Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sextán liða úrslitin á EM í knatt-
spyrnu hefjast í dag. Mótið hefur ver-
ið bráðskemmtilegt það sem af er.
Fátt hefur þó komið á óvart, öll liðin
sem búast mátti við að færu áfram
gerðu það og Ronaldo er enn lang-
bestur. Ekki verður með góðu móti
séð að óþekktir leikmenn hafi slegið í
gegn til þessa nema ef vera skyldi í
myndverinu hjá Stöð 2 Sport. Þar
steig fram fullskapaður sérfræðingur
af yngri kynslóðinni sem vakið hefur
verðskuldaða athygli. Arnar Sveinn
Geirsson spilaði í stöðu hægri bak-
varðar hjá Fylki í fyrrasumar en
greinir nú leiki á stóra sviðinu. Og
það er eins og hann hafi aldrei gert
neitt annað.
„Já, þetta gerðist allt með frekar
stuttum fyrirvara. Ég fékk símtal frá
Sýn þar sem ég var spurður hvort ég
hafi eitthvað hugsað út í það að vinna
í sjónvarpi. Ég fékk sólarhring til að
hugsa málið og þá hringdi ég í pabba
sem hafði verið í þessu hlutverki á
stórmótum í handbolta í gamla daga.
Hann hvatti mig eindregið til að gera
þetta og sagði að ég myndi fljótt finna
hvort þetta ætti við mig. Þegar ég
vaknaði morguninn eftir fann ég að
ég var klár í slaginn. Þá voru kannski
fimm dagar í fyrsta leik Englands
þegar ég var farinn að segja bestu
leikmönnum heims til syndanna,“
segir Arnar í léttum dúr.
Óhræddur að segja skoðun sína
Til að setja hlutina í samhengi er
rétt að geta þess að Arnar er sonur
Geirs Sveinssonar, fyrrverandi lands-
liðsfyrirliða í handbolta og núverandi
þjálfara. Arnar á að baki 191 leik í
meistaraflokki í fótbolta og hefur
fagnað Íslandsmeistaratitlum með
Val. Meiðsli hafa sett strik í reikning-
inn á síðustu árum og því spilar Arn-
ar ekki í ár. Það opnaði hins vegar ný
tækifæri fyrir hann. Þau byrjuðu með
gestakomum í hið vinsæla hlaðvarp
Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football,
í vetur. Þar fór Arnar frekar rólega af
stað og talaði á diplómatískum nót-
um. Svo var eins og eitthvað gerðist
og hann virtist öðlast þor til að tala
hreint út og gagnrýna íslenska leik-
menn og þjálfara. Arnar var nýkom-
inn úr klefanum, eins og það er kall-
að, og því var hans sjónarhorn ögn
ferskara en fólk hefur kannski átt að
venjast.
Arnar viðurkennir að það hafi verið
meðvituð ákvörðun að setja mark sitt
á umræðuna, að þora að segja skoðun
sína umbúðalaust. „Maður á góða að
og fékk leiðsögn, en þetta snerist líka
um að finna taktinn, að þreifa fyrir
sér í nýju umhverfi. Það er fín lína á
milli þess að vera of neikvæður og
jafnvel ósanngjarn eða vera upp-
byggilegur og gagnrýna á sann-
gjarnan hátt. Með hverju skiptinu
kemur meira sjálfstraust, maður efl-
ist í því sem maður er að gera.“
Hann segir að viðbrögð við gagn-
rýni hans meðal íslenskra fótbolta-
manna hafi að mestu verið góð. Hann
reyni enda að gagnrýna á faglegan
hátt. „Ég þekki það sem leikmaður að
það er erfitt að ætla að vera reiður
eða fúll yfir þannig gagnrýni. Svo er
auðvitað öllum frjálst að vera sam-
mála eða ósammála.“
Arnari hefur ekki reynst erfitt að
taka skrefið frá því að fjalla um ís-
lenskan fótbolta og yfir á EM. Hann
segir að þetta séu í grunninn engin
vísindi. „Góður vinur minn, Birkir
Már Sævarsson, hefur oft sagt að fót-
bolti sé bara fótbolti, ellefu á móti ell-
efu og mörkin alltaf jafn stór. Það er
maður sem hefur mætt bæði Ronaldo
og Messi svo það er erfitt að and-
mæla þessu.“
Alltaf pælt í taktíkinni
Ekki er þó öllum gefið að greina
leikinn. Arnar játar því að leikmenn
séu mismunandi, sumir pæli mikið í
taktík á meðan aðrir hugsi ekki um
fótbolta utan vallar. „Mér hefur alltaf
fundist gaman að spá í það sem gerist
á vellinum og af hverju það gerist. Að
einhverju leyti þurfti ég að bæta upp
það sem mig skorti sem leikmaður
með því að skilja taktíkina betur en
næsti maður. Ég var langt í frá sá
hæfileikaríkasti en ég fór langt á því
að ég skildi leikinn vel.“
Hann segist hafa mjög gaman af
því að vinna við að greina leikina á
EM og getur vel hugsað sér að gera
meira af því í framtíðinni. „Fyrst og
fremst ætla ég að njóta þess að vinna
við þetta núna með skemmtilegu
fólki. Ég hefði hvort sem er horft á
flesta leikina sjálfur heima. En ég
væri að ljúga ef ég segði ekki að mér
þætti þetta mjög skemmtilegt og ég
hefði áhuga á að gera þetta aftur.“
Sérfræðingurinn er að lokum
spurður hvaða land muni vinna EM.
„Það verður annaðhvort Þýskaland
eða Belgía. Ég held að Belgía taki
þetta.“
Morgunblaðið/Eggert
Sérfræðingur Arnar Sveinn Geirsson greinir leikina á EM á Stöð 2 Sport.
Fékk óvænt að segja
þeim bestu til syndanna
- Arnar Sveinn hefur vakið athygli sem sérfræðingur á EM
það er, þetta hefur verið hálfgert
hörmungarhark hingað til,“ skrifaði
Jóhann en minna má á að gríðargóð
veiði var í Eystri-Rangá í fyrra.
Hann bætir við: „Hólsáin sem var
búin að gefa hátt í 40 laxa um þetta
leyti í fyrra er núna í tveimur löxum,
Eystri Rangá er að gefa þetta frá
0-3 löxum á dag en oftar nær fyrri
tölunni. Ytri Rangá hefur þegar
þetta er skrifað ekki enn gefið lax!
Og það eru ekki bara árnar í
Rangárþingi sem eru seinar til leiks
heldur má yfirfæra þessa óáran og
aflatregðu á allt landið nema bless-
aðan Urriðafossinn sem virðist lúta
öðrum lögmálum. En hvað veldur?
Hefur laxaguðinn yfirgefið oss?
Líklega og mikið rosalega vonandi
ekki. Þetta vor er búið að vera
óvenjukalt og sumarið í framhaldi af
því. Allar líkur eru á að laxinn sé
hreinlega sirka tveimur þremur vik-
um of seinn í partíið þetta sumarið.
Nú er spáð hlýnandi veðri og svo er
sjálfur Jónsmessustraumurinn nú í
vikunni, þetta hlýtur að koma þá!
Við gefumst alltént ekki upp þó
hægt fari af stað heldur horfum
fram á við með bjartari tíð í vændum
og árnar bláar af laxi.“
Tveggja ára laxar afar vænir
Blaðamaður var við Ytri-Rangá í
fyrradag og þá hafði fyrsti laxinn
komið á land daginn áður, banda-
rískur veiðimaður landaði þá smá-
laxi fyrir neðan Ægissíðufoss. Sami
veiðimaður sagði blaðamanni frá
glímu sinni við stórlax sama dag en
sá slapp að lokum. Lax var greini-
lega tekinn að ganga í ánni og var
tekinn að sjást hér og þar en það var
dræm taka, einn kom á land þann
daginn, líka fyrir neðan foss.
Blaðamaður var líka við Kjarrá í
vikunni, í norðangarra og kulda, og
eins og búast mátti við þá var lítið af
stórlaxi í ánni eftir lélegt smálaxa-
sumarið í fyrra. En þeir tveggja ára
fiskar sem þó veiddust þóttu óvenju-
lega vænir og vel haldnir. Níu veidd-
ust í hollinu og þar af tveir smálaxar,
sem voru einnig sérlega myndar-
legir. Síðustu vaktirnar var farið að
bera meira á smálaxi á ferð upp á og
var þar vestur undir Tvídægru beðið
fyrir góðum Jónsmessugöngum.
Í hinum vikulegu veiðitölum
Landssambands veiðifélaga má sjá
að á miðvikudag hafði 331 lax veiðst í
mánuðinum við Urriðafoss í Þjórsá
en veitt er á fjórar stangir. Í Þverá
og Kjarrá höfðu 72 verið færðir til
bókar, 65 í Norðurá og 47 í Miðfjarð-
ará. Blaðamaður kom einnig við við
Haffjarðará í vikunni og þar höfðu
þá 30 laxar verið færðir til bókar á
fimm dögum. Og áin sú virðist oft
lúta öðrum lögmálum því þar voru
þegar fínar göngur og lax víða að sjá
– og var líka nokkuð tökuglaður.
Mætir laxinn bara of seint í partíið?
- Laxveiðin fer víðast hvar afar rólega af stað - Framkvæmdastjóri Kolskeggs veltir fyrir sér hvort
veiðiguðinn hafi yfirgefið veiðimenn - Á bökkunum ganga sögur um laxa sem sjást en fáir að nást
Morgunblaðið/Einar Falur
Í Kjarrá Þorsteinn J. glímir við lax í hinum ægifagra veiðistað Eyjólfsflúð.
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Óhætt er að segja að laxinn hafi
undanfarið látið bíða eftir sér og
beðið með að ganga í árnar, svo víða
er áhyggjusvipur farinn að sjást á
leigutökum og staðarhöldurum. Hef-
ur byrjun laxveiðisumarsins því ver-
ið nokkuð daufleg í flestum ám. Eftir
að stórir straumar fyrr í mánuðinum
skiluðu fáum löxum í árnar hefur
verið horft stíft til Jónsmessu-
straumsins, sem var í gær, og hverju
hann skili en með honum hefur oft
mátt ganga að vænum smálaxa-
göngum.
Í þessu sambandi hefur vakið at-
hygli pistill sem Jóhann Davíð
Snorrason, framkvæmdastjóri Kol-
skeggs, skrifaði, en félagið rekur
Eystri-Rangá, Hólsá, Þverá og Af-
fallið. Jóhann orðar þar það sem
margir í veiðibransanum hafa verið
að hugsa en hann spyr hvort veiði-
guðinn hafi yfirgefið veiðimenn. „Við
verðum bara að segja það eins og
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Starfsemi Vöku við Héðinsgötu 2 í
Laugarneshverfi í Reykjavík sam-
ræmist hvorki landnotkun svæðisins
samkvæmt skipulagsreglugerð né
skipulagsskilmálum, hvort sem litið
er til Aðalskipulags Reykjavíkur
2010-2030 eða gildandi deiliskipu-
lags. Af þeim sökum er tímabundið
starfsleyfi Vöku sem Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur (HER) veitti í febr-
úar fellt úr gildi. Þetta kemur fram í
úrskurði Úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála sem féll í
gær.
Morgunblaðið hefur fjallað ítar-
lega um starfsemi Vöku en starfsemi
fyrirtækisins var flutt að Héðinsgötu
í byrjun árs 2020. Nágrannar kvört-
uðu undan hávaða og mengun frá
fyrirtækinu og það starfaði án leyfis í
rúmt ár. Einn nágranna Vöku kærði
ákvörðun HER um að veita tíma-
bundið starfsleyfi.
Í úrskurði nefndarinnar eru
vinnubrögð HER átalin. Vakin er at-
hygli á því að ekki hafi farið fram
mat á því hvort starfsemi Vöku falli
undir skilgreiningu á léttum iðnaði
en eftirlitið gat þess að ekki væri
ljóst hvað fælist í hugtakinu.
Í úrskurðinum segir að starfsemi
Vöku; móttaka og úrvinnsla úr sér
genginna bíla og meðferð spilliefna,
hafi í för með sér mengunarhættu og
geti ekki talist léttur iðnaður í skiln-
ingi gildandi aðalskipulags. Segir
enn fremur að í deiliskipulagi sé gert
ráð fyrir umbúðaframleiðslu, vöru-
geymslum og þjónustu á lóð Vöku.
Fella úr gildi
starfsleyfi Vöku
- Starfsemin er ekki „léttur iðnaður“
Morgunblaðið/Eggert
Vaka Umdeildri starfsemi úthýst.