Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Annecy&Tossa deMar sp ör eh f. Haust 11 Dásamleg ferð um frönsku Alpana, Katalóníu á Spáni og Provence hérað í Suður-Frakklandi. Farið verður í ævintýralegar ferðir þar sem við m.a. siglum á hinu heillandi Annecy vatni, njótum lífsins í huggulega strandbænum Tossa de Mar, heimsækjum glæsilegu heimsborgina Barcelona, siglum til Lloret de Mar við Costa Brava ströndina og skoðum gömlu rómversku borgina Orange í Frakklandi. 20. - 31. október Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 269.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Öllum takmörkunum vegna kórónu- veirufaraldursins var aflétt innan- lands í dag. Ríkisstjórnin greindi frá ákvörðun um það á blaðamanna- fundi í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan faraldurinn hófst í mars 2020 að engar takmarkanir eru í gildi hans vegna hér innanlands. Áfram verða viðhafðar ráðstafanir á landa- mærunum fram eftir sumri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra tilkynntu um afléttingarnar. Katrín þakkaði þjóðinni og sagði: „Staðan hér á Íslandi er með besta móti í alþjóðlegu samhengi.“ Svandís sagði að Ísland væri fyrst Norðurlandanna til þess að aflétta takmörkunum innanlands og jafnvel fyrsta ríki Evrópu til að gera svo. „Njótið sumarsins og takk fyrir þessa sameiginlegu baráttu,“ sagði Svandís. Glatt var yfir ráðherrunum öllum: „Til hamingju með daginn,“ sagði Áslaug Arna í ávarpi sínu. Grímuskylda, nándarreglan og fjöldatakmarkanir heyra nú sögunni til. Engar takmarkanir verða lengur í gildi um líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, verslanir, veitingastaði, skemmistaði og krár. Breyttar sótt- varnareglur á landamærunum taka gildi 1. júlí og gilda til 15. ágúst. Sýnatöku verður hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og/eða Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa viðurkennt, eða um fyrri sýkingu. Sýnatöku verður hætt hjá börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Í til- vikum þeirra sem ekki geta fram- vísað gildum vottorðum um bólu- setningu eða fyrri Covid-19-sýkingu þarf áfram að framvísa neikvæðu PCR-prófi á landamærunum, þeir þurfa að undirgangast skimun við komu og dvelja í fimm daga sóttkví fyrir seinni skimun. Eftir fundinn kvaðst Katrín vera þakklát og stolt að tilheyra sam- félagi sem hefur bæði tekist svo vel á við ráðstafanir vegna sóttvarna en líka tekið svo mikinn þátt í bólu- setningu sem veldur því að Ísland sé að ná einum besta árangri í heim- inum. Katrín sagðist hafa fundið fyrir öfund frá öðrum forsætisráðherrum fyrir traust þjóðarinnar og vilja til að taka þátt í aðgerðum og bólu- setningum. 100 67 33 0 1.000 100 10 1 Fjöldi daglegra smita Fjöldi staðfestra smita, sjö daga meðaltal Almennar fjöldatakmarkanir500 100100 200 50 50 20 20 20 20 50 150 300 10 10 16. mars 2020 100 manna sam- komubann sett á 24. mars Samkomubann hert í 20 manns 4. maí Samkomubann rýmkað í 50 manns 25. maí Samkomubann rýmkað í 200 manns 15. júní Samkomubann rýmkað í 500 manns 30. júlí Samkomubann hert í 100 manns 31. október Samkomubann hert í 10 manns 13. janúar 2021 Samkomubann rýmkað í 20 manns 24. febrúar Samkomubann rýmkað í 50 manns 25. mars Samkomubann hert í 10 manns 15. apríl 20 manna samkomubann 10. maí Samkomubann rýmkað í 50 manns 25. maí 150 manns mega koma saman 15. júní Samkomubann rýmkað í 300 manns 26. júní Samkomu- banni aflétt 5. október 20 manna samkomubann Fjöldi smita og fjöldatakmarkanir Fj öl di sm it a fj öl da ta km ar ka ni r Heimild: Covid.is og Stjórnarráðið febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars apríl maí júní Takmörkunum aflétt innanlands - Ráðstafanir viðhafðar á landamærunum fram eftir sumri - Staðan hér er með besta móti í alþjóðlegu samhengi - Ísland varð fyrst Norðurlandanna til að aflétta takmörkunum innanlands Morgunblaðið/Eggert Gleði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði þjóðinni á blaðamannafundinum í gær. Þar var létt yfir öllum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í sveit- um og strjálbýli landsins er frekar eða mjög ánægður með búsetu sína og ætlar sér ekki að flytja þaðan á næstu árum, ef marka má nið- urstöður rannsóknar á vegum Byggðastofnunar á búsetuáformum landsmanna. Fram kemur að bændur eru ólíklegri en þeir sem ekki eru bændur til þess að áforma flutninga úr sveitinni og rúmlega þriðjungur bænda reiknar með því að afkom- endur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap. Niðurstöðurnar eru birtar í skýrslu á vef Byggðastofnunar en rannsóknin var unnin í samstarfi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Um er að ræða niðurstöður annars áfanga viða- mikils verkefnis sem leitt er af Þór- oddi Bjarnasyni, prófessor við Há- skólann á Akureyri. „Yfirgnæfandi meirihluti svarenda segir að náttúran og samfélagið í sveitinni skipti sig persónulega miklu eða talsverðu máli. Þá skiptir húsið sem fólk býr í einnig máli. Fyrir áframhaldandi búsetu skipta hreint loft, kyrrð og ró og lítil umferð miklu máli. Þessir þættir skipta mun fleiri miklu máli en nálægð við ættingja eða vini, foreldra eða tengdaforeldra,“ segir í umfjöllun um niðurstöðurnar. Má sjá af svörunum að hreint loft vegur þyngst þegar spurt var hvaða þættir skiptu máli fyrir áframhald- andi búsetu í sveitinni eða strjálbýlinu og kyrrð og ró er næst í röðinni. 45% segja atvinnu skipta miklu máli um þetta, 40% að jörðin fari ekki í eyði. 60% segja fjárhagsstöðu góða Fram kemur að langflestir telji fjárhagsstöðu sína góða, eða tæplega 60%, en um 9% telja hana vera slæma. Í skýrslunni segir að nið- urstöður bendi til samhengis milli þess að telja fjárhagsstöðu heimilisins slæma og að sjá frekar fyrir sér að flytja fyrir fullt og allt í framtíðinni. „Þá er áhugavert að þeir sem telja fjárhagsstöðu heimilisins góða eru þó líklegri til að flytja úr sveitinni en þeir sem telja stöðuna hvorki slæma né góða,“ segir í skýrslunni. Óþægindi við vetrarakstur Íbúar á Vestfjörðum skáru sig nokkuð úr hvað varðar upplifun óþæginda við akstur að vetrarlagi og munur er á viðhorfi til flutninga eftir aldri en yngsti hópurinn er líkleg- astur til að flytja á næstu árum. „Rúmlega fjórðungur svarenda á aldrinum 61-70 ára telja frekar eða mjög líklegt að þeir flytji úr sveitinni í framtíðinni,“ segir þar einnig. Enn fremur má sjá að mikill meiri- hluti telur litlar líkur á flutningum úr sveitinni í nánustu framtíð og reikna flestir með því að flytja innan sama landshluta og næstflestir reikna með að flytja á höfuðborgarsvæðið. Flestir ánægðir í sveitinni - Hreint loft, kyrrð og ró ráða mestu um áframhaldandi búsetu í sveit eða strjálbýli skv. rannsókn á búsetuáformum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sláttur Flestir íbúar í sveitum og strjálbýli hyggja á áframhaldandi búsetu þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.