Þjóðmál - 01.09.2016, Side 50

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 50
HSI IHIII IIIII Elliðaárstöð. Um 1920 vonmmffámW*qki og varstöðin fyrsta almenningsvirkjuniri Elliðavatnið, varð miðlunarlón hennar. í Noregi og Svíþjóð, sem bæði eru rík að stórám og háum fossum, voru vatns- fallsvirkjanir reistar í stórum stíl um og eftir aldamótin 1900 til að knýja orkusækna iðnaðarframleiðslu á borð við áburðar- framleiðslu, stálsmíði og álvinnslu nokkru síðar. Einar Benediktsson, sýslumaður og skáld, fór í fylkingarbrjósti þeirra manna hérlendis, sem feta vildu sömu slóð og frændurokkará hinum Norðurlöndunum, en þessar hugsjónir skáldsins um atvinnu- mál landsins náðu hvorki almannahylli né meirihlutafylgi á Alþingi þá, og skáldleg framtíðarsýn þessa andans jöfurs rættist ekki á íslandi fyrr en með samþykkt Alþingis á lögum um Landsvirkjun árið 1965 og með lögum um íslenzka Álfélagið vorið 1966, og stóð atkvæðagreiðslan um seinni lögin afar glöggt, enda andstaðan hatrömm um allt land hjá Alþýðubandalaginu og Framsóknar- flokkinum, en Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafði sittfram á Alþingi eftir mikla lokasennu. Elliðaárnar í Reykjavík voru virkjaðar um 1920 sem fyrsta almenningsvirkjunin, og ný náttúruperla, Elliðavatnið, varð miðlunarlón hennar. Rafveitur voru í kjölfarið stofnaðar í sumum bæjum, en Rafmagnsveitur ríkisins tóku ekki til starfa fyrr en l.janúar 1947, og þá fyrst komst nokkur skriðþungi á rafvæðingu landsins, en hún sóttist samt anzi hægt, enda höfðu landsmenn í mörg horn að líta við að byggja upp innviði nútímaþjóðfélags, oft við erfið ytri skilyrði á borð við heimskreppu og heimsstyrjöld, og ofurtrú allra stjórnmálaflokk- anna, nema Sjálfstæðisflokksins, á inn- flutningshöft og miðstýringu atvinnulífsins í anda sameignarstefnunnar. Innflutningi var stjórnað af stjórnmálamönnum og embættis- mönnum þeirra með höftum, lánsfé var af skornum skammti og bönkunum stjórnað af stjórnmálaflokkunum. Fjármagnshöft og miðstýring voru ríkjandi hérfrá 1930-1960 og voru þannig lengur við lýði á íslandi en í nokkru öðru vestrænu landi. Þessar hömlur á einka- framtakinu héldu afturaf þróun þjóðfélagsins til vestrænnar velsældar vegna sóunar og lélegrar nýtingar framleiðsluaflanna. Sem dæmi um hægaganginn í upp- byggingunni er höfundi það minnisstætt, að Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu var ekki rafvæddur fyrr en árið 1963 og þá aðeins með einum fasa og einum vír heim á bæina, en til baka var straumurinn leiddur í jörðu að rússneskum hætti til að spara kopar, timbur og einangrara í burðarstaurum, þannig að hættu- leg skrefspenna gat myndazt fyrir menn, en einkum þó kvikfénað, þegar hár straumur var leiddur til jarðar. Enn á því herrans ári 2016 eru bæir í blómlegum sveitum án þriggja 48 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.