Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta ✝ Brynjólfur Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 14. júní 2021. Foreldrar Brynj- ólfs voru Vigdís Brynjólfsdóttir, hús- móðir og verka- kona, f. 19.12. 1916, d. 22.12. 1996, og Guðmundur Maríusson vélstjóri, f. 14.12. 1912, d. 9.12. 1994. Syst- ur Brynjólfs eru María, f. 19.6. 1934, Gíslína (Sigga), f. 8.9. 1935, d. 12.3. 2015, samfeðra Alfa, f. 31.1. 1933, d. 8.1. 2019. Brynjólfur kvæntist 19. októ- ber 1957 eiginkonu sinni, Hjör- dísi Einarsdóttur, f. 24. júní 1938, d. 21. júní 2012. Foreldrar hennar voru Guðfinna Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. 22.6. 1903, d. 20.3. 1980, og Einar Ingvar Páls- son blikksmíðameistari, f. 1.10. son, drengir þeirra eru: Logi Þór og Atli Hrafn, b) Halldór Logi, unnusta Hrafnhildur Messíana Gísladóttir, c) Bryndís, unnusti Hafsteinn Örn Eyþórsson, dóttir þeirra er Snædís Líf, d) Svandís, unnusti Pétur Sigurðsson. 3) Einar Finnur, f. 1966, maki Guðrún Bryndís Hafsteinsdóttir. Dætur þeirra eru: a) Hildur Kar- en, maki Vignir Jóhannesson, þeirra börn eru: Elísa Ósk og Ar- on Freyr, b) Hjördís Ósk, unnusti Hafþór Aron Ragnarsson, dóttir þeirra er Dísa Líf, c) Vigdís Helga, unnusti Dagbjartur Alex Guðmundsson. Brynjólfur ólst upp í Reykja- vík. Hann gekk í Barnaskóla Austurbæjar og lauk þar gagn- fræðanámi. Brynjólfur lauk sveinsprófi frá Vélsmiðju Héðins árið 1958 og síðar vélstjóranámi frá Vélskóla Íslands. Alla sína starfsævi starfaði Brynjólfur við uppsetningar og viðgerðir á kæli- og frystikerf- um. Rak hann fyrirtækið Kæl- ingu hf. til margra ára ásamt Jóni Torfasyni. Síðustu starfs- árin (12) starfaði hann hjá Hita- stýringu hf. Útför Brynjólfs hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. 1900, d. 18.9. 1984. Árið 1954 stofn- uðu Brynjólfur og Hjördís sitt fyrsta heimili og hófu bú- skap í Blönduhlíð 16 í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru: 1) Guðmundur, f. 1958, fyrrverandi maki Kristín Hulda Halldórsdóttir. Börn þeirra eru: a) Hrafnhildur Lóa, maki Þorsteinn Ágústsson, drengir þeirra eru: Guðmundur Kristinn, Ágúst Atli og Ari, b) Brynjólfur, maki Aðalheiður Svavarsdóttir, stúlkur þeirra eru: Natalía Ósk og Svava Lind, c) Halldór Kristinn, unnusta Guð- rún Ástríður Óskardóttir, d) Brynhildur, unnusti Grétar Arn- dal Kristjónsson. 2) Guðfinna, f. 1963, maki Logi Halldórsson. Börn þeirra eru: a) Hjördís, maki Gunnar Þorvarðar- Þau eru þung þessi óraunveru- legu og fyrirvaralausu högg sem enginn sér fyrir. Við vorum upp- tekin af því að njóta tímans saman og sáum ekki fyrir neina breyt- ingu þar á. Það var alltaf svo gott að vera í návist þinni, hlýjan, um- hyggjan og væntumþykjan. Það var alltaf gaman að hafa þig með og vera með þér. Stundirnar við eldhúsborðið heima í Móvaði, fyrsti kaffibollinn sem við tókum saman á veröndinni á morgnana á Spáni, sem þú vissir að væri mitt uppáhald, spjallið í símanum, Skorradalur, byggja, breyta og bæta, og bara nærvera þín gerði svo mikið. Elsku Brynjólfur ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég hef fengið að vera með þér, börnin mín og barnabörnin hafa fengið að njóta samvista við þig og verið elskuð af afa sínum og langafa. Minning þín lifir björt og hlý, og í huga mér lifir hún svo óendan- lega skýr. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Þín tengdadóttir, Dísa. Elsku afi, söknuðurinn er mik- ill, minningarnar eru margar og þakklætið mikið. Ég er sátt við allt sem var en viðurkenni að ég vildi meira. Meira af minningum og samverustundum saman. Þakk- læti er það eina sem ég hugsa um núna þar sem við fengum marga góða tíma saman. Ég var heppin, frá því að ég var lítil stelpa hef ég fengið að upplifa óteljandi stundir með þér og ömmu. Sumarbústaðarferðirnar okkar saman og þegar við komum til ykkar í Skógarkot. Allar Spán- arferðirnar til ykkar ömmu á La Marina og í Holtakoti þar sem þið tókuð á móti okkur og veittuð okk- ur alla þá hamingju og ást sem þið áttuð. Allar þær stundir sem ég hef átt með þér þegar ég og Haffi komum og heimsóttum þig úti á Spáni yfir páska eða að hausti til. Þú tókst alltaf á móti okkur spenntur og með mikilli tilhlökk- un. Oft tókum við íslenska fiskinn fyrir þig út, ég og Haffi hlógum og vissum hvað biði okkar, fiskur í jukki, fiskur í orly, soðinn fiskur og steiktur fiskur. Þér þótti fisk- urinn mjög góður og varst ákaf- lega flinkur í að matreiða hann. Fiskur í jukki var minn uppáhalds enda er hann kallaður afafiskur á mínu heimili. Uppáhaldstímarnir okkar voru kvöldin á Spáni þar sem við borðuðum saman, sett- umst niður og horfðum á cowboy- myndir þar sem þú varst oftast búinn að sjá þær allar og sagðir okkur frá myndunum og dottaðir inn á milli. Ég er heppin og þakklát fyrir það hvað við vorum í góðu sam- bandi. Þú varst svo duglegur að hringja og heyra í mér þegar ég var ólétt að Dísu Líf og eftir að hún fæddist. Í einu símtalinu þeg- ar ég var ólétt að Dísu Líf þá sagði ég þér frá því hvað mig langaði mikið í afakæfu. Stuttu seinna hringdirðu í mig til þess að segja mér að þú hefðir gert afakæfu og ég mætti koma og ná í hana. Ég hef verið svo heppin að hafa fengið að eyða fullt af jólum og áramótum með þér. Ég er þakklát fyrir það í dag að fyrstu jólin hennar Dísu Lífar vorum við sam- an og fyrstu áramótin sem ég hélt heima hjá mér varst þú með okk- ur. Mér þótti ótrúlega vænt um það þegar ég kenndi þér að svara á facetime og ég gat hringt í þig og séð þig þegar þú varst á Spáni. Þér þótti vænt um það líka og hafðir gaman af því að sýna mér hvað þú værir búinn að vera að gera í húsinu og hvað þú værir að dunda þér við. Ég minnist elsku afa Binna með ást, húmor og hlátri. Ég elska þig, afi minn. Farinn er afi okkur frá og missir þinn er sár. Gott er að geta þóst þig sjá þrátt fyrir að ég felli mörg tár. Fyrir þér ég bið að komin séuð þið amma saman og veitið hvort öðru ást og frið og munið aldrei hætta að hafa gaman. Ég veit þú við ömmu dansar og frið það mér veitir að vita það að aldrei mun það stansa þótt þið dansið upp í sveitir. (Hjördís Einarsdóttir) Hjördís Einarsdóttir. Elsku afi. Þú varst ávallt bestur og fæ ég hlýju í hjartað að hugsa til þín í Holtakoti í sólinni á Spáni og um allar minningarnar okkar þaðan saman. Þegar við fjölskyldan komum til þín á hverju hausti, þá tókst þú það oft að þér að sitja yfir mér og hjálpa mér að læra svo ég myndi ekki dragast aftur úr í skól- anum. Þú kenndir mér stærðfræði og útskýrðir fyrir mér með mikilli þolinmæði hvernig margföldun og deiling virkaði. Þú varst alltaf svo þolinmóður á meðan ég reyndi að skilja. Okkur báðum fannst jafn leiðinlegt í búðarápi og samdi okk- ur vel saman að horfa á fótbolta- leiki á stóra skjánum í mollinu á meðan stelpurnar versluðu, þú og pabbi fenguð ykkur alltaf „una grande cerveza“ og ég fékk mér 7up. Mér leið alltaf vel í kringum þig afi og þú tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum til þín til Spánar, það skipti engu máli hvort ég og mamma værum bara að koma tvær, eða öll fjölskyldan. Stundum fékk ég að fara í pössun til þín í Klapparhlíð og þá horfðum við mikið saman á Tomma og Jenna og þú kenndir mér að pakka inn jólapökkunum. Síðan fengum við okkur alltaf brauð með smjöri og osti. Ég vona að amma hafi tek- ið vel á móti þér og þið hafið getað dansað saman á ný. Elsku afi, ég elska þig. Vigdís Helga Einarsdóttir. Elsku afi Binni. Þú fórst svo hratt frá okkur, mér finnst svo erfitt að hafa ekki fengið að knúsa þig í síðasta sinn, ég er ekki enn búin að átta mig á þessu öllu. Ég er svo þakklát fyrir allar þær minningar sem við fjöl- skyldan eigum með þér, þær hjálpa mér svo í gegnum þennan missi. Takk fyrir að vilja alltaf hafa okkur hjá þér úti á Spáni, sama hvort það voru bara við syst- urnar eða fjölskyldan og þegar við urðum eldri þá bættust við lang- afabörnin. Öll aðfangadagskvöldin, áramót og sumarbústaðaferðir sitja líka fast í minningunni. Ég vona að þið amma séuð saman á ný. Við elskum þig og söknum þín. Góðar minningar eru fjár- sjóður. Hildur Karen og fjölskylda. Brynjólfur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.