Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 42
Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þegar þetta
er skrifað bíður það afgreiðslu Alþingis.
Dómskerfi og réttarfar
Miklum umbótum á réttarkerfinu hefur
verið hrint í framkvæmd. Lagafrumvörp um
stofnun millidómstigs hafa hlotið samþykki
Alþingis. Eru það annars vegar lög um
dómstóla og hins vegar breyting á lögum um
meðferð einkamála og lögum um meðferð
sakamála. Með breytingunum verður til nýr
áfrýjunardómstóll, Landsréttur, og hefur
hann aðsetur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að
lögin taki gildi l.janúar 2018.
Lagabreytingarnar þýða að dómstigin í
landinu verði þrjú, þ.e. héraðsdómstólar,
Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru
gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu
dómstólanna. Sameiginleg stjórnsýsla allra
þriggja dómstiga er færð undir nýja stofnun
á vegum dómstólanna og stjórnsýsla dóm-
stólanna þar með efld og sjálfstæði þeirra
styrkt.
Breytingarnar snerta allt samfélagið en
þó fyrst og fremst þá sem leita þurfa eftir
úrlausn dómstóla eða þurfa að þola úrlausn
dómstóla bæði í einkamálum og sakamálum.
Þá hafa þær mikla þýðingu fyrir þá sem starfa
í dómskerfinu, jafnt dómara sem aðra starfs-
menn dómstóla, lögmenn og ákæruvald en
einnig aðrar stofnanir réttarvörslukerfisins.
Stofnun Landsréttar felur í sér mikla réttar-
bót en með honum er tryggð milliliðalaus
sönnunarfærsla á tveimur dómsstigum.
Með breytingu á lögum um meðferð
sakamála og lögreglulögum (skipan ákæru-
valds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.) var
skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs
embættis héraðssaksóknara ertóktil starfa 1.
janúar 2016 og var embætti sérstaks sak-
sóknara lagt niðurfrá sama tíma. Embætti
héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald
á lægra ákæruvaldsstigi, þ.e. ákærumeðferð
sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá
mun embætti héraðssaksóknara annast
lögreglurannsóknir í skatta- og efnahags-
brotamálum, ásamt rannsóknum á brotum
starfsmanna lögreglu og brotum gegn
valdstjórninni.
í samræmi við ákvæði hinna nýsamþykktu
laga hefur peningaþvættisskrifstofa Ríkis-
lögreglustjóra flust til embættis sérstaks sak-
sóknara með það fyrir augum að skrifstofan
flytjist til frambúðar til embættis héraðssak-
sóknara frá áramótum er það embætti tekur
til starfa.
Þá hefur verið staðfest stefna stjórnvalda
um net- og upplýsingaöryggi fyrir tíma-
bilið 2015-2026 ásamt aðgerðaáætlun til
næstu þriggja ára. Stefnunni er ætlað að
ná til verndar mikilvægra innviða landsins
og nauðsynlegra viðbragða vegna vax-
andi netógna sem steðja að stjórnvöldum,
viðskiptalífi og borgurum.Til þess að fylgja
eftir innleiðingu stefnunnar mun innanríkis-
ráðherra stofna Netöryggisráð.
Umhverfismál
í ríkisstjórnarsáttmálanum var áhersla lögð
á aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og er
efling skógræktar og landgræðslu liður í því
og auknir fjármunir í málaflokkinn fyrstu
skref í þá átt. Eru vonir bundnar við að með
frekari aukningu á fjárframlögum næstu ár
verði hægt að fylgja þessum áherslum eftir
með myndarlegum hætti.
ísland er nú aðili að sameiginlegu mark-
miði með 28 ríkjum ESB á 2. skuldbindinga-
tímabili Kýótó-bókunarinnar 2013-2020.
Nánar er kveðið á um skuldbindingar fslands
innan hins sameiginlega markmiðs í tvíhliða
samningi íslands við ESB, sem skrifað var
undir í apríl sl. Um 40% losunar er í sameigin-
40 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016