Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 65
hráefni álvinnslunnar. Hins vegar stöndum við nú þegar á þröskuldi þess að geta leyst benzín og dísilolíu af hólmi í fólksbílum og á næsta áratugi í sendibílum, langferðabílum, vörubílum og vinnuvélum, hvers konar. Eigi síðar en á árabilinu 2030-2040 mun verða tæknilega kleift og fjárhagslega hag- kvæmt að leysa risavélar skipanna með sína jarðefnaeldsneytisbrennslu af hólmi með öðrum orkugjöfum, sem kalla má sjálfbæra, jafnvel með rafhreyflum og orku úr nýrri gerð rafgeyma. Einnig er hugsanlegt, að sérsniðin þóríum-kjarnorkuver muni knýja skipin og jafnvel vinnuvélar. Er hér komið eðlilegt fram- hald af frumkvæði landsmanna við jarðhita- nýtingu að taka nú frumkvæði á heimsvísu við afnám brennslu jarðefnaeldsneytis. Þann 4. júlí 2016 kynnti þýzki flugvélafram- leiðandinn, Extra Flugzeugbau í Dinslaken, Þýzkalandi, til sögunnareinshreyfils einka- flugvél af gerðinni 330 LE. Hún er eins útlits og hefðbundin 330 Lfrá þessu fyrirtæki, en um borð er hins vegar rafhreyfill frá Siemens, sem aðeins vegur 50 kg og kemur í stað 201 kg, 9.550 cm3, östrokka vélarí330L. Um borð eru einnig tvö rafgeymasett, sem hvort um sig vegur 150 kg. Þegar eldsneytið er vigtað með, er þungi 330 L lítið eitt meiri en 330 LE. Flugþol rafknúnu vélarinnar er á hinn bóginn aðeins 20 mínúturá báðum rafgeymunum eða um 1/10 af 330 L. Verk- fræðingar Siemens upplýsa, að hröð þróun sé nú í rafgeymum, og hjá Siemens hafa verið gerðar áætlanir um að hanna 60-100 sæta tvinnflugvél (knúin rafmagni og eldsneyti) í samvinnu við Airbus fyrir stuttar vegalengdir, sem færi í framleiðslu eigi síðar en 2030. Við getum átt von á hljóðlátum og umhverfis- vænum flugvélum í innanlandsflugi á íslandi að 15 árum liðnum. Enginn veit, hver þróunin verður á elds- neytismarkaðinum né hversu stór íslenzki flugflotinn verður, t.d. um miðja 21. öldina. Til að átta sig á lágmarksgjaldeyrissparnaði við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi má nefna, að árið 2015 fóru ríflega mialSK 80 CIF til kaupa á 732 kt af jarðefnaeldsneyti. Til samanburðar var hallinn á vöruskiptum Við getum átt von á hljóðlátum og umhverfisvænum flugvélum í innan- landsflugi á íslandi að 15 árum liðnum. við útlönd þá um mialSK 30, svo að afnám eldsneytisnotkunar mundi hafa umtalsverða og jákvæða þýðingu fyrir vöruskiptajöfnuð landsins, sem getur ýtt undir gengisstöðug- leika. Það mun þó ekki gerast fyrr en búið er að fjárfesta í virkjunum, sem staðið geta undir raforkuvinnslunni, sem nauðsynleg verður í staðinn fyrir eldsneytisinnflutninginn. í því felst kostnaður á móti, en arðsemi þessa verkefnis er samt há. Hvað þarf að virkja mikið til að anna þessari þörf? Höfundur hefur áætlað orkuþörfina 4,3 TWh/ár með eftirfarandi hætti: • Landfarartæki notuðu 260ktafofan- greindum eldsneytisinnflutningi eða 35% af heild. Hér verður reiknað með 1,0% aukningu mannfjölda á ári, og hann mun þá nema rúmlega 470 þúsund manns árið2050. M.v. 16.000 km/íb akstur á ári, að ferðamönnum meðtöldum, og orkunýtni rafbifreiða þá 0,20 kWh/km (hún er tæplega 0,25 kWh/km árið 2016), mun raforkuþörf landfarartækja nema 1,5 TWh/ár, sem er um 8% af raforkuvinnslu landsins 2016. • Landbúnaðurinn notaði 13 kt af innfluttri olíu eða 2% af heild árið 2015. Reiknað er hér með, að hann haldi hlutdeild sinni af heildarorkunotkun vegna aukinnar fram- leiðslu fyrir innlendan og erlendan markað og vaxandi umsvifa í nýjum nytjagreinum á borð við akuryrkju og skógrækt, en stórefling hennar er æskileg til mótvægis- aðgerða gegn koltvíildislosun flugvéla og stóriðju, ef landið á að verða kolefnishlut- laust árið 2050. Raforkuþörf til að leysa af hólmi olíunotkun landbúnaðar árið 2050 er áætluð 0,1 TWh/ár. • íslenzkfiskiskip notuðu 210 kt af olíu eða 29% af heild 2015. Hægt verður að knýja þau með tilbúnu íslenzku eldsneyti eða beint með rafmagni frá rafgeymum í framtíðinni. Aðrir umhverfisvænir ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.