Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 57
Um þessar erfiðu rekstraraðstæður ISSLINK, sem Skúli Jóhannsson, verkfræðingur, kallar lcelink, viðhefur hann eftirfarandi orð7): „Það þarf enga snillinga til að koma auga á, hversu tröllaukin framkvæmd lcelink- sæstrengurinn er í samanburði við Basslink. Það þarf harða nagla til að bera ábyrgð á framkvæmd eins og lcelink, framleiðslu, niðurlagningu, rekstri og viðhaldi. Hafa ber í huga, að það er almenningur, sem mun sitja upþi með verulegan hluta af hinni Ijárhagslegu ábyrgð. [Athugið:þetta á t.d. við um virkjanir byggðar af opinberum fyrirtækjum, s.s. Landsvirkjun og Orku nát- túrunnar, sem munu tapa mikilli sölu í hvert sinn, sem sæstrengurinn er tekinn úr rekstri. Að tryggja slíkt óbeint tjón er dýrt. Innsk. höf.j í Ijósi þessrar reynslu af bilun á Basslink þá blasir við, að ef sams konar bilun yrði á lcelink á miklu dýpi úti á Atlantshafi, þá gæti verið ómögulegt að komast að til viðgerða. Þá þyrfti líklega að leggja annan samhliða kapal frá íslandi til Bretlands, sem gæti tekið um þrjú ár og með óheyrilegum kostnaði. Önnur útfærsla væri þá að leggja tvo kapla strax í upphafi til vonar og vara." Síðara megingagnrýniefni prófessorsins51 á skýrsluna, sem hér er til umfjöllunar, eru áhrif rekstrar sæstrengs til Skotlands, fyrir 1500 MW toppafl og 1000 MW meðalafl, á íslenzka raforkukerfið. Reynslan af þessu stofnkerfi er sú, að„það leikur allt á reiðiskjálfi", þegar meira en 100 MW falla út af kerfinu í einu og reyndar líka, þegarálagsaukning hjá slíkum stórnotanda er of hröð. Þessi sæstrengs- hugmynd snýst um, að aflflæði um eitt snið verði tífalt það, sem nú þegar veldur óþol- andi spennu- og tíðnisveiflum, þegar það tekur snöggum breytingum. í Skýrslunni hefði þurft að fjalla um mótvægisaðgerðir gegn truflunum í íslenzka raforkukerfinu, sem eru meiri en alþjóðlegir staðlar ákvarða sem leyfilegt hámark af völdum einstaks álags, og kostnaðinum, sem þessum mót- vægisaðgerðum eru samfara. Eðlilegt er, að kostnaðurinn af slíkum mótvægisaðgerðum lendi á sæstrengsverkefninu, en ekki raforkunotendum á íslandi. Úr því að þetta vandamál, sem án mótvægisaðgerða gæti leitt til„myrkvunar" landsins í 3 klst. á ári, er ekki reifað, er heildarmálefnið vanreifað og kostnaðaráætlunin þar af leiðandi ófullnægj- andi. Þessi meinbugur á undirbúningsvinnu sæstrengs hefur verið einkennandi frá upp- hafi og gjaldfellir hana vissulega. Téðir tveir annmarkar Skýrslunnar gera kostnaðaráætlun hennarótrúverðuga, en mið- gildi hennar er heildarkostnaður samsvarandi mialSK 800 eða miaUSD 6,5 m.v. USD 1 = ISK 123. Samt skal í þessari grein í fyrstu notast við þetta gildi til að reikna út nauðsynlegt lágmarksverð fyrir orku inn á tengimannvirki sæstrengsins á íslandi annars vegar og hins vegar nauðsynlegt lágmarksflutningsgjald fyrir orku um sæstrenginn og tengimannvirki hans. Síðan verður með samanburði við aðrar kostnaðaráætlanir sýnt fram á, að kostn- aðaráætlun Skýrslunnar er haldlaus. Forsendur útreikninganna eru eftirfarandi: • Sæstrengurinn og endamannvirki hans geta um takmarkaðan tíma flutt um 1300 MW eða svipað afl og reiknað er með sem aflgetu virkjana (1459 MW), sem setja á upp fyrir strenginn, að frádregnum töpum. í skýrslunni virðist reyndar vera reiknað með hámarksafli um strenginn 1000 MW, en m.v. upp gefinn árlegan rekstrartíma strengsins, 8060 klst. (92% af árinu), þar sem bilana- tíðni og viðgerðartími eru sennilega stór- lega vanáætluð, sbr. sögu Basslink, og m.v. ójafna vinnslugetu verulegs hluta virkjana þessa verkefnis101, er nauðsynlegt að geta flutt toppafl um mannvirkin, þegar það er til reiðu, ella verður nýting og arðsemi mannvirkjanna fyrir neðan allar hellur, og meðalaflið 1000 MW á ári næst þá ekki. Með því að í þessari grein verður reiknað með hærra meðalafli út af mannvirkjunum, þ.e. 1000 MW eða 8,8 TWh/ár af orku til sölu inn á flutningskerfi frá Skotlandi til Eng- lands, en í Skýrslunni er ráðgert, þá verður reiknaður flutningskostnaður lægri hér en með forsendum Skýrslunnar. ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.