Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 44
Miklu skiptir að nú liggur fyrir heildstæð stefna íhúsnæðismálum ásamt fjölskyldustefnu og drögum að vinnu-
markaðsstefnu.
Á kjörtímabilinu var lög áhersla á að ferill
rammaáætlunarfengi að halda áfram eins
og gert var ráð fyrir. Verkefnisstjórn ramma-
áætlunar hefur skilað niðurstöðum um 28
kosti sem eru nú til umijöllunar á Alþingi.
Rammaáætlun er ætlað að vera málamiðlun
um landsvæði sem eru tekin undir orku-
nýtingu annarsvegar og sett í vernd hins-
vegar. Rammaáætlun er ætlað að leggja stóru
línurnar um vernd og nýtingu orkukosta, en
ekki of ítarlegar greiningar.
Fullgilding íslands á Parísar-
samningnum um loftslagsmál er
gríðarlega mikilvægt skref:
• Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í
lok september var eftir því tekið að fsland
var á meðal fyrstu þjóða til að fullgilda
samninginn.
• í París var gerður góður rómur að
kynningu íslands en öflug kynning var á
loftslagsmálum eins og endurnýjanlegri
orku, landgræðslu og skógrækt.
• í París lofuðu íslendingar að taka þátt og
það verður vissulega átak sem hefst ekki
nema að allir taki þátt, hvert og eitt okkar.
• Verkefni í Sóknaráætlun eru ætluð til þess
að virkja stofnanir, almenning, atvinnulíf,
sveitarfélög og vísindamenn.
• Dæmi um slík verkefni er efling innviða
fyrir rafbíla, átak gegn matarsóun, endur-
heimt votlendis auk vegvísir íslensks
sjávarútvegs um samdrátt í losun og efling
í skógrækt og landgræðslu.
Félags- og húsnæðismál
Miklu skiptir að nú liggur fyrir heildstæð
stefna í húsnæðismálum ásamt fjölskyldu-
stefnu og drögum að vinnumarkaðsstefnu.
Einnig vinnur starfshópur að aðgerða-
áætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Breyt-
ingar hafa verið gerðar á húsaleigulögum,
lögum um húsnæðisbæturásamt lögum
um almennar íbúðir til aðstoðar efnaminni
fjölskyldum og einstaklingum. Samþykktar
voru stórfelldar umbætur í húsnæðismálum
og kaup á fyrstu fasteign auðvelduð. Þá
42 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016