Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Davíð Kristinsson er eigandi húss
sem varð fyrir fyrstu aurskriðunni
á Seyðisfirði þann 15. desember.
Húsið hans varð fyrir töluverðu
tjóni en þó ekki altjóni og er því
tryggt af Náttúruhamfarasjóði og
verður gert við það. Hann segir það
mikla lukku að sveitarfélagið skuli
hafa verið sameinað í stærri heild
þegar ósköpin dundu á íbúum Seyð-
isfjarðar.
Vatnið sem skemmdi húsið
„Það var gerður drenskurður á
lóðinni hjá okkur þannig að þetta
varð svolítið hamfarasvæði. Það
þurfti að drena frá svo mikið vatn
því það kom svo gríðarlega mikill
vatnsflaumur með þessu. Það var
raunverulega það sem skemmir
húsin hjá okkur. Það fór í rauninni
ekki svo mikil skriða inn en það fór
vatn á milli gólfplatna hjá mér
þannig að það flæddi inn í húsið í
tuttugu og fimm daga,“ segir Davíð.
Hann segir miklar skemmdir
vera á húsinu sínu. Náttúruham-
farasjóður tryggir þá sem urðu fyr-
ir skemmdum. Davíð segir að ferlið
sem fer af stað við mat á skemmd-
um á húsi manns eftir álíka upp-
lifun taki á. Það sé aldrei gaman að
eiga við tryggingar og metast á um
það hversu dýrmætt heimili og eig-
ur manns séu. Ferlið sé sömuleiðis
tímafrekt og lýjandi.
„Húsið mitt er það hús sem er
hvað mest skemmt sem á að gera
við,“ segir Davíð. Í flestum öðrum
tilvikum hafi verið töluvert skýrara
hvort um altjón væri að ræða eða
ekki. Mat Náttúruhamfaratrygg-
inga var að um sextíu prósent af
innbúi hans hefði glatast, en þar á
meðal voru tvö þúsund plötur af
plötusafni Davíðs. „En ég var svo
heppinn að eiga þrjú þúsund, svo ég
á eitthvað eftir.“
Davíð segist hafa þurft að taka
meðvitaða ákvörðun um að pirra sig
ekki á hlutum sem koma viðgerð
hússins við og vera jákvæður gagn-
vart uppbyggingu. „Það er mar á
mannskapnum, ekki opið sár, en
mar,“ segir hann og útskýrir að það
muni um að fólk sé jákvætt þrátt
fyrir flóknar viðureignir við trygg-
ingar. Hann segist vonast til að eft-
ir sínar raunir muni skapast lær-
dómur og reynsla.
Flutti í starfsmannahúsið
Eftir stendur að Davíð og fjöl-
skylda hans vonast til þess að vera
komin inn í húsið sitt fyrir jól. Í
millitíðinni þurftu þau að flytja inn í
kjallaraíbúð á starfsmannahúsi, en
Davíð rekur hótelgistingu, kaffihús
og veitingastað á Seyðisfirði.
„Ég er þó svo heppinn að hafa
húsnæði á Seyðisfirði, það er hús-
næðisskortur.“
Davíð segir að eftirmálar aur-
skriðanna hafi tekið meira á sig og
sína fjölskyldu heldur en áfallið við
skriðuna sjálfa.
„Það er vinnan í kringum trygg-
ingar og að vera heimilislaus. Það
er mjög flókið. Heimili okkar Ís-
lendinga er öryggið okkar en líka
eftirlaunasjóðurinn okkar. Það er
allt farið á einu bretti og það er
mjög óþægilegt,“ segir Davíð.
„Fólk er ekki endilega mjög
hvekkt, en það er þetta mar. Við
viljum öll vera ótrúlega jákvæð og
glöð, vera úti og njóta en eitthvað
hefur vantað. En það er að koma,
auðvitað hefur veðrið spilað inn í.
Fólk kemur út í sólina.“ Hann segir
hafa verið aðeins þungt yfir í vetur,
sem sé mjög óvanalegt fyrir Seyð-
firðinga. „Við erum almennt ótrú-
lega áhugasöm um að lifa lífinu,“
segir Davíð.
„Með hækkandi sól erum við
samt öll að koma til. Við erum tilbú-
in að byrja að blómstra. Skriðan er
að verða grænni og við förum bráð-
um að dansa regnbogastræti.“
Kirkja Regnbogastræti við Seyðisfjarðarkirkju er einn mest myndaði staður Austurlands. Slökkviliðsmaður Davíð er bæði í björgunarsveit og slökkviliði á Seyðisfirði.
- Fólk á Seyðis-
firði aðeins lengur
að slíta sig frá vetri
en allir að koma til
Morgunblaðið/Eggert
Blíða Davíð segir að góða veðrið hafi hjálpað við að létta lund fólks. Blíða hefur verið undanfarna daga fyrir austan.
„Mar á mannskapnum, ekki sár“
Celia Harrison hefur búið á Seyð-
isfirði í sex ár. Hún kom fyrst í lista-
mannakommúnuna Heima og var á
meðal upphafsmanna List í ljósi
listahátíðar sem haldin er febrúar ár
hvert ásamt Sesselju Jónasdóttur. Í
dag reka þær saman Herðubreið,
sem gegnir hlutverki menningar-
miðstöðvar.
Celia var ein þeirra sem bjó við
Hafnargötu á Seyðisfirði þegar aur-
skriðurnar féllu í desember. Sú gata
er nú innan nýs skilgreinds hættu-
svæðis og hefur Celia því ekki getað
snúið aftur í húsið sem hún leigði,
Landamót. Celia hefur verið í tíma-
bundnu húsnæði síðan í desember og
segir að um þrettán manns séu í
svipaðri stöðu og hafi ekki enn fund-
ið varanlegt húsnæði til að vera í.
Húsnæðisskortur ríkir á Seyð-
isfirði þar sem fjórtán hús urðu fyrir
altjóni við aurskriðurnar og fleiri
hafa verið rýmd varanlega. Celia
greip til þess ráðs að kaupa gamla
bakaríið, sem ekki hefur verið íbúð-
arhæft í um tuttugu ár, og búa sér
þar til heimili. Hún segir fólkið sem
enn er húsnæðislaust allt vilja búa
áfram á Seyðisfirði.
Vilja búa áfram á Seyðisfirði
Morgunblaðið/Eggert
Úrræðagóð Celia greip til þess ráðs að útbúa sér heimili í gömlu bakaríi.
- Skortur á hús-
næði á Seyðisfirði
og verð hækkar
Hálft ár frá aurskriðum