Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Stofnanasamningur milli Félags íslenskra leikara (FÍL) og sviðs- listafólks og Íslenska dansflokks- ins (ÍD) var undirritaður í fyrra- dag en þann 10. júní hafði FÍL skrifað undir kjarasamning fyrir danshöfunda hjá ÍD við ríkið. Í til- kynningu segir að stofnanasamn- ingur þessi og kjarasamningurinn sem hann tengist séu fyrstu dans- höfundasamningar sem gerðir hafi verið á Íslandi og að þeir séu árangur margra ára baráttu FÍL og ÍD. „Með samningunum eru danshöfundar loksins komnir á sama stað og aðrir listrænir stjórnendur hjá opinberum sviðs- listastofnunum hvað varðar laun og réttindi,“ segir í tilkynningu og að samninganefndir vilji þakka öllum sem að verkefninu komu, sem og mennta- og menningar- málaráherra fyrir veittan stuðn- ing. Samninginn undirrita f.h. ÍD, Erna Ómarsdóttir, Hlynur Páll Pálsson og Jóhanna Jafetsdóttir og fyrir hönd FÍL, Birna Hafstein, Hrafnhildur Theodórsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Einar Hrafn Stefánsson Ánægja Fulltrúar ÍD og FÍL ánægðir eftir undirritun samnings. Fyrstu danshöfunda- samningarnir á Íslandi Viktor Pétur Hannesson opnar sýningu í Hall- steinssal í Safna- húsi Borgar- fjarðar í Borgar- nesi í dag á verkum sem hann vann úr borgfirskum jurtum. Viktor hefur unnið með íslenska flóru í ein fjögur ár, ferð- ast um landið og fylgst með sí- breytilegu litaframboði jurtarík- isins, allt frá bronsgulum njólarót- um að vori yfir í dimmblá kræki- berin að hausti, eins og því er lýst í tilkynningu. Hefur hann oftar en ekki komið við í Borgarfirði og ná- grenni og eru verkin á sýningunni unnin í þeim heimsóknum. Sýningin verður opin kl. 13-18 á virkum dögum og kl. 13-17 um helgar. Sýnir verk úr borg- firskum jurtum Viktor Pétur Hannesson Listval, nýtt sýningarými, verður opnað að Hólmaslóð 6 í dag, laug- ardag, kl. 16. Elísabet Alma Svend- sen og Helga Björg Kjerúlf reka rýmið en Listval hefur sl. tvö ár veitt heimilum og fyrirtækjum myndlistarráðgjöf. Rýmið á Hólma- slóð verður aðsetur Listvals þar sem fólk getur komið og skoðað fjölbreytta myndlist og fengið per- sónulega ráðgjöf við val á verkum, segir í tilkynningu. Í tilefni opn- unar verða til sýnis verk eftir yfir 30 samtímalistamenn og ný heima- síða Listvals opnuð. Í Listvali Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen í nýja sýningarýminu. Nýtt sýningarými á Hólmaslóð Borgarráð veitti í fyrradag borgar- stjóra, Degi B. Eggertssyni, heimild til að ganga frá samningnum fyrir hönd borgarinnar um safn myndlist- arkonunnar Nínu Tryggvadóttur. Verður hann undirritaður í sumar milli Reykjavíkurborgar og dóttur listakonunnar, Unu Dóru Copley, að því er fram kemur í tilkynningu. Segir þar að safn Nínu Tryggvadótt- ur verði fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar kennt við og til- einkað íslenskri listakonu og því mikil menningarleg tímamót. Samningurinn er í samræmi við sameiginlega viljayfirlýsingu aðila frá 17. maí, 2018, segir í tilkynning- unni, en síðan þá hafi verið unnið að samningnum, skráningu safneignar, stofnskrá safnsins, erfðamálum og fleiru. Safnið verður í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vest- urhluta þess er Listasafn Reykjavík- ur. Þar með verður allt Hafnarhúsið lagt undir listastarfsemi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Safneignin varðveitt og sýningar haldnar Í samningnum er kveðið á um að Una Dóra, einkadóttir Nínu, gefi Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína sem end- urspegla allan feril listakonunnar. Eru þar meðal annars málverk, teikningar, glerverk og vatnslita- myndir og mun Una Dóra einnig gefa fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag, sem og aðrar listaverkaeignir, bókasafn og fleiri muni. „Borgin fjármagnar á móti rekstur safnsins samkvæmt fjárhags- og starfsáætlun hvers árs, og skuldbindur sig til að varðveita safneignina og halda úti sýningum sem byggja á ferli Nínu Tryggva- dóttur og á öðrum verkum sem kveikja áhuga á abstrakt list. Eftir undirritun samningsins er miðað við að Reykjavíkurborg kaupi aust- urhlið Hafnarhússins af Faxaflóa- höfnum. Í framhaldinu er stefnt að samkeppni um hönnun þess hluta hússins,“ segir í tilkynningunni. „Gríðarlega rausnarleg gjöf“ Haft er eftir Unu Dóru í tilkynn- ingunni að hún sé afar glöð og ham- ingjusöm yfir því að listaverk móður hennar, sem nái yfir allan hennar feril, verði til sýnis í Reykjavík þar sem þau eigi heima. „Þannig verða þau aðgengileg hinum dásamlegu Ís- lendingum á öllum aldri næstu ár og áratugi,“ segir Una Dóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir um mikil tímamót að ræða í menningarlífi borgarinnar. „Þessi höfðinglega gjöf Unu Dóru Copley á verkum Nínu Tryggvadóttur, móður sinnar, er gríðarlega rausnarleg og þeir fjármunir sem fylgja í formi fasteigna gera borginni kleift að sækja fram á sviði myndlistar. Safn Nínu Tryggvadóttur verður kær- komin viðbót í flóru safna borgar- innar og mun halda nafni hennar og list á lofti einsog hún á skilið,“ er haft eftir Degi í tilkynningunni. Bjó í Kaupmannahöfn, París, London og New York Nína fæddist árið 1913 og lést árið 1968. Hún var þekktust fyrir list- málun en gerði líka barnabækur, bæði myndir og texta. Á yngri árum naut hún tilsagnar Ásgríms Jóns- sonar í teikningu og meðfram námi við Kvennaskólann í Reykjavík stundaði hún listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Eftir það hélt Nína til Kaupmannahafnar, lærði listmálun við Det kongelige akademi for de skønne kunster og bjó síðar í París og London en lengst af í New York. Tengsl hennar við Ís- land rofnuðu aldrei og hún hélt margar sýningar hér á landi, auk þess að sýna erlendis. Hún var virk í hreyfingu abstrakt-expressjónista í New York og verk eftir hana má finna í söfnum víða um heim og einn- ig í einkaeigu. Morgunblaðið/Ásdís Arfleifð Una Dóra Copley, dóttir Nínu, með verk eftir móður sína til beggja handa á heimili sínu árið 2018. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Í Bogasal Nína á sýningu á verkum hennar í Bogasal Þjóðminjasafnsins á sjöunda áratugnum. Fyrsta safn borgarinnar sem tileinkað er íslenskri listakonu - Samningur um safn Nínu Tryggvadóttur listmálara verður undirritaður í sumar - Dóttir hennar gefur á annað þúsund verka auk fasteigna eftir sinn dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.