Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 39
vettvangi EFTA. Ríkisstjómin hefur lagt mikla
áherslu á að efla hagsmunagæslu og fram-
kvæmd EES-samningsins og áherslu á EFTA í
uppbyggingu fríverslunarnets.
Lögð er áhersla á þróunarsamvinnu og
hefur auknum fjármunum verið varið til
málaflokksins ár frá ári í takt við endurreisn
efnahagslífs á íslandi. Ennfremur er staðið að
neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar
þjóðir.
Utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á mikil-
vægi jarðhitanýtingar í þróunarsamvinnu og
hefur stuðningur íslands á þessu sviði bæði í
Austur Afríku og í alþjóðlegu samstarfi verið
efldur. Einnig hafa ísland og IRENA samtökin
haftfrumkvæði að stofnun samstöðuhóps
um nýtingu jarðhita á.
Ríkisstjórnin rekur ábyrga stefnu í lofts-
lagsmálum og hefur sett sér metnaðarfull
markmið, í félagi við ríki Evrópusambandsins
og Noreg, um 40% minnkun á losun
gróðurhúsalofttegunda á árabilinu 1990-
2030. ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn
og þar með lagt sitt að mörkum um gildis-
töku hans.
Sömuleiðis hefur utanríkisráðherra lagt
áherslu á mikilvægi þess að jafnrétti kynjanna
sé eflt og að samþætta kynjasjónarmið ráði
í gegnum allt ferli um fjármögnun þróunar-
samvinnu.
Þjóðaröryggisstefna íslands felur í sér:
• Ríkisstjórnin leggur áherslu á að með
tilkomu þjóðaröryggisstefnu verða
mörkuð afar mikilvæg tímamót enda í
fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun þar sem
markviss skref eru tekin í átt að heildrænni
stefnu um þjóðaröryggismál.
• Sérstöku þjóðaröryggisráði hefurverið
komið á laggirnar til að hafa eftirlit með
framfylgd stefnunnar.
• Þjóðaröryggisstefnan mun hvíla á þeim
styrku stoðum sem öryggis- og varnarmál
íslands hafa hvílt á nærfellt alla lýðveldis-
söguna, þ.e. aðildinni að Nató og varnar-
samningnum við Bandaríkin.
• Virk utanríkisstefna og almannvarnir
mynda aðra meginþætti þjóðaröryggis-
stefnunnar.
• Þjóðaröryggi íslands, sem áfram verður
herlaust ríki, er þannig samofið alþjóðlegu
samstarfi og í því samhengi ber áfram að
hlúa vel að því góða samstarfi sem ísland
á við bandalagsríki sín á sviði öryggis- og
varnarmála.
• Áfram er unnið að því að styrkja þessar
grunnstoðir með virku samstarfi við
bandarísk stjórnvöld og grannríki, auk
þess sem samstarf Norðurlandanna á
þessu sviði verður áfram þróað með
sameiginlega hagsmuni ríkjanna að
leiðarljósi.
Vinnumarkaður
Ríkisstjórn fslands hefur unnið náið með
aðilum vinnumarkaðarins að því grundvallar-
atriði að tryggja og efla kaupmátt. Síðustu
misseri hafa einkennst af erfiðum og
krefjandi samningaviðræðum sem hafa þó
leysts farsællega. í þeim tilgangi samþykkti
Alþingi, að tillögu ríkisstjórnarinnar, í maí
2015 ráðstafanir í tengslum við gerð kjara-
samninga á almennum vinnumarkaði.
Aðgerðirnar voru í 11 liðum og lúta að
ýmsum sviðum skatta-, velferðar- og hús-
næðismála sem og úrbótum á sviði hag-
stjórnar og opinberra fjármála. Mikilvæg
forsenda fyrir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar
er að kjarasamningar á almennum og opin-
berum markaði leiði ekki til óstöðugleika í
efnahagsmálum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
taka mið af því að í samningum á almennum
vinnumarkaði væri hugað sérstaklega að
þeim tekjulægstu og að lágmarkslaun hækki
í 300 þúsund krónur á samningstímanum. Vel
hefur gengið að skapa ný störf og horfur eru
á að á kjörtímabilinu komi allt að 25 þúsund
manns inn á vinnumarkaðinn sem er ein-
stæður árangur.
Fáir gera sér betur grein fyrir því en íslend-
ingar hversu neikvæð áhrif verðbólga getur
haft á heimili, fyrirtæki og daglegt líf fólks.
Einmitt þess vegna ber að fagna því sérstak-
lega að með samstilltu átaki hefur tekist að
koma böndum á verðbólguna og ef fram fer
sem horfir sjá landsmenn fram á einhverja
mestu kaupmáttaraukningu í Evrópu um
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 37