Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Áfengi er krabba-
meinsvaldur. Út frá
sjónarhóli krabba-
meinsforvarna er
mælt með því að draga
sem mest úr áfeng-
isneyslu. En hver og
einn verður að gera
það upp við sig hvort
og þá hvenær og
hvernig best sé að
nálgast viðfangsefnið.
Það sem hér er skrifað
á fyrst og fremst við
um þann stóra hóp
neytenda sem notar
mikið áfengi án þess
að vera endilega í
stjórnlausri neyslu.
Hafir þú áhyggjur af
áfengisneyslu þinna
nánustu er eðlilegt að
þú viljir ræða málið.
Það er nokkuð víst að
viðkomandi hafi
áhyggjur af því líka, án þess þó að
viðurkenna það fyrir öðrum en sjálf-
um sér. Það er þó margt sem hafa
þarf í huga þegar rætt er við fólk í
þessari stöðu.
Virðing fyrir persónumörkum
Alltaf ber að sýna fulla virðingu
fyrir vilja, afstöðu og kring-
umstæðum þess sem talað er við og
aldrei má fara yfir persónumörk við-
komandi. Ef sá sem talað er við
bregst við með því að reyna að beina
samtalinu í aðra átt, eða fer að verja
eigin hegðun, er ljóst að farið er yfir
persónumörk viðkom-
andi. Þá er best að taka
eitt skref til baka og
segja t.d.: „Ég finn að
þér finnst ekki gott að
ræða þetta mál við mig.
Tölum um eitthvað ann-
að skemmtilegra.“
Rökræða
Þegar ætlunin er að
ýta undir hegð-
unarbreytingu eða
skoðanaskipti er rök-
ræða ekki vænleg til ár-
angurs. Beinar rökræð-
ur þrýsta
einstaklingnum gjarna í
öfuga átt. Sá sem ver
skoðanir sínar og atferli
er í raun að tala sig frá
breytingum.
Stimplagildran
Forðist að stimpla
þann sem þú ræðir við.
„Þú ert alkóhólisti“, „þú
ert fíkill“, „þú ert í af-
neitun“. Af því að svona stimplar
hafa oft neikvæða merkingu í sam-
félagi kemur það ekki á óvart að fólk
með sæmilegt sjálfsmat streitist á
móti. Hjá fjölskyldumeðlimum getur
stimpill leitt til fordómafullra sam-
skipta. Fyrir suma gæti jafnvel bara
lítil tilvísun í „vandamál þitt með …“
leitt til óþægilegrar tilfinningar um
það að vera kominn í gildru. Gleði-
legt sumarfrí.
Samræða um
áfengisneyslu
Eftir Ásgeir R.
Helgason
Ásgeir R. Helgason
»Hafir þú
áhyggjur af
áfengisneyslu
þinna nánustu
er nokkuð víst
að viðkomandi
hafi áhyggjur
af því líka.
Höfundur er dósent í sálfræði
við HR og sérfræðingur hjá
Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is
Vísindamenn Haf-
rannsóknastofnunar
eru ásakaðir fyrir að
ofmeta stærð þorsk-
stofnsins verulega fyr-
ir nokkrum árum síð-
an. Þeir sem bera fram
ásökunina eru vís-
indamenn Hafrann-
sóknastofnunar í dag.
Nú hafa bæði verið
hreinsanir og starfslok
hjá stofnuninni á undanförnum ár-
um og er því freistandi að álykta að
núverandi starfsmenn stofnunar-
innar séu að dæma störf fyrrverandi
starfsmanna. Ef svo er ekki eru þeir
greinilega að leggja dóm á eigin
störf og verður þá að teljast viðeig-
andi að þeir biðji þjóðina afsökunar
á meintum mistökum eins og tíðkast
nú um stundir.
Þar sem ég er mikill vinur stofn-
unarinnar fyrr og síðar, hef m.a. séð
henni fyrir hugmyndum og gagnrýni
til að brýna þekkingu sína á í ára-
tugi, finnst mér þessi uppákoma al-
veg óviðunandi. Þetta sama hefur
reyndar gerst reglulega áður og hef-
ur lítið með gæði starfsfólks eða
mælinga að gera. Þekkingargrunn-
urinn sem stofnunin byggir á er
rangur og því telur hún sig þurfa að
leiðrétta gögn sín reglulega með ald-
urs/afla-leiðréttingum og með
slumpunum eins og þessari nýju.
Það alvarlega er að það eru einmitt
þessar breytingar á gögnum sem
koma í veg fyrir að stofnunin geti
öðlast betri skilning á viðfangsefn-
inu.
Ástæðan fyrir sveiflunum er ekki
mælingaskekkja heldur breytilegur
náttúrulegur dánarstuðull vegna
skilyrða og skörunar í vannýttum
sjálfsráns-fiskistofni. Undanfarna
áratugi hefur ekki verið grisjað fyrir
vexti og nýliðun í íslenska þorsk-
stofninum og grípur hann því eðli-
lega til eigin ráða af og til þegar
fæðuöflunin er komin í
óefni og viðskiptajöfn-
uður orku og fæðuöfl-
unar er orðinn erfiður.
Þessi vanræksla er búin
að kosta þjóðina meira
en 10 milljóna tonna
afla af þorski, loðnu,
rækju og humri svo
eitthvað sé talið.
Það er þekkt aðferð
meðal afbrotamanna að
viðurkenna á sig lítið
brot í þeirri von að ekki
komist upp um alvar-
legan glæp. Ég hef grun um að til-
gangur Hafrannsóknastofnunar nú
sé af svipuðum toga og hvet stofn-
unina til að gera hreint fyrir sínum
dyrum hvað þetta varðar. Ég mun
að sjálfsögðu verja Hafrann-
sóknastofnun fyrir óréttmætum
árásum. Hafrannsóknastofnunar
með oddi og egg og mótmæli þessum
fúsk-leiðréttingum sem tíðkast hafa
frá tímum svartra skýrslna á síðustu
öld og jafnvel lengur. Það er ekki
sæmandi hugsandi fólki að hrópa
„úlfur úlfur“ af röngu tilefni af og til
í hálfa öld og ætlast til þess að vera
trúað endalaust.
10 milljóna tonna spurningin:
Er hugsanlegt vanmetið ofmat á Hafró
með hafdjúpsins einfalda lífríkis
stafró?
Er kannski þjóðin í eintómu tjóni
með ofmetið vanmat á öðrum og
Jóni?
Lifið heil.
Hafró gegn Hafró
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Ástæðan fyrir sveifl-
unum er ekki mæl-
ingaskekkja heldur
breytilegur náttúru-
legur dánarstuðull.
Höfundur er sjómaður
og ellilífeyrisþegi.
svennij123@gmail.com
Nú þegar hillir undir
að við séum að ná tök-
um á Covid-faraldr-
inum er rétt að þakka
fyrir það sem vel var
gert meðan verkefnið
virtist allt að því óyf-
irstíganlegt. Við lögð-
umst öll á eitt; nem-
endur, foreldrar og
kennarar, tókum hönd-
um saman og sýndum
svart á hvítu að þegar við stöndum
saman að einhverju verkefni, þá
náum við að leysa það.
Ég vil nota tækifærið, fyrir hönd
kennara, og þakka bæði nemendum
og foreldrum fyrir ótrúlega elju og
dugnað á þessum fordæmalausu
tímum. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með þeirri yfirvegun sem
sýnd var og hvernig allir lögðust á
eitt til að ná tökum á þeirri ein-
kennilegu stöðu sem fylgdi faraldr-
inum.
Það sannaðist berlega og með
óyggjandi hætti hversu mikilvægur
grunnskólinn er, ekki bara sem
stofnun, heldur sem samfélag. Þar
þroska nemendur ekki bara með sér
þá þekkingu sem þeir taka með sér
út í lífið, heldur er grunnskólinn svo
miklu miklu meira. Hann er fé-
lagslegur vettvangur, þar fá nem-
endur tækifæri til að finna styrk-
leika sína og áhugamál, þar er
grunnurinn lagður.
Sumir hafa haldið því
fram að grunnskólinn
geti ekki tekið utan um
ólíka einstaklinga og
búið þeim það örugga
skjól sem þeir eiga rétt
á, en allt slíkt tal varð
að engu þegar við stóð-
um saman á Covid-
tímanum. Auðvitað
komu upp vandamál í
grunnskólanum eins og
alls staðar í þjóðfélag-
inu, en óvíða var tekið
betur á þeim en einmitt
hjá grunnskólanemendum, for-
eldrum og kennurum. Og það sýndi
okkur að við sem samfélag ekki bara
þurfum, heldur verðum, að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að vinna
gegn vanlíðan í skólanum og það
gerum við einmitt best saman. Þeg-
ar foreldrar og kennarar taka hönd-
um saman er hægt að vinna á nær
öllum vandamálum sem upp koma
og sannast þar enn á ný að skólamál
eru samfélagsmál og við verðum öll
að leggjast á árarnar til að ná í land.
Grunnskólakennarar taka undir
með félags- og barnamálaráðherra,
sem ítrekað hefur bent á mikilvægi
þverfaglegrar þjónustu við börn.
Með slíku átaki er hafin vegferð um
innleiðingu kerfisbreytinga þar sem
grunnskólanemandinn er hjarta
kerfisins og tryggt er að samfélagið
grípi strax inn í ef aðstoðar er þörf.
Þar er unnið eftir hugmyndafræði
um snemmtæka íhlutun, en hún fel-
ur í sér að börn fái aðstoð áður en
vandi geti orðið óafturkræfur, en til
að slíkt gerist þarf að brjóta niður þá
múra sem oft er að finna í „kerfinu“.
Starfsþróun kennara er stór þáttur í
þessu mikilvæga verkefni. Við vilj-
um öll, hver svo sem við erum, að
börnin okkar séu í fyrsta sæti, að
þau séu okkar fyrsta og síðasta
hugsun, því þau eiga það svo sann-
arlega skilið að við sem samfélag
setjum velferð þeirra á oddinn. Og
það er kjarninn sem við getum öll
verið sammála um; að öll börn fái að
þroskast í heilnæmu umhverfi þar
sem þau eiga rétt á sömu tækifærum
til náms og þroska. Þetta á ekki bara
við innan skóla eða sveitarfélaga,
heldur þvert á okkar samfélag. Stór
þáttur í því er að breyta þeim hugs-
unarhætti að fjárhagsleg ábyrgð
liggi hjá sveitarfélaginu. Ábyrgðin
liggur hjá okkur öllum. Hún liggur
hjá íslensku samfélagi.
Skólamál eru samfélagsmál –
Við getum þetta saman
Eftir Þorgerði
Laufeyju
Diðriksdóttur
» Þegar foreldrar og
kennarar taka hönd-
um saman er hægt að
vinna á nær öllum
vandamálum sem upp
koma og sannast þar
enn á ný að skólamál
eru samfélagsmál
Þorgerður Laufey
Diðriksdóttir
Höfundur er formaður
Félags grunnskólakennara.
ÁRBÆJARKIRKJA | Gönguguðsþjónusta kl. 11. Gengið er frá Árbæj-
arkirkju um Elliðaárdalinn, stífluhringinn og staldrað við á nokkrum stöð-
um í söng og bæn. Allir eru velkomnir í gönguna og gengið á hraða sem
flestum hentar. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar og félagar úr kór
Árbæjarkirkju leiða sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklanér org-
anista. Á eftir er messukaffi í kirkjunni.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónustur í Laugardalsprestakalli í sumar verða í Laug-
arneskirkju kl. 11 alla sunnudaga frá 13. júní til og með 8. ágúst. Næsta
guðsþjónusta í Áskirkju verður sunnudaginn 15. ágúst 2021.
BESSASTAÐASÓKN | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl.
11. Bessastaðasókn tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér á síðunni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngumessa í Breiðholtskirkju kl. 11 og guðs-
þjónusta á farsi kl. 14, 27. júní 2021.
Gönguguðsþjónusta kl. 11 sunnudag 27. júní. Gengið er frá Fella- og
Hólakirkju kl. 10. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti er Örn
Magnússon. Veitingar eftir göngu og guðsþjónustu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 20. Jónas Þórir og félagar úr
Kammerkór Bústaðakirkju annast tónlistina. Sr. Pálmi annast þjónustu
ásamt messuþjónum.
DIGRANESKIRKJA | Sumarhelgistund verður í Hjallakirkju 27. júní kl.
11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir leiðir stundina ásamt Kára Allanssyni og fé-
lögum í Karlakórnum Esju.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Kári
Þormar dómorganisti og Dómkórinn.
FELLA- og Hólakirkja | Gönguguðsþjónusta Breiðholtssafnaða. Breið-
holtskirkja kl. 11. Gengið frá Fella- og Hólakirkju kl. 10.
GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir almennan
safnaðarsöng.
Sumarsunnudagaskóli verður í vinnustofunni á bænum Krók. Félagar í
fornbílaklúbbnum á Íslandi taka rúntinn á Garðaholtið til að gleðja kirkju-
gesti. Boðið verður upp á kaffi og ís í hlöðunni.
Guðsþjónustunni verður streymt á Facebook-síðunni facebook.com/
sumarmessur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 27. júní verður kaffihúsamessa
kl. 11. Forsöngvari, prestur, organisti og kirkjuvörður annast þjónustuna.
Kaffi og meðlæti.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunstund í kirkjunni sunnudag kl. 11. Ásta Har-
aldsdóttir og félagar úr Kór Grensáskirkju annast tónlistina. Sr. Pálmi
annast þjónustu ásamt messuþjónum.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Sumarmessa í Hvalsneskirkju sunnudag kl.
20. Grindavíkurkirkja tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Hvalsneskirkja hér á síðunni.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöldguðsþjónusta sunnudag kl.
20.
Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar og prédikar fyrir altari. Tónlistarflutn-
ingur í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds-
dóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnu-
daga kl. 11 í júní, júlí og ágúst. Hafnarfjarðarkirkja tekur þátt í Sum-
armessum í Garðakirkju. Streymt er frá messunum. Sjá Garðakirkja hér á
síðunni.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórð-
arson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er
Matthías Harðarson. Forsöngvarar syngja og leiða safnaðarsöng. Ensk
messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar í Kordíu kór Háteigs-
kirkju sjá um messusöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sumarhelgistund sunnudag 27. júní kl.
11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir leiðir stundina ásamt Kára Allanssyni og fé-
lögum í Karlakórnum Esju.
HVALSNESKIRKJA | Kósímessa sunnudag 27. júní kl. 20. Almennur
söngur við gítarslátt sóknarprest. Hugvekja og bæn. Sr. Sigurður Grétar
Sigurðsson þjónar.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyr-
irbænum. Ragnar Schram prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. At-
hugið að þetta er síðasta samkoma fyrir sumarfrí, en skrifstofa kirkj-
unnar verður lokuð allan júlímánuð vegna sumarfría.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sumarmessa í Hvalsneskirkju sunnudag kl. 20.
Keflavíkurprestakall tekur þátt í sumarmessum. Sjá Hvalsneskirkja hér á
síðunni.
KETUKIRKJA | Guðsþjónusta í Ketukirkju á Skaga kl. 16. Organisti er
Rögnvaldur Valbergsson, prestur er Sigríður Gunnarsdóttir.
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Sumarmessa í Hvalsneskirkju kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Hvalsneskirkju hér á síðunni.
LANGHOLTSKIRKJA | Sumarmessur Laugardalsprestakalls alla
sunnudaga í sumar kl. 11 í Laugarneskirkju.
Sunnudaginn 27. júní er messa kl. 11 í Laugarneskirkju, prestur er Aldís
Rut Gísladóttir og organisti er Bjartur Logi Guðnason.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Kaffisopi á Torginu eftir athöfn.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sumarmessa í Hvalsneskirkju
kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Hvalsneskirkju
hér á síðunni.
SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breiðholtssafnaðanna. Gengið frá
Fella- og Hólakirkju kl. 10 til guðsþjónustu í Breiðholtskirkju kl. 11. Ath.
ekki verður guðsþjónusta í Seljakirkju en hvatt til þátttöku í gönguguðs-
þjónustunni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Létt guðsþjónusta kl. 11 í sal Lyfjafræði-
safnsins bak við Nesstofu. Hljómsveitin Sóló leikur og syngur undir al-
mennum söng. Kaffiveitingar eftir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Axel Njarðvík. Org-
anisti er Jón Bjarnason. Veitingahúsið Skálholt er opið í hádeginu, sem
og alla daga.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Sumarmessur á Suðurnesjum. Sjá Hvalsneskirkju.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér í síð-
unni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumarmessur í Garðakirkju alla
sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá
Garðakirkju hér á síðunni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sumarmessa í Hvalsneskirkju kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í Sumarmessunum.
Sjá Hvalsneskirkju hér á síðunni.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Auðkúlukirkja við Svínavatn, Austur-Húnavatnssýslu.