Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 59
vera Ijós, svo að útreikningar á orkutöpum
geti farið fram af sæmilegri nákvæmni.
Kostnaði vegna orkutapa, sem höfundur
hefur hér gróflega áætlað 1,0TWh/ár (114
MW að jafnaði), er bætt við rekstrar-
kostnað strengsins. Sleppt er orkutöpum
frá tengivirki Skotlandsmegin og til Eng-
lands. Sú tenging er þó fremur veik, og
þarf að leggja mat á getu hennar, stöðug-
leika og orkutöp á þeirri leið við þessa
aflflutninga, ef áfram verður haldið með
þetta verkefni, sem höfundurtelur reyndar
hverfandi líkur á, úr því sem komið er.
• Rekstrarkostnaður virkjana og flutnings-
lína á íslandi vegna strengsins er áætlaður
1,0%/ár af stofnkostnaði þessara mann-
virkja, þ.e. 39 MUSD/ár, að meðaltali yfir 40
ára rekstrartímaþil.
• Metin ávöxtunarkrafa virkjana og lína fyrir
sæstrenginn er 7,0%. Þetta er algert lág-
mark, nema í afhendingarskilmálum orku
inn á strenginn verði ákvæði um kaup-
tryggingu. Stóriðjan hérlendis er skyldug
að kaupa 85% umsaminnar heildarorku á
hverju ári. Hver þessi kaupskylda Englend-
inga verður, fer eftir umsömdu hlutfalli
forgangsorku af umsaminni orkuafhend-
ingu, hér 8,8 TWh/ár að meðaltali, en að
lágmarki ætti kaupskyldan að nema 85%
af umsaminni forgangsorkuafhendingu.
• Afskriftatími virkjana og lína er hér valinn
40 ár, eins og algengt er með vatnsorku-
ver, en þetta er of langur afskriftatími fyrir
jarðgufuorkuver og vindorkuver. Langur
afskriftatími lækkar lágmarksverð orkunnar.
• Með þessu móti fæst árlegur heildar-
kostnaður vegna vinnslu og flutnings á
íslandi MUSD 332, og til að standa undir
honum þarf orkuverð til virkjanaeig-
enda, að flutningsverði meðtöldu, að
nema að jafnaði 34 USD/MWh. Þennan
vinnslu- og flutningskostnað má líta á
sem lágmark vegins meðalkostnaðar
virkjanakostanna í Rammaáætlun-
áfanga 3, þar sem 32% uppsetts afls er í
vatnsorkuverum, 61 % í jarðgufuverum
og 7% í vindorkulundum.
ítilviki orkusölu til stóriðju lenda
öll umbreytitöpin á henni, því að
sölumæling er við vegg aðveitu-
stöðvar iðjuversins. Orkutöp stóriðju
eru rúmlega 2% af keyptri orku, en
vegna sæstrengs um 10%
Nú verða raktar forsendur útreikn-
inga höfundar á flutningskostnaði um
sæstrengsmannvirkin, þ.e. um sæstrenginn
sjálfan og tengivirki hans í sitt hvorum
enda, en þar eru m.a. afriðlar til að breyta
riðspennu stofnkerfa íslands og Bretlands í
jafnspennu fyrir strenginn, og áriðlar til að
breyta jafnspennunni í riðspennu áður en
orkan er send inn á stofnkerfin.
• Reiknað er með að selja inn á brezka
stofnkerfið 8,8TWh/ár, og að þá hafi
10% framleiddrar orku tapazt á leiðinni
til Skotlandseða tæplega 1,0TWh/árað
andvirði 39 MUSD/ár. í tilviki orkusölu til
stóriðju lenda öll umbreytitöpin á henni,
því að sölumæling er við vegg aðveitu-
stöðvar iðjuversins. Orkutöþ stóriðju eru
rúmlega 2% af keyptri orku, en vegna
sæstrengs um 10% og skiptast sennilega
þannig: línutöp frá virkjunum að tengi-
virki sæstrengs umfram línutöp til stóriðju
vegna mjög mikils afls að einum stað frá
dreifðum virkjunum: 0,5%, aflspennatöp
í tengivirkjum sæstrengs: 0,5%, afriðlatöp
afls inn á strenginn: 1,5%, áriðlatöp afls út
af strengnum: 2,5%, strengtöp á 1200 km
leið: 5%, alls 10% umfram töp við flutning
jafnmikils afls til notanda innanlands. Er
verjandi að sóa takmarkaðri auðlind með
þessum hætti, rúmlega 100 MW, að þarf-
lausu? Þetta jafngildir t.d. orkuþörf rúm-
lega 20.000 heimila með rafhitun. Það lætur
nærri, að þetta mundi þýða þreföldun allra
núverandi orkutapa stofnkerfis landsins.
• Annan rekstrarkostnað sæstrengsmann-
virkjanna áætlar höfundur 3%/ár af
stofnkostnaði eða 168 MUSD/ár. Þessum
kostnaði er ætlað að standa undir viðhaldi
mannvirkjanna og viðgerðum á þeim
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 57