögð fram á Alþingi til umræðu og afgreiðslu. Þar birtist skýr framtíðarsýn um hvernig hægt er að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu þannig að hún nýtist öllum sem best. Nokkrar áhersluatriði ífjárlögum 2016: • Er á uppbyggingu heilsugæslunnar til að létta á Landspítalanum. • Stóraukið fé í Landspítalann. • Búið er að semja við lækna og hjúkrunar- fræðinga. • Rúmum 800 milljónum er varið í að vinna á biðlistum. • Tækjakaupaáætlun upp á rúma 5 milljarða er á áætlun. • 10 milljarða samningur til að útrýma lifrabólgu C sem ríkið borgar 450 milljónir í heildina á þremur árum. • Tæpir tveir milljarðar til að hefja útboð á nýbyggingum á Landspítalalóðinni. • Verið er að stórauka fjármagn til S- merktra lyfja. • Aukið fjármagn til tannlækninga- samningsins sem var gerður á síðasta kjörtímabili. Utanríkismál Meginmarkmið utanríkisstefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur verið að gæta hagsmuna lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Sú stefna hvílirá horn- steinum öryggis- og samvinnu eins og það birtist í þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna, Nató, ÖSE og annara alþjóðastofnana. Hún hvílir einnig á alþjóðlegum samningum, svo sem EFTA-sáttmálanum, EES-samningnum, þeim 25 fríverslunarsamningum sem EFTA-ríkin hafa gert og tvíhliða fríverslunar- samningum íslands við Færeyjar, Grænland og Kína. Ríkisstjórnin réðist í úttekt á aðildar- viðræðum íslands við Evrópusambandið í Ijósi stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. í kjölfar úttektarinnarfór ríkisstjórnin fram á að ísland væri ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki og hefur það gengið eftir. Um leið hefur verið lögð áhersla á að efla samvinnu við ríki Evrópu á sem víðtækustum grunni, meðal annars á grunni nýrrar Evrópustefnu sem legguráherslu á skilvirka framkvæmd EES-samningsins sem þjónað hefur hagsmunum íslands vel í yfir 20 ár. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi. Á vettvangi ríkisstjórnarinnar hefur verið unnið mat á hagsmunum íslands á norðurslóðum og viðbragðs-og björgunarmiðstöð. Stefna íslands í utanríkisviðskiptum tekur mið af þeim öru breytingum sem eru að verða á efnahagskerfum heimsins. Mögu- leikar til að auka útflutning til svæða þar sem eftirspurn vex stórum skrefum á komandi árum eru í stöðugri skoðun og tengsl við viðkomandi svæði styrkt. Áhersla hefur verið lögð á gerð fleiri fríverslunarsamninga, bæði tvíhliða og á 36 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.