Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 63
KolamökkuryfirReykjavíkum 1930.
fyrir niðurgreiðslur til vind- og sólarorkuvera,
en eðli sínu samkvæmt geta þau ekki leyst
grunnaflsvinnslu kjarnorkuveranna af hólmi.
Afleiðing róttækrar orkuumbyltingarstefnu
Þýzkalands,„Energiewende", hefurtil skamms
tíma verið aukin hlutdeild kolakyntra raforku-
vera þar í landi. í Evrópu og um víðan heim
er opinn markaður fyrir nýjar og sjálfbærar
aðferðir við vinnslu raforku, og af nokkrum
þunga er unnið að þróun nýrrar tækni,
sem brúað geti bilið yfir í varanlega lausn á
orkumálum heimsins.
Vegna þessa og strangra skuldbindinga
allra ríkisstjórna í Evrópu á Loftslagsráðstefn-
unni í París í desember 2015, sem útheimta í
raun orkubyltingu, eru orkumál Evrópu, eins
og raunar stjórnmálin og sameiginlega myntin,
evran, í uppnámi árið 2016, hundrað árum
eftir mikla bardaga í Frakklandi (orrustan við
Somme) og í Rússlandi um forystuhlutverkið
í Evrópu. Á báðum víglínum gegndi Reichs-
wehr, her Vilhjálms 2., Þýzkalandskeisara,
lykilhlutverki, þar sem þessi afkomandi Prússa-
kónga stefndi á að ýta Vínarkeisara, Rússa-
keisara og ríkisstjórn Frakklands út í horn,
svo að Berlín ásamt Lundúnum yrðu valda-
miðstöðvar Evrópu. Að útvega Þjóðverjum
lífsrými í sólinni (skírskotun til nýlendnanna)
var viðkvæðið þá, en brezka hernum var þá
óvænt beitt í Frakklandi til að stöðva þessi
útþensluáform Prússa. Sagan endurtekur
sig nú að breyttu breytanda (Brexit), þar
sem Englendingar ætla að mynda efnahags-
legt og stjórnmálalegt mótvægi við forystu
Þjóðverja á meginlandinu. Uppnámið í
orkumálum, efnahagsmálum og stjórn-
málum Evrópu hefur ekki náð til íslands, þar
sem góðæri ríkir á sama tíma og stöðnun
ríkir í Evrópu og jafnvel kreppa í Suður-
Evrópu. íslendingar þurfa að vanda sig vel í
þessari flóknu stöðu til að verja hagsmuni
sína, en þeir verða bezt tryggðir með fullveldi
landsins og greiðum viðskiptum við alla, sem
við okkur vilja verzla.
Á íslandi gekk rafvæðing landsins hægt
framan af 20. öldinni, og hún var á seinni
skipunum m.v. önnur Evrópulönd. Þetta á
við um dreifingu orku frá vatnsorkuverum
og síðar jarðgufuverum um sveitir landsins,
þorp og bæi, og húsnæði hérlendis var hitað
með kolum, koxi eða olíu fram yfir miðja 20.
öldina og til sveita víða fram um 1990.TÍI
er Ijósmynd af Reykjavík frá 1930, sem sýnir
kolamökk yfir Reykjavík, en 20 árum síðar
höfðu þar orðið umskipti til hins betra í loft-
gæðum og kostnaði við upphitun húsnæðis
með innleiðingu hitaveitu frá borholum
með upp undir 90°C heitu vatni. Til er og
mynd af stríðsleiðtoganum Winston Churchill
frá sumrinu 1941, þar sem hann kynnir sér
hitaveituframkvæmdir í Reykjavík á leið heim
affundi með Roosevelt, forseta Bandaríkjanna
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 61