Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 59

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 59
vera Ijós, svo að útreikningar á orkutöpum geti farið fram af sæmilegri nákvæmni. Kostnaði vegna orkutapa, sem höfundur hefur hér gróflega áætlað 1,0TWh/ár (114 MW að jafnaði), er bætt við rekstrar- kostnað strengsins. Sleppt er orkutöpum frá tengivirki Skotlandsmegin og til Eng- lands. Sú tenging er þó fremur veik, og þarf að leggja mat á getu hennar, stöðug- leika og orkutöp á þeirri leið við þessa aflflutninga, ef áfram verður haldið með þetta verkefni, sem höfundurtelur reyndar hverfandi líkur á, úr því sem komið er. • Rekstrarkostnaður virkjana og flutnings- lína á íslandi vegna strengsins er áætlaður 1,0%/ár af stofnkostnaði þessara mann- virkja, þ.e. 39 MUSD/ár, að meðaltali yfir 40 ára rekstrartímaþil. • Metin ávöxtunarkrafa virkjana og lína fyrir sæstrenginn er 7,0%. Þetta er algert lág- mark, nema í afhendingarskilmálum orku inn á strenginn verði ákvæði um kaup- tryggingu. Stóriðjan hérlendis er skyldug að kaupa 85% umsaminnar heildarorku á hverju ári. Hver þessi kaupskylda Englend- inga verður, fer eftir umsömdu hlutfalli forgangsorku af umsaminni orkuafhend- ingu, hér 8,8 TWh/ár að meðaltali, en að lágmarki ætti kaupskyldan að nema 85% af umsaminni forgangsorkuafhendingu. • Afskriftatími virkjana og lína er hér valinn 40 ár, eins og algengt er með vatnsorku- ver, en þetta er of langur afskriftatími fyrir jarðgufuorkuver og vindorkuver. Langur afskriftatími lækkar lágmarksverð orkunnar. • Með þessu móti fæst árlegur heildar- kostnaður vegna vinnslu og flutnings á íslandi MUSD 332, og til að standa undir honum þarf orkuverð til virkjanaeig- enda, að flutningsverði meðtöldu, að nema að jafnaði 34 USD/MWh. Þennan vinnslu- og flutningskostnað má líta á sem lágmark vegins meðalkostnaðar virkjanakostanna í Rammaáætlun- áfanga 3, þar sem 32% uppsetts afls er í vatnsorkuverum, 61 % í jarðgufuverum og 7% í vindorkulundum. ítilviki orkusölu til stóriðju lenda öll umbreytitöpin á henni, því að sölumæling er við vegg aðveitu- stöðvar iðjuversins. Orkutöp stóriðju eru rúmlega 2% af keyptri orku, en vegna sæstrengs um 10% Nú verða raktar forsendur útreikn- inga höfundar á flutningskostnaði um sæstrengsmannvirkin, þ.e. um sæstrenginn sjálfan og tengivirki hans í sitt hvorum enda, en þar eru m.a. afriðlar til að breyta riðspennu stofnkerfa íslands og Bretlands í jafnspennu fyrir strenginn, og áriðlar til að breyta jafnspennunni í riðspennu áður en orkan er send inn á stofnkerfin. • Reiknað er með að selja inn á brezka stofnkerfið 8,8TWh/ár, og að þá hafi 10% framleiddrar orku tapazt á leiðinni til Skotlandseða tæplega 1,0TWh/árað andvirði 39 MUSD/ár. í tilviki orkusölu til stóriðju lenda öll umbreytitöpin á henni, því að sölumæling er við vegg aðveitu- stöðvar iðjuversins. Orkutöþ stóriðju eru rúmlega 2% af keyptri orku, en vegna sæstrengs um 10% og skiptast sennilega þannig: línutöp frá virkjunum að tengi- virki sæstrengs umfram línutöp til stóriðju vegna mjög mikils afls að einum stað frá dreifðum virkjunum: 0,5%, aflspennatöp í tengivirkjum sæstrengs: 0,5%, afriðlatöp afls inn á strenginn: 1,5%, áriðlatöp afls út af strengnum: 2,5%, strengtöp á 1200 km leið: 5%, alls 10% umfram töp við flutning jafnmikils afls til notanda innanlands. Er verjandi að sóa takmarkaðri auðlind með þessum hætti, rúmlega 100 MW, að þarf- lausu? Þetta jafngildir t.d. orkuþörf rúm- lega 20.000 heimila með rafhitun. Það lætur nærri, að þetta mundi þýða þreföldun allra núverandi orkutapa stofnkerfis landsins. • Annan rekstrarkostnað sæstrengsmann- virkjanna áætlar höfundur 3%/ár af stofnkostnaði eða 168 MUSD/ár. Þessum kostnaði er ætlað að standa undir viðhaldi mannvirkjanna og viðgerðum á þeim ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.