Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 3ja herbergja íbúð á annari hæð í húsi fyrir eldri borgara í Njarðvík Reykjanesbæ, í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla. Töluvert endurnýjuð eign á eftirsóttum stað. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 37.500.000 Birt stærð eignar er 81,8 m2 L enka Ptacnikova varð Ís- landsmeistari kvenna í þrettánda skipti sl. fimmtudag er hún vann Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur í tveggja skáka aukakeppni þeirra um titilinn, 1½ : ½ . Skákirnar voru tefldar með styttri umhugs- unartíma eða 25 10. Þær urðu jafn- ar í efsta sæti á Íslandsmóti kvenna á dögunum, gerðu þá jafn- tefli í innbyrðis viðureign, en unnu allar aðrar skákir. Jóhanna, sem hefur margsinnis velgt Lenku und- ir uggum undanfarið, og er án efa sú íslensk skákkona sem tekið hef- ur mestum framförum undanfarið, náði sér ekki á strik í aukaeinvíg- inu. Lenka fékk yfirburðastöðu eft- ir byrjunina í báðum skákunum en tókst ekki að nýta sér færin og Jó- hanna að snúa taflinu við. Hún gat fengið jafntefli en vildi meira og féll að lokum á tíma með tapað tafl. Í seinni skákinni varð Jóhanna að vinna til að geta haldið barátt- unni áfram en tapaði snemma peði og átti aldrei möguleika á sigri og Lenka var allan tímann nær sigri en sættist á skiptan hlut. Wesley So sigursæll Filippseyingurinn Wesley So, nú búsettur í Bandaríkjunum, vann glæsilegan sigur á Paris Ra- pid&blitz-mótinu sem lauk á þriðjudaginn en mótið var hluti af Grand Chess tour-mótasyrpunni. Fyrirkomulag Parísarmótsins var gamalkunnugt, einföld umferð at- skáka þar sem hver vinningur gaf tvö stig og síðan tvöföld umferð, hraðskák þar sem hver vinningur gaf eitt stig. Keppendur voru 10 talsins þannig að tefldar voru 27 umferðir. So varð efstur bæði í hraðskákinni og atskákinni en þess má geta að þeir Bacrot og Kram- nik skiptu með sér taflmennsku í atskák og hraðskák. Lokanið- urstaðan: 1. So 24½ v. 2. Nepomni- achtchi 21½ v. 3. – 4. Vachier Lag- rave og Firouzja 18 v. 5. – 6. Aronjan og Rapport 17½ v. 7. – 8. Caruana og Svidler 17 v. 9. Bacrot/ Kramnik 15 v. 10. Radjabov 14 v. Lítum á snaggaralegan sigur So frá atskákhluta mótsins yfir fremsta skákmanni Frakka. Sá teflir Grünfelds-vörn við öll tæki- færi: Wesley So – Vachier Lagrave Grünfelds-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. h3 Sjaldséður leikur. 8. Hb1 og 8. Be3 eru algengustu leikirnir í stöð- unni. 8. … O-O 9. Be2 Rc6 10. Be3 cxd4 11. cxd4 f5 12. Bc4+ Kh8 13. O-O!? Reynir ekki að hindra framrás f- peðsins. Yfirráðin yfir opnu lín- unum tryggja alltaf ákveðið jafn- vægi. 13. … f4 14. Bd2 Rxd4 15. Bc3 Rxf3+ 16. Dxf3 Bd7 17. Hfd1 Dc7 18. Hac1 Had8 19. Bb4 Bc6 20. Bd5 De5 21. Hc5 Bxd5 22. exd5 Hd7 Gefur kost á snarpri atlögu. „Vél- arnar“ mæla með 23. … Df6. 23. d6! De6 24. dxe7 Hxd1+ 25. Dxd1 Dxe7 26. Hc4?! Eilítið ónákvæmur leikur sem vinnur þó strax. Hér var best að leika 26. Hb5 og seilast eftir b- peðinu., t.d. 26. … Hd8 27. Df3 o.s.frv. Nú getur svartur haldið jafnvægi með 26. … Df7! en taldi sig hafa fundið betri leik. 26. … Hd8? 27. Hc8! - Snaggaralegur leikur sem gerir út um taflið þegar í stað. Vachier- Lagrave gafst upp. Hjörvar teflir við Stupak í 1. umferð FIDE hefur birt pörun í 1. um- ferð heimsbikarmótsins í Sotsjí sem hefst 12. júlí nk. Hjörvar Steinn Grétarsson tekur þátt í mótinu sem núverandi Íslandsmeistari og hann mætir Hvít-Rússanum Kirill Stu- pak í fyrstu umferð. Lenka Íslands- meistari í 13. sinn Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Helgi Ólafsson Íslandsmeistari Lenka t.v. og Jóhanna við taflið sl. fimmtudag. Snorri Gunnarsson fæddist 26. júní 1907 á Egilsstöðum í Fljótsdal og var elstur fjórtán barna bændahjónanna Gunnars Sigurðssonar og Bergljótar Stefánsdóttur. Níu af systkinum Snorra ílengdust á æskuheimilinu og stofnuðu ekki fjölskyldur. Snorri þótti sérstakur í útliti með sitt mikla skegg og augnaráð sem virtist sjá í gegnum holt og hæðir, enda var talað um í sveitinni að hann væri skyggn þótt ekki flíkaði hann þeirri gáfu. Hann var einstaklega listrænn og mikill hagleiks- smiður. Hann gerði við fjöldamörg hús, mest í Efri-Dal og Fljótsdal. Síðan smíð- aði hann marga hagleiksgripi eins og stórar stofuklukkur og verkfæri og þótti handbragðið með eindæmum listrænt. Ekki var Snorri síður flinkur við sauma- vélina og saumaði jafnt á karla sem kon- ur. Í minningargrein Jóns Hnefils Að- alsteinssonar um Snorra í Morgunblaðinu segir að bændur héraðs- ins voru „eins og höfðingjar í klæð- skerasaumuðum fötum“ og hann bætir við að enn „rómaðri var þó skerfur hans til kvenbúninga, því að hann saumaði upphluti á mikinn fjölda kvenna úti um allt Hérað.“ Þá er ótalin hæfni Snorra í vélaviðgerðum en hann gerði m.a. upp klukkur og saumavélar fyrir sveitunga sína. Snorri bjó lengst af á Eiríksstöðum í Jökuldal og á Vaðbrekku í Hrafnkels- dal, en síðustu árin bjó hann á æsku- heimilinu á Egilsstöðum. Snorri Gunnarsson lést 12. mars 1989. Merkir Íslendingar Snorri Gunnarsson 26. júní er al- þjóðadagur Sam- einuðu þjóðanna til að vekja athygli á ýmsu er varðar misnotkun og sölu fíkniefna. Á árinu 2019 kom út bæklingur UNAIDS sem kall- ast: Heilsa, rétt- indi og fíkniefni – skaðaminnkun, afglæpavæðing og að fólki sem notar vímuefni sé ekki mismunað (Health, rights and drugs. Harm reduc- tion, decriminalization and zero discrimination for people who use drugs). Barist er á mörgum víg- stöðvum gegn fíkniefnum, fram- leiðslu þeirra, markaðssetningu, dreifingu og sölu en í bækl- ingnum kemur fram að fólk með vímuefnasjúkdóma hljóti mest- an skaða af baráttunni gegn fíkniefnum. Einnig að fólk með vímuefna- sjúkdóma fái iðulega ekki sömu heilbrigðisþjónustu og aðrir, sé jaðarsett, allt sett undir einn hatt sem glæpamenn, fangelsað, troðið á mannréttindum þess og í sumum ríkjum jafnvel tekið af lífi. Misnotkun fíkniefna getur leitt til heilsukvilla og út- breiðslu sjúkdóma sem vel eru læknanlegir eða hægt að halda í skefjum ef góð heilsugæsla er í boði. Grasrótarsamtök sem tala fyrir skaðaminnkunarúrræðum, afglæpavæðingu neysluskammta og virðingu fyrir mannrétt- indum fólks með vímuefna- sjúkdóma hafi sýnt fram á að það eru aðferðir sem skila ár- angri. Fólk úr öllum stéttum þjóð- félagsins misnotar fíkniefni. Það er því ekki síður í þágu lýðheilsu að fólk með vímu- efnasjúkdóma sé ekki jaðarsett eða þvingað til að fara í felur með sitt vandamál. Vandamál tengd vímuefnum varða ekki eingöngu þann sem misnot- ar þau heldur einnig aðstand- endur, börn, systkini, foreldra og vini. Því viljum við aðstandendur aðila með langtíma vímuefna- sjúkdóma, fíkn- og geðvanda- mál (AX) vekja athygli á þess- um degi, hvetja til gagnrýninnar umræðu og fagna því að í maí sl. ákvað heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að ráðist yrði í heildarúttekt á þjónustuferlum, hugmyndafræði, innihaldi og gæðum heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefna- sjúkdóma. Jafnframt því að skoðaðir verði möguleikar á frekari samhæfingu heilbrigð- isþjónustu og félagslegrar þjónustu, einkum með tilliti til endurhæfingar, búsetuúrræða og stuðningsmeðferðar fyrir einstaklinga í bataferli. Þessi vinna verður í þágu okkar allra. Alþjóðadagur gegn misnotkun og sölu fíkniefna Eftir Björgu Sveinsdóttur Björg Sveinsdóttir » Það er því ekki síð- ur í þágu lýðheilsu að fólk með vímuefna- sjúkdóma sé ekki jaðarsett eða þvingað til að fara í felur með sitt vandamál. Höfundur er fulltrúi AX. ax_teymi@yahoo.com Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.