Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 88

Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 88
1. febrúar um veturinn. Ráðherrar bæði Vinstri grænna og Samfylkingar hafi líka verið mjög uppteknir í sínum ráðuneytum og í raun haft lítinn tíma til að standa í viðræðum um stjórnarmyndun eða málefnavinnu, enda fór lítil eiginleg málefnavinna fram þessa vordaga. í fyrstu krafðist flokksforystan þess að allir þingmenn flokksins styddu málið en á þingflokksfundi 30. apríl var gerð sú tilslökun að einstakir þingmenn væru frjálsir skoðana sinna en mættu þó ekki greiða atkvæði gegn tillögunni. Steingrímur og fylgismenn hans bentu á þann möguleika að Samfylkingin gæti myndað stjórn með Framsóknarflokknum og Borgarahreyfingunni og sætu þá VG-liðar eftir með sárt ennið. Þessi rök voru þrásinnis notuð til að knýja fram samþykki við aðil- darumsóknina. Þingdólgar „Og ég hlýt að kalla eftir því að hæstvirturforseti Ijúki sínum þingferli með því að setja þessum dólgum, forystumönnum stjórnar- flokkanna, sem að ekki koma hérfram með eðlilegan...," sagði Árni Páll Árnason, þing- maður og áður formaður Samfylkingarinnar á Alþingi 3. októþer síðastliðinn. Einar K. Guðfinnsson, þingforseti gerði athugasemd við orðalag Árna Páls sem hélt hins vegar áfram: „Virðulegur forseti, það er ekki hægt að kalla menn neitt annað sem ekki virða löggjafarþingið samtals. Menn sem eru búnirað lofa samtali og efna það ekki vikum saman. Það er ekki hægt að nota neitt annað en orð sem íslensk tunga á yfir slíka menn." í frásögn mbl.is segir að þá hafi verið kallað úr þingsal: „Þingdólgar!" Tilefni orða Árna Páls var óánægja með að boðað væri til þingfundar án þess að stjórnarflokkarnir væru búnir að ákveða hvaða mál þeir vilji fá afgreidd fyrir þinglok. Sigurður Sigurðarson ráð- gjafi skrifaði á bloggsíðu sína af þessu tilefni: „Sá sem uppnefnir aðra er rökþrota, kann ekki eðlileg samskipti. Svona talsmáti er í áttina að því ofbeldi sem byggist á leiðindum og einelti. Virðing Alþingis eða þingmanna vex ekki með þessu. Allir hafa kynnstfólki sem ástundar leiðindi og ókurteisi. Maður þekkir þetta úr skólagöngu, á starfsferli eða bara á förnum vegi. Þetta er alltaf leiðindafólk, gerir lífið ömurlegt og truflar sálarlíf annarra. Vel má vera að skipulags- leysi ríki nú á síðustu dögum yfirstandandi þings. Það bætir hins vegar ekki úr skák ef menn missa stjórn á sér og fara að uppnefna fólk úr ræðustól Alþingis. Það verður síst af öllu til þess að traust almennings á þinginu vaxi. Hvað þarf að gerast til að fólk komi fram við hvert annað af ýtrustu kurteisi? Hvað er það sem kallar á ruddaskap? Eru einhverjir á þeirri skoðun að fyrir vikið að skipulag þingsins verði fyrir vikið miklu betra og skilvirkara? Hverju telur Árni Páll Árna- son að hann fái áorkað með því að kalla þingmenn stjórnarflokkanna„dólga"? Auðvitað hefur hann ekki hugsað þessa hugsun til enda. Lætur bara gremju eða reiði ná yfirhöndinni. Orð hans eru skráð og verða ekki tekin aftur. Síst af öllu eru þau honum til sóma jafnvel þó einhverjir samþingmenn hans hrópi upp yfir sig af hrifningu og kæti. Líklega er það bara ég sem hef það á tilfinningunni að orðræðan stjórnarand- stöðunnar líkist æ meir rökleysu og ruddaskap „virkra í athugasemdum" á lélegum fjölmiðlum." 86 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.