Þjóðmál - 01.09.2016, Qupperneq 89
FRELSISVERÐLAUN
Ríkisrekin bókaútgáfa
í ár hlutu Almenna bókafélagið og Sigríður
Á. Andersen alþingismaður Frelsisverðlaun
Sambands ungra sjálfstæðismanna sem
kennd eru við Kjartan Gunnarsson, fyrrum
framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Við
afhendingu verðlaunanna, sem fram fór í
Valhöll, fór Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá
Almenna bókafélaginu, yfir hina umfangs-
miklu útgáfustarfsemi sem ríkið stundar,
annars vegar á námsbókum og hins vegar á
hljóðbókum. í máli hans kom ýmislegt
athyglisvert fram.
Ríkisútgáfa námsbóka
Ríkið er einn stærsti bókaútgefandi landsins.
Fæstir átta sig á því en Ríkisútgáfa náms-
bóka, sem síðar hét Námsgagnastofnun og
nú Menntamálastofnun, einokar alla útgáfu
kennslubóka fyrir grunnskólastigið. Það
fyrirkomulag hefur ríkt um áratugaskeið og
einskorðast við ísland. Alls annars staðar í
Evrópu er það hlutverk einkarekinna bóka-
útgáfa að framleiða bækur fyrir skólana.
Raunar er slík útgáfa hornsteinninn í flestum
bókaútgáfum og getur verið á bilinu 20-30%
af heildarveltu þeirra. Á Norðurlöndum skera
Finnar sig úr, en þar er útgáfa námsbóka
um 30% af heildarveltu útgefenda. Þetta er
umhugsunarefni þegar borinn er saman hinn
framúrskarandi árangurfinnskra skólabarna
í Písa-könnunum og svo hinn slaki árangur
íslenskra skólabarna.
Ríkisútgáfa námsbóka er sú útgáfa hér á landi
sem hefurflesta starfsmenn. Þar starfa fleiri
en hjá Forlaginu sem er stærsta einkarekna
útgáfa landsins. Ekki er hægt að skoða ríkisút-
gáfu námsbóka út frá veltu því að ævafornt
úttektarmiðakerfi ríkir þar, með sovéskum
brag. Skólarnir fá senda miða sem þeir síðar
afhenda stofnuninni í skiptum fyrir bækur.
Frá afhendingu Frelsisverðlaunanna; Jónas Sigurgeirs-
son, útgefandi hjá Almenna bókafélaginu, Laufey Rún
Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra sjáifstæðismanna
og SigriðurÁ. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilja sömu tækifæri
og kollegar í Albaníu
Þetta barst í tal á fundi með menntamála-
ráðherra og að það væri ekki ósanngjöm krafa
að bókaútgefendur hér fengju að sita við
sama borð og starfsbræður þeirra í Albaníu,
Búlgaríu, Ungverjalandi og Rúmeníu. Engin
rök væru fyrir því að ísland eitt landa í Evrópu
væri með ríkiseinokun í skólabókaútgáfu.
Nákvæmlega engin.
Útgáfa námsbóka fyrirframhaldsskóla
hangir vitaskuld í beinu samhengi við útgáfu
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 87