Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
þessi orð. Soffi vinur okkar er
fallinn frá langt fyrir aldur fram.
Þær eru ófáar minningarnar
sem fljúga um hugann þegar
maður hugsar til baka. Ótal ynd-
islegar samverustundir sem
manni finnst þó ekki hafa verið
nógu margar. Enda bjóst maður
við að þær yrðu miklu fleiri í
framtíðinni. Soffi var sannur vin-
ur og góður félagi. Við náðum af-
skaplega vel saman og með frá-
falli hans er stórt skarð hoggið í
okkar tilveru. Það er sárt að
hugsa til þess að hann eigi aldrei
eftir að koma inn um dyrnar
heima og drekka kaffi með okk-
ur og eiga notalega stund. Eiga
djúpar og einlægar samræður
um allt og ekkert eins og var
gert í ófá skiptin. Mest á maður
þó eftir að sakna þessa yndislega
drengs sem alltaf var hægt að
leita til hvað sem á bjátaði. Alltaf
tók hann á móti manni með op-
inn faðm. Soffi var langt á undan
sinni samtíð varðandi mannrétt-
indi, jafnrétti og kvenréttindi.
Þetta er reyndar allt sami hlut-
urinn en það vissi Soffi fyrir
löngu enda einstaklega vel gef-
inn og vel gerður.
Vonandi hefurðu fundið frið
elsku fallegi vinur. Við elskum
þig og hafðu þökk fyrir allt.
Fjölskyldu Soffa sendum við
allar okkar hugheilu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum.
Minning um yndislegan mann
mun lifa áfram.
Tómas Freyr, Guðrún Jóna
og börn.
Soffa kynntist ég þegar ég
flutti til Grundarfjarðar við upp-
haf 9. bekkjar. Ég flutti úr sveit-
inni og þar þótti ægilega fínt að
vera með skjalatösku undir
skólabækurnar. En þegar í
grunnskóla Grundarfjarðar var
komið, áttaði ég mig á að þar var
það síður en svo töff. En svo sá
ég að Soffi var með gamla, mjög
litríka og barnalega tösku, alveg
eins og ég átti þegar ég hóf
grunnskólagöngu mína sex ára
gamall, þá leið mér aðeins betur.
Við Soffi urðum góðir vinir og
brölluðum ýmislegt þessi tæpu
tvö ár sem eftir var af grunn-
skólagöngunni. Hann kynnti
mér t.d. Irkið og almennilega
tónlist. Ég sé reyndar enn eftir
því að hafa farið og skipt Dark
Side Of The Moon-disknum sem
hann gaf mér í 16 ára afmæl-
isgjöf. Það voru mistök, enda
skipti ég honum örugglega í ein-
hvern ómerkilegan safndisk. Við
Soffi ákváðum að búa saman í
Reykjavík þegar við fluttum
þangað til að reyna fyrir okkur í
framhaldsskóla. Þessi sambúð
færði vináttu okkar upp á annað
stig og eru árin eftir það uppfull
af skemmtilegum og fallegum
minningum sem sannarlega
standa nú eftir. Ég mun aldrei
gleyma rallýinu sem við tókum á
ruslahaugunum í Grundarfirði á
bílnum sem við „fundum“ þar
með Magga. Skelltum rafgeymi í
hann og settum í gang. Auðvitað
var það svo Soffi sem bræddi úr
mótornum í bílnum eins og hon-
um einum var lagið, enda vildi
hann helst alltaf stíga bensínið í
botn. En við náðum nú samt
nokkrum góðum hringjum áður.
Soffi var einstaklega góður
vinur, hjartahlýr, traustur, fynd-
inn og skemmtilegur. Þótt leiðir
okkar hafi lítið legið saman síð-
ustu ár fann ég á faðmlaginu
hans, þá sjaldan við hittumst, að
hann var alltaf sami, gamli, góði
vinur minn.
Við Dagmar vottum aðstand-
endum Soffa okkar dýpstu sam-
úð. Elsku Rúnar, Kristín, Rut,
Haddi og Logi, minningin um
Soffa mun lifa áfram í hjörtum
okkar sem þótti vænt um hann
og brosið hans og gæska mun
aldrei gleymast.
Guðmundur Hinrik (Ninni).
Elsku Soffi minn, hugur minn
fór á flug þegar ég fékk fréttir af
andláti þínu. Eftir smá stund fór
ég að brosa yfir öllum vitleys-
isganginum í okkur þegar við
vorum yngri, þegar við flögguð-
um kosningafánum í hálfa stöng
og drógum stigasleða á eftir bíl-
um um miðja nótt. Bílaáhuginn
var okkar helsta sameiginlega
áhugamál. Þar kom ég alltaf
sterkur inn því þú kunnir bara
ekkert að laga bíla. Það var mjög
skemmtilegt þegar þú baðst mig
um að hjálpa þér að skipta um
alternator og við enduðum á að
smíða veltibúr og mála bílinn,
allt á einni helgi og lítið sofið.
Eftir þetta var rallað á þessum
bíl helgi eftir helgi þar til vélin
gaf sig og bílnum hafði aldrei
verið velt. Þetta fannst þér ekki
hægt, það yrði að prufa veltib-
úrið. Við fórum því með bílinn út
á ruslahauga, fengum okkur
mjög langan spotta og vöfðum
honum utan um bílinn. Ég fékk
svo lánaðan trukkinn hans
pabba til að toga í spottann og
þú fórst inn í bílinn og ég í
trukkinn og við veltum bílnum í
fjóra hringi. Viti menn, velti-
búrið hélt! Það var svo eina sjó-
mannadagshelgi að við ákváðum
að skella okkur í sund eftir lok-
un. Við vildum vera í sundfötum
og fórum því heim í skýlurnar og
brunuðum upp eftir í átt að
sundlauginni. Við vorum svo
stoppaðir af lögreglunni í skóla-
brekkunni sem spurði okkur
nokkuð hissa hvað við værum að
gera og við sögðumst auðvitað
bara vera á rúntinum.
Þú varst mikill áhrifavaldur í
mínu lífi enda kynntir þú mig
fyrir eiginkonu minni og hefur
alltaf reynst mér vel. Sú tilfinn-
ing að ég muni ekki hitta þig
meir er mér mjög þung. Ég vona
að þú sért búinn að finna innri
frið. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu. Takk fyrir allar
samverustundirnar og minning-
arnar elsku fallegi vinur minn.
Hvíldu í friði,
þinn vinur,
Magnús Jósepsson
(Maggi Jobba).
Fjögurra ára afmælið mitt var
haldið fyrir Soffa. Jú jú, það
komu alveg aðrir krakkar í það
líka en allt snerist í raun um
hann. Hann var nefnilega fyrsta
ástin mín og þegar maður er í
leikskóla eru tilfinningarnar
mjög stórar þótt maður sjálfur
sé lítill. Loksins var bankað og
ég hljóp til dyra. Þarna var
hann, hvít skyrta og þverslaufa,
fáránlega krúttlegur með plast-
skartgripi handa mér að gjöf.
Hamingjan sem ég upplifði! Og
þótt kulnað hafi í eldheitum
ástarglóðunum síðar sama ár
þegar hann neitaði að dansa við
mig á jólaballinu hefur Soffi alla
tíð síðan komið með kærleikann
heim að dyrum.
Ég hef alltaf verið svolítið
montin yfir því að eiga Soffa sem
vin. Svo mikill töffari, hreinn og
beinn, yfir honum einstök reisn.
Hann skipti skyrtu og slaufu út
fyrir gallabuxur og hljómsveit-
arbol, varð fáránlega myndar-
legur (eins og allar mínar vin-
konur vita vel) og keyrði nánast
jafn hratt og kaffið sem hann
drakk var sterkt. Að eiga æsku-
vin er svo dýrmætt. Þarna er
manneskja sem þekkir þig betur
en allir aðrir og alltaf er hægt að
leita til. Þótt stundum hafi liðið
langt á milli funda okkar bítur
tíminn ekki á sterk og einlæg
vinabönd.
Það var svo gott að tala við
Soffa. Enginn var betri í að
greina kjarnann frá hisminu,
hann dvaldi ekki við það sem
ekki var hægt að breyta, var
raunsær, heiðarlegur og trygg-
lyndur. Hann þroskaðist líka fal-
lega sem manneskja, hlustaði til
dæmis á jaðarsetta hópa og
gerði sér far um að skilja þeirra
stöðu, meðvitaður um sína eigin
forréttindastöðu. Samt var ekki
alltaf auðvelt að vera Soffi, oft
hreinlega óbærilega flókið. En
hann barmaði sér samt aldrei,
hann var ósérhlífinn. Soffi átti
líka frábæra fjölskyldu og vini
og góðan stuðning vísan sem
hann var bæði þakklátur og auð-
mjúkur yfir.
Soffi, nú þegar þú ert farinn
bærast margar erfiðar tilfinn-
ingar innra með okkur sem elsk-
uðum þig. Ég myndi vilja tala
um það við þig. Og það er eins og
ég sjái þig fyrir mér. Þú setur
stút á munninn, kiprar augun,
gott ef þú tekur ekki smók af
sígarettu (alltaf svo fokking
svalur!) yppir öxlum og segir:
„Þetta er eins og það er.“
Þannig er það þá. En ekki
einu sinni dauðinn slítur streng-
inn sem bindur okkur við þig. Þú
skildir eftir þig mikil áhrif, þú
bættir okkur með kærleika,
fegurð og einlægni. Sú gjöf verð-
ur aldrei frá okkur tekin.
Sakna þín.
Þín vinkona,
Þórhildur Ólafsdóttir.
Ég vissi það strax þegar ég
hitti hann í lyftunni á Skúla-
götunni að við yrðum vinir, Soffi
var manneskja sem mig langaði
að þekkja.
Það var sem ég vissi að urðum
trúnaðarvinir fljótt og við skild-
um hvor annan svo vel, töluðum
um góðu hlutina en jafnframt
líka þá erfiðu, á milli okkar voru
engin leyndarmál.
Soffi vildi öllum vel og lagði
hann sig fram við að láta fólki
líða vel, mér leið svo sannarlega
vel í kringum hann.
Eftir að ég flutti úr blokkinni
okkar í mína eigin íbúð gaf hann
mér loftvog í innflutningsgjöf.
Gjöfin hafði mikla þýðingu,
hann vissi hversu mikill áfangi
þetta var fyrir mig að eignast
mína eigin íbúð og hann ætlaði
sko að halda upp á það með mér.
Það verður seint sagt að lífið
sé sanngjarnt og ég á erfitt með
að sætta mig við að fá ekki að
hafa Soffa mér við hlið áfram en
hann lifir í hjarta mínu og hjá
þeim sem elskuðu hann.
Elsku fallegi vinur minn,
sofðu rótt, þú gerðir mig að betri
manni.
Kæra fjölskylda og vinir, ég
sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur, nú ylja minn-
ingarnar.
Bærinn minn
bærinn minn og þinn
sefur sæll í kyrrð.
Fellur mjöll
hljótt í húmi á jörð.
Grasið mitt,
grasið mitt og þitt
geymir mold til vors.
(Jakobína Sigurðardóttir)
Stefán Svan Aðalheiðarson.
Við Soffi kynntumst þegar
leiðir okkar lágu saman við
Breiðafjörð, um borð í Kríu og
Kjóa, hann var skipstjórinn og
ég sá um vélina og leiðsögnina.
#HverErAðKallaReykjavík. Við
sóttum skóla, sigldum um
Breiðafjörð, hann kenndi mér
plastikk, við elduðum saman og
spiluðum saman á gítar, við
gerðum svo margt saman þessi
tvö ár. Ég hlakkaði ávallt til að
hitta Soffa og fá faðmlag. Eng-
inn faðmaði eins og Soffi, faðm-
lagið var þétt. Þegar við fórum
svo hvor í sína áttina héldum við
alltaf sambandi. Samtölin sner-
ust um báta, dömur, bíla, nýja
lagið með Deftones og fleira
áhugavert og ávallt mikið hlegið.
Sá tími er við Soffi unnum
saman og sigldum um Breiða-
fjörð er mér svo minnisstæður
og minningarnar eru góðar. Ég
sakna vinar míns en er á sama
tíma svo þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum og fyrir tímann
sem við áttum saman. Ég mun
faðma þig seinna á nýjum stað
kæri vinur.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég foreldrum og fjölskyldu
Soffa.
Hafþór Ingi Gunnarsson.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR SIGVALDADÓTTUR,
Mánatúni 9.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Hlíðabæjar, Vitatorgs og Sóltúns fyrir einstaka fagmennsku
og alúð.
Gunnar Heiðar Guðjónsson
Anna Guðbjörg Gunnarsd. Daði Björnsson
Guðmundur Ingi Gunnarsson Patrizia Cipriani
Elín Heiður Gunnarsdóttir Davíð Jens Guðlaugsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANNES BERGSVEINSSON,
Bárugötu 35,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni
þriðjudagsins 22. júní. Útför hans fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. júní klukkan 13.
Jóhannes Jóhannesson
Bergsveinn Jóhannesson
Elín Jóhannesdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
RÍKHARÐUR PESCIA,
7601 Samuel drive,
Sellersburg IN, USA,
lést í faðmi fjölskyldunnar 10. júní.
Minningarathöfn verður haldin 10. júlí klukkan 11 að staðartíma.
Athöfninni verður streymt á netinu klukkan 15 að íslenskum
tíma.
Diljá Reynisdóttir
Rosemary Lilja Ríkharðsd. Björn Henrý Kristjánsson
Sveindís Ósk Guernsey Jonathan Guernsey
og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð
vegna andláts og útfarar míns ástkæra
eiginmanns, föður okkar, tengdapabba,
afa og langafa,
HELGA SIGURÐSSONAR,
véltæknifræðings,
Skógarseli 43.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar
Landspítala og HERU.
Árný Kristjánsdóttir
Gunnur Helgadóttir Baldvin Þ. Kristjánsson
Sigrún Helgadóttir Jón Bragi Bergmann
afa- og langafabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRGUNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR,
Kristnibraut 8,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi 24. júní.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 1. júlí klukkan 15.
Róbert Árnason
Gerður Róbertsdóttir Óðinn Jónsson
Þóra Björk Róbertsdóttir
Róbert Róbertsson
Bryndís, Hrefna, Elvar Snær, Hjörtur Ingi, Haukur Erik
Kær frænka okkar,
EVA ÓLAFSDÓTTIR,
Kleppsvegi 136,
lést föstudaginn 28. maí á Landspítalanum.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Margrét Ákadóttir
Merete Sveistrup
Vikar Pétursson
Jakob Jakobsson
Ásmundur Jakobsson
Aðalbjörg Jakobsdóttir
Steinunn Jakobsdóttir
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar