Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 KAUP, SALA OG SAMEININGAR FYRIRTÆKJA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sláttur hefst væntanlega af fullum krafti á Suðurlandi í dag. Menn vilja nýta þurrkinn. Þeir sem gátu byrjað að heyja í síðustu viku eru sumir búnir með fyrsta slátt eða langt komnir með hann. Vorið var einstaklega kalt og þurrt. „Mér finnst ekki hafa farið að hlýna fyrr en í þessari viku,“ segir Eiríkur Þ. Davíðsson, bóndi á Kana- stöðum í Austur-Landeyjum. Hann hefur eftir eldri manni annars stað- ar í héraðinu að vorið hafi verið eins og köldu vorin á árunum 1965 til 1990. „Það er alla vega rétt að árin frá aldamótum og sérstaklega síð- ustu tíu ár, hafa verið þokkalega góð.“ Matthías Ragnarsson, bóndi á Guðnastöðum í sömu sveit, segir að grösin hafi strax farið að taka við sér þegar hlýnaði. Túnin séu hins vegar afar misjöfn. Sum séu tilbúin og stutt í að grösin skríði á meðan önnur séu fjórum til fimm vikum á eftir því sem venjulegt hefur verið. Hann telur að almennt sé gróður þremur vikum á eftir. Matthías seg- ist hafa bætt áburði á túnin um mánaðamótin maí og júní enda hafi áburðurinn frá fyrri áburðargjöf verið fokinn út í veður og vind. Telur hann að þessi auka áburður sé að skila sér núna í góðri sprettu. Gæðin í góðu lagi Gróður virðist vera lengra kominn í Landeyjum og undir Eyjafjöllum en annars staðar á Suðurlandi, eins og oft áður. Þó er sláttur ekki hafinn á nærri öllum bæjum í Landeyjum og sumir rétt búnir að slá litla bletti til að prófa tækin. Einstaka bændur eru þó búnir með fyrri slátt og jafn- vel er til dæmi um bónda sem lokið hefur heyskap á þeim fáu dögum sem gefið hefur til heyskapar. Eiríkur á Kanastöðum segist allt- af byrja snemma að slá. Þó sé hann nú að byrja hálfum mánuði seinna en venjulega. Hann er langt kominn með fyrri slátt. Hann lætur ekki illa af uppskerunni. „Gæðin eru í góðu lagi. Við höfum verið að afla fóðurs í mjólkurkýrnar og veljum sér- staklega það sem við sláum í þær. Þetta fer allt eftir því í hvaða hópa við ætlum að nota heyin,“ segir Ei- ríkur. Hann var að undirbúa hestaferð í vikunni, um leið og hann sinnti bú- störfum og heyskap. Fékk upp- komna syni sína til að koma úr Reykjavík og hjálpa til. Nú tekur hann sér fimm daga frí til að fara í ferðina. Hún er vitaskuld löngu ákveðin og var ekki gert ráð fyrir að heyskapur drægist á langinn þegar hún var skipulögð upphaflega. Matthías á Guðnastöðum segist venjulega hafa lokið fyrri slætti á þessum tíma en hann er rétt byrj- aður. Hann ætlar að slá í dag og reiknar með að slá 50 hektara í vik- unni. Hann segist vongóður um að fá nóg hey fyrir kýrnar. Það muni bjarga miklu ef úr sumrinu rætist og haustið verður gott. Sláttur hefst af fullum krafti í dag - Sláttur er hálfum mánuði til þrem vikum á eftir á Suðurlandi vegna kulda og þurrka í vor - Bændur misjafnlega vel á veg komnir - Margir eru ekki byrjaðir en aðrir hafa lokið fyrri slætti Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Austur-Landeyjar Heyrúllur eru aftur farnar að sjást á túnum bændabýla. Heyskapur er mun seinna á ferðinni á Suðurlandi og víðar um landið en venjulega. Nú er þurrkur fram undan og bændur eru ákveðnir að nýta hann vel. Biðstaða Matthías Ragnarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir við nýju um- hverfisvænu rúllubindivélina. Ekki þarf að binda rúllurnar með plastneti. Nýtt hey Eiríkur Þ. Davíðsson á Kanastöðum er langt kominn með fyrri slátt og er því þegar kominn með hluta fóðurs fyrir kýrnar næsta vetur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matvælastofnun hefur veitt Háafelli, dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins- Gunnvarar, rekstrarleyfi til laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Laxeldi hefst því í Djúpinu næsta vor. Matvælastofnun hafnaði rökum Arnarlax sem gerði athugasemdir við afgreiðslu Skipu- lagsstofnunar á frummatsskýrslum sem ræður því hvaða fiskeldisfyrir- tæki fá leyfi og hver ekki. „Þetta er langþráður áfangi. Til- kynning um eldi á sjö þúsund tonn- um af laxi og regnbogasilungi var send inn í nóvember 2011. Þetta er því endirinn á tíu ára ferli,“ segir Gauti Geirsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Háafells, og heldur áfram: „Við erum ánægð með að vera komin með leyfið í hendur og spennt að geta gert það sem við vilj- um gera, að ala fisk á sjálfbæran hátt í stað þess að vera í skriffinnsku sem engu skilar.“ Háafell hefur leyfi til að ala sjö þúsund tonn af regnbogasilungi og þorski og er að ala regnbogasilung sem settur var út í sjókvíarnar nú í vor og í fyrravor. Fyrri hópnum verður slátrað í haust og þeim seinni að ári. Með nýja leyfinu er 6.800 tonna leyfi fyrir regnbogasilung breytt í leyfi til að ala frjóan og ófrjóan lax. Unnið hefur verið að því að auka af- kastagetu seiðastöðvar fyrirtækisins á Nauteyri og nú er verið að ala þar laxaseiði sem fara í sjókvíar í Skötu- firði næst vor. Fyrsta slátrun á laxi hjá fyrirtækinu verður því eftir rúm tvö ár. Arnarlax gerði athugasemdir Áhættumat vegna blöndunar eld- islax við fisk í laxveiðiám heimilar 12 þúsund tonna heildarlífmassa í Ísa- fjarðardjúpi. Fjögur fiskeldisfyrir- tæki hafa sóst eftir heimildum en færri komast að en vilja. Samkvæmt lögum ræður röðin á afgreiðslu frummatsskýrslna hjá Skipulags- stofnun því hverjir sitja að leyfunum. Þar er Háafell fyrst í röðinni með sín 6.800 tonn. Arctic Fisk er annað í röðinni og fær afganginn, 5.200 tonn af þeim 8 þúsund tonnum sem fyrir- tækið sótti um. Aðrir fá ekkert í þessari umferð. Arnarlax gerði at- hugasemdir við úthlutun leyfa Mat- vælastofnunar samkvæmt þessari röð þar sem Skipulagsstofnun hefði mismunað fyrirtækjunum í máls- meðferðartíma. Matvælastofnun ákvað að stöðva ferlið og meðan málið væri rannsak- að. Í rökstuðningi fyrir úthlutun rekstrarleyfis til Háafells í gær kem- ur fram að athugun stofnunarinnar hafi ekki leitt í ljós verulega ann- marka á málsmeðferð Skipulags- stofnunar. Úthlutun rekstrarleyfis til Háafells styðjist því við málsmeð- ferð Skipulagsstofnunar. Ekkert er sagt um það hvort Arctic Fish sé næst í röðinni, eða ekki. Arnarlax gerði athugasemdir við fleiri atriði í leyfi Háafells og Nátt- úruverndarsamtök Íslands, Laxinn lifi og einstaklingur sendu einnig inn sameiginlegar athugasemdir. Er at- hugasemdunum svarað í greinar- gerð Matvælastofnunar, tekið tillit til einhverra en flestum hafnað. Lík- legt má telja, miðað við athugasemd- irnar, að málið verði kært til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fari jafnvel fyrir dómstóla. Háafell fyrst í röðinni Bæjarhlíð Regnbogasilungur settur út í sjókvíar Háafells í Djúpinu í vor. - Matvælastofnun telur að málsmeðferð Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi sé ábótavantJarðskjálfti af stærðinni 1,4 mæld-ist við Heklu í gærkvöldi. Skjálftinn virðist tengjast sprungu sem liggur suðvestur af Heklu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Böðvar Sveinsson, náttúruvár- sérfræðingur á Veðurstofunni, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að af og til verði litlir skjálftar á svæð- inu, en þessi skjálfti hafi verið stærri en þeir sem verði vanalega. Þeir hafi alla jafna verið í kringum 0,5 að stærð. „Það koma af og til skjálftar þarna en þessi er stærri en við eigum að venjast,“ segir hann. Þó mælist enginn órói né breyt- ingar á gasmælingum við eldfjallið. „Við sjáum því ekkert meira en þessa skjálfta og vitum ekki hvort þeir tengjast beint Heklu en þeir virðast tengjast þessari sprungu,“ segir Böðvar. „Þetta lætur okkur fylgjast aðeins betur með, við erum meira vakandi fyrir því sem er að gerast þarna.“ Alltaf þegar skjálftar verði við Heklu séu þeir skoðaðir um leið. „Við erum á tánum núna.“ Óvenjustór skjálfti mældist við Heklu Morgunblaðið/RAX Hekla „Þetta lætur okkur fylgjast aðeins betur með,“ segir Böðvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.