Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 80
Til að renna stoðum undir fræði sín skrifaði prestastéttin, rabbínarnir, Gamla testamentið á margra alda tímabili. Menning gyðinga væri líklega flestum gleymd öðrum en fræðimönn- um ef ekki væri fyrir nauðsyn þeirra á að varðveita fortíð sína í rituðu máli, einkum vegna þess hve stór hluti sögu þeirra varð til fyrir herleiðingar hinna voldugri nágranna ísraela. Egyptar hnepptu þjóðina í þrældóm löngu fyrir tímatal okkar, og þar á eftir Baby- loníumenn. Og er ófögur lýsingin í Biblíunni á meðferð gyðingana á aröbum sem fyrir voru í Kananslandi sem þeir töldu sig hafa guðlegt fyrirheit um á flóttanum undan Egyptum en nú heitir ísrael. Egyptar, Persar, Grikkir, Rómverjar, hver þessara þjóða um sig lagði land Gyðinga undir sig og fylgdi skattpíning og þrældómur. Rómverjar gengu milli bols og höfuðs á trúariðkendum gyðinga af mikilli grimmd eins og alþekkt er. Litlu eftir Krist var þessi merka þjóð hrakin burt úr landi sínu. Eftir það dreifðist hún um allar jarðir á 2000 ára tímabili. Menning hennar hefur að öllu álitnu tekið á sig mynd flökkumenningar og hefur fyrir það einkenni staðist alla áraun til þessa dags. Á sömu tímamótum í sögu gyðinga varð til snöggsoðin útgáfa af kenn- ingunni um frelsarann sem koma ætti þeim til lausnar í fyllingu tímans. Hinn nýi siður, hinn kristni, fjallar um sonarfórn kristins guðs sem beri með sér slíka lausn. Nokkrum öldum síðar en kristinn siður festi rætur tóku arabar upp eingyði undir áhrifum frá kristn- um fræðum og höfðu þá endurskoðað þau í sína þágu. Arabar eignuðust spámanninn Múhameð og gerðust múslímar um það bil 600 árum eftir að boðskaparins fór fyrst að gæta meðal safnaðar Essena sem segir af í Dauðahafsritunum. Kristnir menn skrifuðu eftirmála við Biblíuna þar sem segir af komu lausnarans. Eftir útlitinu er hinn pólitíski tilgangur hinna kristnu guðspjallamanna að hreinsa hinn gyðinglega Jave af helstu ávirðingum sem hrakningasaga gyðinga í tvær þúsaldir ber með sér og lesa má um í bókum gamla testamentisins. Ólíkt því sem gildir um hinn gyðinglega messías erfrelsari kristinna manna ekki af hinum jarðneska heimi heldur gefur sá kristni á guðlega vísu kristnum mönnum von um upprisu og syndakvittun. Hann er góður. Þar með hefur Jave gengið í endurnýjun lífdaga sinna því messías kristna manna er talinn sonur guðs. Sonarfórnin hefur þó fyrr og síðar gengið illa í menn, einkum þar sem kristnir leggja mikið upp úr því að guð þeirra sé gæskan hrein. Fyrir slíka kirkjupólitík náði kristnin útbreiðslu og því að komast á núverandi þróunarstig sem eingyðistrú. Sviðsetningin er þessi: Jave fórnar syni sínum mönnunum til hjálpræðis og hreinsar með því sjálfan sig af illræði ættarhöfðingjans. Slíkt átti sérfordæmi með mennsku móti í fornöld. Við sérlega erfiðar kringumstæður voru mannfórnir heimilar í ættbálkasamfélögum fornaldar og gat jafnvel borið við að sjálfum ættarhöfðingjanum var gert að fórna syni sínum ættbálknum til heilla. Jafnvel einráðir þjóðhöfðingjar hafa skolfið á beinunum af hræðslu við að þurfa að sýna af sérsvoafbrigðilega hegðun sem kristin kirkjan boðar að sé helsta hjálpræði hinnar nýju guðsmyndar. Ekki einfaldar málið, að hinni kristnu fórnarathöfn fylgir blóðdrykkja og mannát í táknrænum skilningi, svo að fullhreinsað sé. Kristnir játast undir þennan sið og þar með upprisu gyðingatrúarinnar undir merki hinnar nýju siðbótar. Gyðingar sátu uppi með Jave og illskuna samkvæmt siðfræði kristinna manna. En þeir kristnu sálarflækjur sem leiðir af því að aðhyllast eingyði sem aðeins þrífst ofan við ákveðið fagurfræðilegt stig. Dæmi um tvöfeldnina: Gyðingum hafði lærst að höndla með fjármál af ríkari skilningi á mannlegu eðli en svigrúm var fyrir meðal kristinna manna. Þeim kristnu var bannað að lána fé á vöxtum og urðu því að leita til gyðinga um bankalán og ámóta gerninga. Landflótta gyðingum var bannað að eiga fasteignir og lönd og Ijármögnuðu því slíkar framkvæmdir kristinna manna. Gyðingar urðu fyrir það velheppnaðir veðlánarar og fjármálamenn á nútímavísu öldum fyrr en þeir kristnu. Af fjármálaástæðum og öðrum 78 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.