Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Ástralíu settu á vikulangt
útgöngubann í stórum hluta af borg-
inni Sydney, og Ísraelsmenn til-
kynntu í gær að þeir hefðu á ný tekið
upp grímuskyldu vegna kórónu-
veirufaraldursins, en tilfellum hefur
fjölgað nokkuð í ríkjunum tveimur að
undanförnu. Svipuð þróun hefur verið
í nokkrum öðrum ríkjum, þar á meðal
Rússlandi og svo víða um Afríku, en
þar er óttast að þriðja faraldursbylgj-
an gæti orðið skæð.
Aukningin er knúin áfram af hinu
svonefnda „Delta“-afbrigði, sem fyrst
kom fram á Indlandi, en það er sagt
mun meira smitandi en fyrri afbrigði
veirunnar. Er það til dæmis sagt á
bilinu 40-60% meira smitandi en
„Alfa“-afbrigðið, sem er kennt við
England.
Delta-afbrigðisins hefur orðið vart í
að minnsta kosti 85 löndum sam-
kvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
inni, WHO, og er það nú ríkjandi af-
brigði veirunnar í fjölmörgum ríkjum,
þar á meðal Bretlandi. Þannig áætlar
Sóttvarnastofnun Evrópu að um 70%
nýrra smita í upphafi ágústmánaðar
næstkomandi í álfunni verði hægt að
rekja til afbrigðisins, og um 90% til-
fella í lok sama mánaðar.
Þá er nú rúmlega þriðjungur allra
nýrra tilfella í Bandaríkjunum rakinn
til afbrigðisins, en var einungis um
10% allra tilfella í upphafi júní.
Mesta ógnin við sóttvarnir
Anthony Fauci, ráðgjafi Banda-
ríkjastjórnar í sóttvörnum, sagði að
Delta-afbrigðið væri nú „mesta ógn-
in“ við tilraunir mannkyns til þess að
binda endi á heimsfaraldurinn, og
kallaði hann eftir því að enn væri hert
á tilraunum stjórnvalda til þess að
bólusetja fólk.
Rannsóknir í Ísrael benda hins
vegar til þess að fólk sem hafi verið
bólusett geti enn smitast og orðið
veikt af afbrigðinu, en embættismenn
þar segja að í allt að helmingi nýrra
tilfella sé um að ræða fólk sem hafi
verið bólusett. Veikindi þeirra séu þó
mun minni en þeirra sem óbólusettir
séu.
Stjórnvöld þar ákváðu á miðviku-
dag að bólusett fólk sem væri útsett
fyrir smiti yrði því að fara í sóttkví, og
í gær tóku Ísraelar aftur upp grímu-
skyldu innandyra, einungis tíu dögum
eftir að hún var afnumin.
Sóttvarnastofnun Evrópu segir ljóst
af fyrirliggjandi gögnum að brýnt sé
að fullbólusetja fólk fyrir veirunni.
Breskar rannsóknir benda til að full
bólusetning geti veitt um 96% vörn
gegn því að fólk þurfi að leggjast inn á
sjúkrahús, og 79% vörn gegn því að
fólk finni fyrir einkennum af smiti. Það
hlutfall er hins vegar mun lægra hjá
fólki sem hefur aðeins fengið einn
skammt. Þá virðist sem afbrigðið geti
jafnvel smitað fólk sem hafði áður
fengið kórónuveirusmit.
Þurfa milljón skammta
Sérfræðingar áætla að um 80%
íbúafjölda á hverjum stað þurfi að vera
bólusett til þess að koma upp hjarð-
ónæmi gegn Delta-afbrigðinu, en það
þykir háleitt takmark, jafnvel hjá þeim
ríkjum sem hingað til hafa náð mest-
um árangri í bólusetningarherferðum
sínum.
WHO áætlar að í Afríku sé einungis
um 1% íbúa nú fullbólusett, en Delta-
afbrigðið hefur nú sést í 14 ríkjum álf-
unnar. Er því óttast að afbrigðið muni
valda miklum usla þar. Matshidiso
Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku,
sagði að tilfellum fjölgaði nú örar en
bólusetningum. „Afríka þarf bráð-
nauðsynlega milljón bóluefnaskammta
í viðbót. Við þurfum spretthlaup.“
AFP
Faraldur Íbúar Sydney sjást hér bíða við bólusetningarhöll, en vikulangt
útgöngubann hefur verið sett á hluta hennar vegna Delta-afbrigðisins.
Í kapphlaupi við tímann
- Ástralía og Ísrael taka aftur upp sóttvarnareglur - Delta-afbrigðið veldur nýj-
um hópsmitum víða - Vísbendingar um að það geti einnig smitað bólusett fólk
Merrick Garland, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær
að bandaríska alríkið hygðist höfða
mál á hendur Georgíu-ríki vegna
umdeildrar kosningalöggjafar, sem
ríkisþing Georgíu samþykkti fyrr á
árinu.
Sagði Garland að kæran væri
komin til, þar sem lögin hefðu verið
sett í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir eða skerða kosningarétt
blökkumanna í ríkinu á grundvelli
húðlitar þeirra.
Repúblikanar eru í meirihluta á
ríkisþingi Georgíu, og samþykktu
þeir breytingar á kosningalöggjöf
ríkisins eftir að Joe Biden vann þar
óvæntan sigur í forsetakosning-
unum í fyrra. Segja repúblikanar að
tilgangur laganna sé að auka traust
á kosningum í ríkinu, sem hafi skað-
ast við ásakanir Donalds Trump um
kosningasvik. Engar sannanir hafa
fundist fyrir þeim ásökunum.
Garland sagði að kosningarétt-
urinn væri grunnstoð lýðræðisins og
að ráðuneytið væri einnig að skoða
áþekka löggjöf í öðrum ríkjum
Bandaríkjanna.
BANDARÍKIN
AFP
Dómsmál Merrick Garland tilkynnir um
kæruna á hendur Georgíuríki í gær.
Kæra Georgíu vegna
kosningalöggjafar
Staðfest var í gær, að minnst fjórir
hefðu látist í fyrradag þegar íbúð-
arblokk í bænum Surfside í Flórída-
ríki, sem er skammt norðan Miami
Beach, hrundi að hluta til grunna.
Þá hefur fjöldi þeirra sem er saknað
eftir hrunið aukist upp í 159 manns,
og er óttast um örlög þeirra.
Daniella Levine Cave, borgar-
stjóri í Miami-Dade-sýslu, sagði að
nú væri vitað um 120 manns sem
hefðu bjargast eða verið fjarverandi
af íbúum blokkarinnar þegar slysið
varð, og að það væru mjög góðar
fréttir. Hins vegar væri hinn aukni
fjöldi þeirra sem saknað væri mikið
bakslag.
Björgunarteymi fóru um rústirn-
ar með leitarhundum í fyrrinótt,
þrátt fyrir að mikil rigning hamlaði
björgunarstarfi, í þeirri von að enn
mætti finna fólk á lífi. Þær vonir
þóttu hins vegar litlar, þar sem
hæðir hússins höfðu ekki skilið eftir
mikið bil á milli sín þegar þær lögð-
ust saman. Þau lík sem fundust
voru sett í gula poka og flutt til lög-
reglunnar sem reyndi að bera
kennsl á þau.
Levine Cava þakkaði leitarfólki
fyrir þrotlaust starf. „Við munum
halda áfram leit og björgun, því við
eigum enn von um að við munum
finna fólk á lífi,“ sagði hún. Sagði
hún það hjartnæmt hvað björgunar-
fólkið hefði lagt hart að sér, og að
stundum hefði þurft að neyða það til
að taka sér hvíldartíma.
Neyðarástandi lýst
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti
yfir neyðarástandi í gærmorgun, en
sú yfirlýsing heimilar alríkinu að
veita fjármagni til Flórída-ríkis til
að aðstoða við björgunarstörf.
Aðstandendur sem og íbúar sem
voru fjarstaddir nóttina sem blokk-
in hrundi komu saman í félagsmið-
stöð í Surfside og hugguðu hvert
annað. Lýstu nokkrir þeirra aðkom-
unni við AFP-fréttastofuna sem
hryllilegri.
Um 55 íbúðir hrundu aðfaranótt
fimmtudags, og slökkvilið og
sjúkrabílar voru komnir á staðinn
um kl. 1.30 að staðartíma. Voru um
35 manns fluttir frá byggingunni.
Í blokkinni var einhver fjöldi
leiguíbúða og því hefur reynst erfitt
að fá nákvæma tölu yfir fjölda íbúa
sem þar voru þegar slysið varð.
Engar skýringar hafa enn fengist á
því, hvers vegna byggingin hrundi.
Óttast að fjöldi fólks hafi far-
ist þegar íbúðablokkin hrundi
- Staðfest að fjórir eru látnir en 159 manns er enn saknað
AFP
Harmleikur Björgunarfólk sést hér flytja lík, sem fannst í rústunum, af vettvangi. Óttast er að margir hafi farist.