Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Hann bugaði kraft minn á miðri ævi,
fækkaði ævidögum mínum.
Sannarlega var mér ekki
ókunnugt um að séra Egill var
farinn að hugsa til starfsloka
sinna eftir langa og dygga þjón-
ustu, fyrst í Skagastrandar-
prestakalli frá vígsludegi sínum
12. maí 1991 og síðan í Skálholts-
prestakalli frá 1. janúar 1998,
sem aukið var um Mosfells-
prestakall og Þingvallaprestakall
rúmum áratug síðar. Hið nýja
Skálholtsprestakall geymir því
þær þrjár perlur Árnesþings,
Skálholt, Þingvöll, Haukadal,
eins og tilgreint er í samnefndu
kvæði. Séra Egill naut þess að
þjóna þessum vettvangi og
byggði á og bjó að þeim grunni
sem í nöfnum þessum felst.
Þegar séra Egill kom til starfa
á Skagaströnd mynduðust tengsl
milli okkar vegna þess að ég var
þá formaður Prestafélags Hóla-
stiftis hins forna. Það var þó ekki
fyrr en við hófum samstarf í Skál-
holti í ársbyrjun 1998 sem við fór-
um að hittast daglega við bæna-
hald kvölds og morgna. Það var
gott að hverfa síðar að því sam-
starfi og eiga þar óslitin sjö ár.
Séra Egill stóð traustum fótum í
hinni kirkjulegu hefð og fylgdi
þeirri braut sem forveri hans
hafði mótað og lagður var grunn-
ur að strax við vígslu Skálholts-
dómkirkju 1963. Það var ómet-
anlegt að eiga séra Egil að sem
nánasta samstarfsmann í boðun
og helgihaldi í Skálholti þjón-
ustutíma minn þar 2011-2018.
Hann var sannarlega á heima-
velli í helgihaldi kirkjunnar, fum-
laus, öruggur og einlægur. Pre-
dikun sína og sérhverja
útleggingu Guðs orðs vandaði
hann vel og villtist ekki út af veg-
um kristinnar trúar og játningar.
Samtöl okkar í kirkjunni þegar
messu lauk um trúarefni eru mér
dýrmætur fjársjóður. Við vorum
mjög sama sinnis um flest þau
málefni sem vörðuðu trúariðkun,
trúfræðslu og helgihald nema
helst lengd predikana. Það var
gott að ræða öll mál við séra Egil
og einnig það efni því hann var
hreinskiptinn að eðlisfari og duldi
ekki skoðanir sínar. Það er mikið
þakkarefni að mega hvíla í þeirri
minningu að aldrei urðum við
sundurorða öll þessi ár sem við
störfuðum saman. Ef okkur hafði
láðst að ákveða fyrirfram hver
ætlaði að gera hvað í einhverjum
þætti helgihaldsins þá nægði
augnatillit. Ég kveð vin minn og
kollega í djúpri og einlægri þökk
fyrir samstarfið og vináttuna og
bið Guð að styrkja fjölskyldu
hans í sorginni. Ritað er: (Opb.
3.20)
Ég stend við dyrnar og kný á. Ef ein-
hver heyrir raust mína og lýkur upp
dyrunum mun ég fara inn til hans og
neyta kvöldverðar með honum og hann
með mér.
Kristján Valur Ingólfsson.
Eitt af allra síðustu verkum sr.
Egils Hallgrímssonar var að
framkvæma og helga brúðkaup
verðandi hjóna í Haukadals-
kirkju. Það var geysilega falleg
athöfn er sóknarpresturinn
framkvæmdi af mikilli
alúð eins og öll sín verk er
hann veitti og þjónaði í öllum sín-
um fjölmörgu söfnuðum.
Kirkjugesti óraði ekki fyrir að
hinn ungi og dugmikli kirkjunnar
þjónn væri þar að framkvæma
sína síðustu athöfn hér á jörð.
Hann gat þess jafnan í upphafi
máls síns, með lotningu, að af
þessu ævaforna Guðs húsi stafaði
mikil helgi enda sagan meir en
þúsund ára gömul af þeim sögu-
fræga stað.
Sr. Egill hefur nú skyndilega
verið burt kallaður eftir rétt rúm-
lega 23 ára þjónustu við söfnuði
sína. Allt frá upphafi starfans
hefur öll hans þjónusta við söfn-
uðinn okkar borið með sér vel-
vilja, einlægni og góðvild.
Snemma komu í ljós einstakir
eiginleikar hans við að ná til
barna og starfa með þeim. Safn-
aðarstarf með þátttöku þeirra
kallaði jafnan fram í honum það
allra besta er mönnum getur ver-
ið gefið.
Með þeim eiginleikum sínum
bjó hann mörgu ungmenninu
góðan stað er gjarnan báru með
sér þakklæti þeirra er nutu, og
áttu í honum vináttu og báru trú-
ar nesti fram á veg.
Í upphafi hafði Skálholts-
prestakall á að skipa fjórum söfn-
uðum og jafn mörgum kirkjum er
Egill hafði til sinnar sáluhirðar.
Hin síðari ár var einnig bætt við
hann fullri þjónustu við söfnuði í
öðrum nærliggjandi sveitum.
Duldist vart þeim er til þekktu að
álagið á prestinum í Skálholti var
orðið ærið og krefjandi hin síðari
ár. Af þekktri bóngæfu sinni
vann hann sér heldur ekki það
sem auðveldara gæti orðið við að
uppfylla sérhverjar óskir fólks-
ins, hvar og hvenær sem verða
vildi.
Sr. Egill var einlægur í trú
sinni. Hann flutti söfnuði sínum
fallegar bænir, af trúarhita, og
hafði af miklu að gefa af hluttekn-
ingu sinni. Hvort sem var í gleði
eða sorg.
Við berum fram okkar hjart-
ans þakkir fyrir samveruna og
tímann sem við fengum að njóta
af góðum dreng, vini og Drottins
þjóni. Við snúum þeim bænum er
hann áður flutti okkur svo fallega
og biðjum honum sjálfum, minn-
ingu hans, eftirlifandi eiginkonu,
börnum og fjölskyldunni allri
Guðs blessunar.
Fyrir hönd safnaðarfulltrúa
Haukadalskirkju,
Einar Gíslason.
Frá upphafi sumartónleika í
Skálholtskirkju hefur þátttaka
tónlistarfólks í guðsþjónustum
sunnudagsins verið fastur liður.
Séra Egill tók við ríkri hefð
forvera síns, séra Guðmundar
Óla Ólafssonar, og það má með
sanni segja að hann fylgdi henni
eftir með virðingu og alúð alla
sína starfstíð. Það var alltaf gef-
andi samvinna að undirbúningi
messunnar og tónlistarfólkið
fann greinilega hve umhugað
honum var um helgihaldið og
einnig hve honum var eðlilegt að
treysta því fyrir að velja bestu
tónlistina á rétta staði í mess-
unni.
Stjórnendur tónleikastarfsins
áttu alla tíð sérlega gott samstarf
við hann og þar ríkti gagnkvæm
virðing og traust.
Við sem höfum setið í stjórn og
stýrt Sumartónleikum í Skál-
holtskirkju þökkum að leiðarlok-
um fyrir dýrmætt starf hans og
skilning.
Guð blessi minningu Egils
Hallgrímssonar og veiti fjöl-
skyldu hans styrk og huggun.
Fyrir hönd stjórnar og stjórn-
enda sumartónleikanna,
Margrét Bóasdóttir.
Nú er skarð fyrir skildi á Skál-
holtsstað þegar séra Egill Hall-
grímsson er fallinn frá. Í meira
en tvo áratugi þjónaði hann tví-
þættu starfi sem dómkirkju-
prestur og sóknarprestur í Skál-
holtsprestakalli. Hann sinnti
sínum störfum af trúmennsku, en
ekki síður af trúarsannfæringu.
Eins og verða vill með hæfa
menn fór starfsálag hans vaxandi
með aldrinum. Til dæmis var
bætt við hans starf fyrir nokkr-
um árum Mosfellsprestakalli í
heild sinni. Mér er tjáð að undir
lokin hafi séra Egill sinnt helgi-
haldi í tólf kirkjum og stofnunum.
En það verður einnig að segjast,
að í ljósi sögu kristni á Íslandi
gerist varla meiri sæmd en að
vera á sama tíma sóknarprestur í
Skálholti og á Þingvöllum, þeim
tveimur stöðum landsins sem
saga kristninnar hefur risið hæst.
Ég kynntist séra Agli fyrst
þegar við systkinin héldum sýn-
ingu á öllum íslenskum Biblíum,
allt frá Guðbrandsbiblíu, sem
kom út 1584, til okkar daga. Sýn-
ingin var opnuð á haustdögum
2018, þegar 500 ár voru liðin frá
því að Lúther hóf mótmæli sín við
Kaþólsku kirkjuna.
Sýningin var haldin í Þorláks-
búð, en séra Egill var einn af for-
göngumönnum byggingar henn-
ar. Hann gladdist yfir sýningunni
og taldi hana til vegs fyrir Skál-
holtsstað. Einnig að í Þorláksbúð
færi vel að sýna þessar bækur,
þær elstu þeirra hefðu verið varð-
veittar með þjóðinni í hundruð
ára í húsnæði eins og Þorláksbúð.
Það gladdi Egil einnig að fá
Þorláksbúð þetta hlutverk, eftir
það moldviðri sem var magnað
upp í tengslum við byggingu
hússins. Nú er það svo að menn
mega hafa eigin skoðanir á hús-
um, en sumir þeirra sem voru á
móti Þorláksbúð fóru offari og
sökuðu forsvarsmenn hússins um
fjárdrátt. Þetta var séra Agli
þungbært, þar sem hann sá um
fjárreiður framkvæmdanna. Rík-
isendurskoðun hreinsaði hann af
öllum sökum og gekk svo langt að
ávíta opinberlega menn sem
dreifðu þessum rógi.
Ég nefni þetta hér vegna þess
að þeir sem ata auri treysta á það
að eitthvað af honum festist á
mannorði þeirra sem atyrtir eru.
Því tel ég það skyldu að halda til
haga þegar heiðvirður dreng-
skaparmaður eins og séra Egill
er hreinsaður af skítkasti, svo all-
ir megi vita hið sanna.
Að lokum vil ég óska konu
hans, Ólafíu Sigurjónsdóttur, og
börnum þeirra blessunar á þess-
ari erfiðu stund.
Ólafur Sigurðsson.
Það er dýrmætt hverjum
manni að geta lagst saddur og
sæll í hvílu sína og notið góðrar
hvíldar og endurnýjunar fyrir
verkefni komandi dags. Það hefur
jú reynt nokkuð á það á liðnum
misserum að ótalmargir hlutir og
mynstur í lífi okkar mannanna
geta ekki talist sjálfsagðir og til-
veran tekur breytingum þegar
minnst varir. Þannig er það með
lífið sjálft og hefur sjálfsagt alltaf
verið. En hversu meðvituð sem
við erum um lífið og dauðann er
það þungbært að fá frétt um
skyndilegt fráfall góðs vinar og
samstarfsmanns.
Egil Hallgrímsson hittum við
fyrst er leið að prestskosningum í
Skálholti haustið 1997 að fjöl-
skyldan hans kom í heimsókn til
okkar og kynnti sig, þar sem Egill
væri að sækja um stöðu sóknar-
prests í Skálholti. Það fór strax
vel á með þessum fjölskyldum og
óhætt að segja að það átti eftir að
verða mikill samgangur á milli
bæjanna, og náðu börnin strax vel
saman í leik og starfi. Þar sem ég
annaðist starf meðhjálpara þau
ár sem ég var í Skálholti var óhjá-
kvæmilegt að við myndum eiga
margar stundir saman á starfs-
vettvangi Skálholtskirkju.
Í öllum störfum er gott að hafa
áhugamál og félagsskap sem end-
urnýjar hugann og það má segja
að séra Egill hafi haft þann hátt á.
Það blundaði nefnilega dálítill
töffari í Agli. Ég held að það hafi
þurft sterkan vilja og kjark til að
drífa sig í mótorhjólapróf og
mæta svo í Skálholt á stóru mót-
orhjóli, ég man að ég hreifst mjög
af því, þvílíkur krómfákur. Ég
veit að hann átti margar góðar
stundir á ferðum einn eða með
mótorhjólafélögum sínum á góð-
um sumardögum í endalausri
birtu sumarsins.
Já, þetta eru fátæklegar línur
um það sem kom upp í hugann er
mann setti hljóðan við þessa
harmafregn að séra Egill hefði
orðið bráðkvaddur að heimili sínu
í Skálholti. Spurning vaknar um
tíma okkar manna hér á jörð og
hvenær við, hvert og eitt, erum
burt kölluð af jarðvist okkar. En
eitt vitum við að það er í hendi
guðs. Ég minnist Egils sem ljúfs
og einlægs manns. Hann var ná-
kvæmur, hjartahlýr og gott til
hans að leita. Ég er þakklátur
fyrir að hafa átt Egil sem ná-
granna og samstarfsmann. Ég
votta Ólafíu, Sóleyju Lindu, Við-
ari og Hallgrími Davíð innilega
samúð á þessum erfiðu tímum.
Guttormur Bjarnason.
Með síra Agli Hallgrímssyni
sóknarpresti og dómkirkjupresti
í Skálholti er genginn merkur
kennimaður og vandaður guð-
fræðingur, heilsteyptur trúvarn-
armaður og prýðilegur prestur.
Hann varðveitti í embætti sínu
við dómkirkjuna og í sóknarkirkj-
unum arfleifð heilagrar kirkju
með mikilli virðingu, trúmennsku
og lotningu eins og fyrir Guðs
augliti og samkvæmt fyrirskip-
aðri reglu, framfylgdi kirkjuag-
anum eins og lög standa til með
röggsemi og alvörugefni, en undir
eins með hógværð og sannsýni,
eins og hann hafði heitið biskupi
við vígslu sína til hins heilaga
prests- og predikunarembættis.
Hann var afar grandvar maður
og prúðmenni upp á sunnlenzka
vísu, orðvar og kurteis, en fastur
fyrir þegar þurfti, einkum til
varnar erindi kirkju og trúar og
þegar honum þókti vera hallað
sannleikanum, sem aldrei var fyr-
ir honum samkomulagsatriði.
Íslenzk kristni og kirkja er fá-
tækari nú en löngum áður þegar
þögnuð er raust hans við helgar
tíðir í Skálholti og hann býr ekki
lengur staðinn undir nóttina að
venju sinni.
Eg þakka síra Agli samfylgd-
ina, votta frú Ólafíu, börnum og
öðrum ástvinum samúð og bið
þeim huggunar, en sjálfum óska
ég honum náðar, miskunnar og
friðar af Guði, föður vorum og
Jesú Kristi, frelsara vorum í ein-
ingu heilags anda.
Geir Waage,
pastor emeritus
í Reykholti.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR VALDIMAR GUÐMUNDSSON
rafverktaki,
Engjaþingi 5-7,
lést sunnudaginn 13. júní. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Hægt er að nálgast minningarorð séra Arnar Bárðar Jónssonar
á vefsíðunni https://ornbardur.com/2021/06/21/minningarord-ol
afur-valdimar-gudmundsson-1937-2021/#more-2636
Guðný Steingrímsdóttir
Guðmundur Ólafsson Guðlaug Jónsdóttir
Jón Þór Ólafsson Ragnar Páll Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku besta Solla okkar,
SÓLVEIG KATRÍN HALLGRÍMSDÓTTIR,
Akurgerði 21, Akranesi,
lést af slysförum á gjörgæsludeild
Landspítalans fimmtudaginn 17. júní.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 1. júlí klukkan 13. Athöfninni verður streymt á
www.akraneskirkja.is.
Sölvi Jón Sævarsson Rachel Emily Cooper
Hallgrímur V. Jónsson Supannee Runarun
Ása Arnfinnsdóttir Gylfi Jónsson
Tinna Hallgrímsdóttir
Erla Arnbjarnardóttir
Ólafur Lárus Gylfason
Einar Ágúst Gylfason
fjölskyldur og vinir
Okkar ástkæri
BJARNI STEINARSSON,
málarameistari,
Þorsteinsgötu 5, Borgarnesi,
lést fimmtudaginn 17. júní.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
fimmtudaginn 1. júlí klukkan 14.
Streymt verður frá athöfninni á kvikborg.is.
Sigrún Guðbjarnadóttir Steinar Ingimundarson
Elín Valgarðsdóttir
Ölver, Logi, Sigrún, Ásrún, Eyrún
tengdabörn, barnabörn, systkini
og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
NICHOLÍNA RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Hraunbúðum,
áður Brekkugötu 9, Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum, Vestmannaeyjum
þriðjudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju
miðvikudaginn 30. júní klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á https://www.landakirkja.is.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á slysavarnadeildina
Eykyndil.
Magnús Tryggvason Ragnhildur Eiríksdóttir
Helga Tryggvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku besta mamma okkar, tengdamamma,
dóttir og systir,
SVEINBJÖRG RÓSALIND
ÓLAFSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum föstudaginn
18. júní. Hún verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. júní klukkan 13.
Jóhann Ó. Sveinbjargarson
Lovísa M. Kristjánsdóttir Íris Bjarnadóttir
Viktor Freyr Arnarson
Ólafur Haraldsson Jóna Margrét R. Jóhannsd.
Árni Brynjar Ólafsson Gunnþórunn Sara Brynjarsd.
Haraldur Óli Ólafsson Sigrún Sigurhjartardóttir