Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Björn Bjarnason skrifar á vef sinnað átök Benedikts Jóhann-
essonar og Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur vegna sérhagsmuna
þeirra valdi því að allt logi í illdeilum
innan Viðreisnar.
Hann bendir á að við
röðun á lista í kjör-
dæmi Þorgerðar for-
manns hafi það gerst
að Sara Dögg Svan-
hildardóttir, bæj-
arfulltrúi Garðabæj-
arlistans, hafi ekki
fengið þriðja sæti á
listanum. Sara Dögg
hafi lýst vonbrigðum
með þetta og sagt að
rökin fyrir því að
hafna henni hafi ver-
ið þau, að „vera
hennar á listanum
myndi gera hann of
einsleitan og hún
væri of gömul“. (Hún er á fimmtugs-
aldri!)
- - -
Þá hafi Ingólfur Hjörleifsson sagtsæti sínu á lista flokksins í
Reykjavík suður lausu vegna klíku-
skapar og klækjastjórnmála innan
Viðreisnar.
- - -
Enn fremur hafi Benedikt, semflokksforystan hafnaði með
eftirminnilegum hætti, sagt sig úr
framkvæmdastjórn Viðreisnar og
gagnrýnt að lítill hópur „í kringum
formanninn hafi öll ráð flokksins í
hendi sér. Það rennur Benedikt til
rifja að flokkur með slagorðið „al-
mannahagsmunir framar sérhags-
munum“ nái ekki að starfa eftir
þeirri línu.“ Loks nefnir Björn að
fram hafi komið að Benedikt og
Hjörleifur íhugi að stofna nýjan
flokk.
- - -
Fyrir þá sem utan við standa erekki augljóst um hvað deilan
snýst, nema þá sérhagsmuni fyrr-
verandi og núverandi varafor-
manns, eins og Björn bendir á.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Sérhagsmunir, ekki
almannahagsmunir
STAKSTEINAR
Benedikt
Jóhannesson
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, hef-
ur gefið út reglugerð um leyfilegan
heildarafla í íslenskri fiskveiðilög-
sögu fyrir næsta fiskveiðiár. Fylgir
reglugerðin vísindalegri ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar og sam-
kvæmt því lækkar aflamark þorsks
um 13% á næsta fiskveiðiári og verð-
ur 220 þúsund tonn.
Fram kom í stofnmati Hafrann-
sóknastofnunar fyrir þorsk, að stofn-
stærðin hafi verið ofmetin á undan-
förnum árum. Í tilkynningu frá
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytinu er haft eftir Kristjáni, að við
þær aðstæður komi ekki til greina að
falla í þá freistni að láta skammtíma-
sjónarmið ráða för og fara gegn
hinni vísindalegu ráðgjöf með til-
heyrandi óvissu um m.a. vottanir
sem hafa mikla þýðingu fyrir ís-
lenskan sjávarútveg. Ekki megi
gleyma því, að viðmiðunarstofn
þorsks, og annarra helstu nytja-
stofna, sé sterkur og árgangar 2019
og 2020 um og yfir meðaltali. Því sé
ástæða til bjartsýni.
Þá kemur fram, að viðsnúningur
virðist vera í þróun stofnstærðar ís-
lensku sumargotssíldarinnar. Því
hækki ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar um 104% og er heildarafli
72.239 tonn.
Aflamark þorsks lækkar um 13%
- Sjávarútvegsráðherra fylgir fisk-
veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Morgunblaðið/Hari
Þorskur Aflamark þorsks lækkar
um 13% á næsta fiskveiðiári.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Það er grundvallaratriði að viðhalda
því góða trausti sem lögreglan nýtur.
Eftirlit með störfum lögreglu er einn
af hornsteinum þess að viðhalda því
trausti. Hvað varðar afhendingu
gagna til nefndarinnar er rétt að taka
fram að tæmandi endurrit af samræð-
um lögreglumanna á vettvangi fylgdi
með til nefndarinnar strax í upphafi.“
Þetta segir í tilkynningu frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu sem
send var fjölmiðlum í gærkvöldi. Til-
efnið er fréttaflutningur af niðurstöðu
nefndar um eftirlit með lögreglu sem
varðar vinnubrögð hennar í kringum
samkomu fólks í Ásmundarsal á Þor-
láksmessu.
Nefndin fann meðal annars að því
að treglega hefði gengið að fá af-
hentar upptökur úr búkmyndavélum
lögregluþjónanna til þess að glöggva
sig á málsatvikum. Þegar þær loks
bárust hafi verið búið að eiga við þær
þannig að hljóðupptökur vantaði. Hafi
nefndin því þurft að óska sérstaklega
eftir að fá gögn sem ekki væri búið að
eiga við.
Lögreglan segir að ekki hafi verið
reynt að leyna því efni sem upptök-
urnar höfðu að geyma.
„Nefndin hafði þar af leiðandi um-
rædd samtöl, sem vísað er til í nið-
urstöðum hennar, undir höndum all-
an tímann. Rétt er að hluti af
upptökum úr búkmyndavélum á vett-
vangi var án hljóðs. Þegar nefndin
gerði athugasemd við það var rétt
eintak sent til nefndarinnar. Engin
tilraun var gerð til að leyna því sem
fram kom á upptökunum.“
Mál geti tekið aðra stefnu
Hvað varði niðurstöðu nefnd-
arinnar um að vísbendingar séu um
að dagbókarfærsla hafi verið efn-
islega röng segir að embættið telji
mikilvægt að taka fram að fyrstu
upplýsingar lögreglu hafi verið á
þann veg að um einkasamkvæmi væri
að ræða og það því skráð sem slíkt í
dagbók lögreglu.
Rannsókn hafi leitt í ljós að svo var
ekki. Markmið með birtingu upplýs-
inga úr dagbókarfærslum sé að fjalla
um verkefni lögreglu eins og þau birt-
ist á hverjum tíma. Eðli máls sam-
kvæmt geti mál skýrst eða tekið aðra
stefnu eftir því sem rannsókn miði
áfram.
Hvað varðar þá niðurstöðu að hátt-
semi tiltekinna starfsmanna embætt-
isins geti talist ámælisverð segist lög-
reglan hafa „tekið það til meðferðar
og sett í farveg“.
Segjast ekki hafa
leynt upptökunum
- Deilt um upptökur af lögreglumönnum