Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 48
Forystufólk Sjálfstæðisflokksins situr fyrir svörum landsfundarfulltrúa árið 2015.
þeim stöðugt færri og færri kjósendur. Allur
eldmóður hefur vikið fyrir embættismanna-
hugsun - það er slæmt. Því kerfið er algerlega
sálarlaust fyrirbæri - það eru stjórnmálamenn
sem eiga að vera sálin í því. Ef að sálin og
líkaminn verða eitt ráða lægstu hvatirför með
skelfilegum afleiðingum.
Sjálfstæðisflokkurinn er merkasti flokkur
íslenskrar stjórnmálasögu - það hefur enginn
flokkur unnið eins stór afrek og hann. En
því miður hefur embættismennskan sett
sitt mark á flokkinn - þótt það glitti í brenn-
andi hugsjónir annað slagið. Það er alveg
rétt - formaður flokksins og fjármálaráðherra
er klárlega sá sterkasti á sviðinu í dag og
hann hefur staðið sig vel í sínum störfum.
Afnám hafta, niðurfelling tolla o.s.frv., eru
allt nauðsynleg skref í rétta átt. Sitjandi
ríkisstjórn hefur unnið vel í flestum málum
og ætti að njóta miklu meira fylgis.
Takist okkur Sjálfstæðismönnum að virkja
eldmóð sjálfstæðisstefnunnar - tala við
kjósendur á tærri íslenskri tungu, sýna að við
berum raunverulega umhyggju fyrir henni -
þá eru okkur allir vegir færir.
Við gerum stundum grín að kallinum sem
svaraði konunni sinni þegar hún spurði hvort
hann elskaði sig - svarið var:„ég sagði þér
það þegar við giftum okkur og ég skal láta
þig vita þegar það breytist".
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og kallinn í
skrítlunni.
Jón Ragnar Ríkharðsson er sjómaður og for-
maður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Lýðskrum Samfylkingarinnar
Daginn fyrir kjördag auglýsti Jóhanna Sigurðardóttir í öllum fjölmiðlum:„ESB snýst um vinnu
og velferð." Hverer raunveruleikinn hvað þetta varðar? Atvinnuleysisstig innan ESB hefur um
langt skeið verið á allt öðru og lakara róli en hérlendis. Um skeið tókst að ná atvinnuleysi niður
í 6-7% að meðaltali en síðustu tvö árin hefur það vaxið til muna og er nú að meðaltali 8% í
aðildarríkjunum. Verst er ástandið á Spáni með 17,5% án vinnu og yfir 4 milljónir atvinnu-
leysingja, í Lettlandi og Litháen um og yfir 14% og á írlandi 10%.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og liðsmaður Vinstri grænna, ígrein íMorgunblaðinu
1. maí2009 undir fyrirsögninni „Blekkingar um Evrópusambandið og lýðskrum Samfylkingar".
46 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016