Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Í
búar í fimm sveitarfélögum á
Suðurlandi greiða atkvæði um
sameiningu hinn 25. sept-
ember næstkomandi, samhliða
alþingiskosningum. Þetta eru Ása-
hreppur, Rangárþing ytra, Rang-
árþing eystra, Mýrdalshreppur og
Skaftárhreppur.
Verkefnið hefur verið kallað
„Sveitarfélagið Suðurland“ á und-
irbúningsstiginu. Samstarfsnefnd
hefur greint kosti og galla samein-
ingar og birt helstu niðurstöður í
skýrslu. Stöðugreining er byggð á
vinnu samstarfsnefndar og starfs-
hópa, upplýsingum og ábendingum
frá íbúafundum og greiningu op-
inberra gagna.
Ljóst er að sameinað sveitarfé-
lag yrði stærsta sveitarfélagið á Ís-
landi að flatarmáli. Það yrði 15.659
ferkílómetrar eða um 16% af heild-
arstærð landsins. Samanlagður íbúa-
fjöldi í sveitarfélögunum fimm var
5.317 í byrjun þessa árs sem myndi
þýða að sameinað sveitarfélag yrði
það níunda fjölmennasta á landinu.
Vakin er athygli á því að íbúafjöldi
hefur aukist um 22% undanfarinn
áratug. Mikil fjölgun hefur verið
meðal íbúa með erlent ríkisfang. Þeir
voru 23% íbúa svæðisins árið 2019.
Sjá tækifæri til hagræðingar
Augljóst er á lestri skýrslunnar
að talsverð tækifæri eru til hagræð-
ingar í stjórnsýslu með fyrirhugaðri
sameiningu, svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Í dag eru 29 fulltrúar í fimm
sveitarstjórnum, tvö byggðaráð eru
starfandi með sex fulltrúum og 36
fastanefndir eru starfræktar með 152
fulltrúum. Þegar allt er saman tekið
eru stjórnir, nefndir og ráð 103 tals-
ins. Fulltrúar í þeim eru 370 talsins.
Allt kostar þetta sitt og kostnaður við
laun stjórna, ráða og nefnda er met-
inn á 80-90 milljónir króna ár hvert.
Auk almennrar hagræðingar
sem hægt væri að ná fram með einni
stjórnsýslu fyrir allt svæðið kemur í
ljós að hjá sveitarfélögunum fimm
starfa nú hlutfallslega fleiri starfs-
menn í fjármálum og stjórnsýslu en
hjá samanburðarsveitarfélögum. Í
dag eru 34 starfsmenn hjá Sveitarfé-
laginu Suðurlandi á þeim vettvangi
en til samanburðar eru þeir 35 í Ár-
borg. Þar eru íbúar þó tvöfalt fleiri.
Ef horft er til Fjarðabyggðar er íbúa-
fjöldi sambærilegur við Suðurland en
starfsmenn um það bil 40% færri í
fjármálum og stjórnsýslu.
Áætlað hagræði við rekstur upp-
lýsingakerfa og kaup á sérfræðiþjón-
ustu nemur ríflega 86 milljónum
króna á ári. Þá gætu 35 milljónir
sparast með fækkun ársreikninga í
sameinuðu sveitarfélagi.
Fulltrúi sveitarstjóra
verði á hverjum stað
Hugmynd að stjórnskipulagi
nefndakerfis er lögð fram í skýrsl-
unni. Þar er gert ráð fyrir því að
sveitarstjórn verði skipuð 11 fulltrú-
um. Byggðaráð verði skipað fimm
fulltrúum og þrjár stórar fagnefndir
verði starfræktar með fimm fulltrú-
um hver. Þær nefndir eiga að funda
ört. Gert er ráð fyrir því að deild-
arstjórar og sérfræðingar starfi með
fagnefndum. Skipaður verður fulltrúi
sveitarstjóra á hverjum þéttbýlisstað
og undir hann heyrir íbúaráð. Til við-
bótar verða svo ýmis notendaráð, svo
sem öldungaráð, ungmennaráð, fjöl-
menningarráð og notendaráð fé-
lagsþjónustu.
Ekki eru ráðgerðar miklar
breytingar á skipulagi skólastarfs og
það verður áfram í öllum „hverfum“
nýs sveitarfélags eins og það er kall-
að. Þá muni núverandi hjúkr-
unarheimili starfa áfram.
Fulltrúar í stjórnum
og nefndum alls 370
Morgunblaðið/Eggert
Tækifæri Nefnd sem unnið hefur að undirbúningi sameiningar fimm
sveitarfélaga á Suðurlandi sér mörg tækifæri með sameiningu.
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það ætti aðvera óþarfiað rifja upp
það uphlaup, sem
varð á aðfanga-
dagsmorgun eftir
að lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu birti dagbók-
arfærslu, þar sem greint var
frá því að kvöldið áður hefði
lögregla þurft að rýma einka-
samkvæmi í Ásmundarsal, þar
sem sóttvarnareglur hefðu
verið þverbrotnar og „hátt-
virtur ráðherra“ verið hrókur
alls fagnaðar.
Í upphafi var lítil ástæða til
annars en að taka orð lög-
regluþjónanna trúanleg, þó að
glósan um ráðherrann benti
vissulega til þess að fleira
kynni að búa undir. Lögreglan
nýtur almenns trausts og vel-
vilja á Íslandi eins og vera ber.
Virðing fyrir lögreglunni, lög-
um og reglu, er undirstaða sið-
aðs samfélags. En sú afstaða
er reist á því að lögreglan auð-
sýni ýtrustu heilindi og heið-
arleika, kostgæfni og sam-
viskusemi við að halda uppi
lögum reglu. Vakni efi um það
er voðinn vís. Ákvörðun nefnd-
ar um eftirlit með lögreglu frá
3. júní um atvikið í Ásmund-
arsal og eftirmál þess vekur
slíkan efa.
Nú er það svo að ráðherrar
eiga líkt og aðrir að virða lög
og reglur en leiki vafi á um það
er brýnt að grafast fyrir um
það. En þarna ríkti efinn aldr-
ei um breytni ráðherrans,
heldur staðarhaldara. Af lykt-
um sóttvarnabrotsmálsins er
ljóst að ekki stóð steinn yfir
steini í lýsingu lögreglu.
Tilgangur dagbókarfærslu
lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu var hins vegar aug-
ljós, að koma fjármálaráð-
herra í vandræði, sama
fjármálaráðherra og skömmu
áður hafði staðið í ströngu við
gerð kjarasamninga við lög-
reglu.
Eftirlitsnefndin kemst að
þeirri niðurstöðu að dagbók-
arfærslan hafi verið efnislega
röng. Af tilvitnuðum orðum
lögregluþjónanna tveggja
blasir við að þeir höfðu þegar á
vettvangi allan hug á því
hvernig fréttirnar kæmu ráð-
herranum illa og af þeim er
einnig ljóst að þar bjuggu
flokkspólitískir fordómar að
baki. Réttvísin var þeim hins
vegar víðs fjarri.
Það er án vafa ástæða þess
að eftirlitsnefndin telur að
háttsemi lögregluþjónanna
„geti talist ámælisverð og þess
eðlis að tilefni sé til að senda
þann þátt málsins til með-
ferðar Lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu“. Það er
mikill áfellisdómur og lög-
reglustjóranum ómögulegt
annað en að taka
framgöngu lög-
regluþjónanna til
rannsóknar.
Það dugir þó
ekki til, málið er
alvarlegra en svo. Það er öm-
urlegt að tveir lögregluþjónar
hafi látið afvegaleiðast sakir
pólitískrar meinbægni, en það
er alltaf misjafn sauður í
mörgu fé. Hið alvarlegasta er
það sem síðan gerðist. Í til-
kynningu lögreglunnar á að-
fangadag sagði að málið færi
„til hefðbundinnar rannsóknar
hjá embættinu, en frekari
upplýsinga um málið [væri]
ekki að vænta fyrr en eftir jól
eða áramót“. Síðan er liðið
hálft ár og með öllu óskilj-
anlegt hvað vafðist fyrir lög-
reglunni í þessu ofureinfalda
máli allan þennan tíma.
Eftirlitsnefndin óskaði eftir
gögnum málsins þegar hinn
28. desember 2020 og óskaði
hinn 4. janúar sérstaklega eft-
ir upptökum úr búkmynda-
vélum lögregluþjónanna. Þær
bárust hins vegar ekki fyrr en
23. mars, meira en tveimur og
hálfum mánuði síðar. Þá kom
hins vegar í ljós að lögreglan
hafði átt við gögn málsins,
þannig að hluti hljóðupptök-
unnar hafði verið afmáður.
Þegar athugasemd var gerð
við það og upprunalegra
gagna óskað tók það lögregl-
una samt heila viku í viðbót að
verða við því! Voru þær upp-
tökur þó ekki ógallaðar af
óþekktum ástæðum.
Ómögulegt er að segja til
um hvað bjó að baki þessum
viðbrögðum lögreglunnar, en
þar blasir við að aðrir og fleiri
réðu en lögregluþjónarnir
tveir. Dómsmálaráðherra
sagði í gær að það væri mjög
alvarlegt að eiga við gögn með
þessum hætti og tók alls ekki
of sterkt til orða. Það er graf-
alvarlegt þegar lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu reynir að
halda mikilvægum gögnum frá
eftirlitsnefnd með störfum
hennar með þessum hætti og
allar þessar tafir eru til þess
helst fallnar að vekja óþolandi
efasemdir um heilindi hennar.
Eftir situr efinn um hvað
lögregluþjónunum fór fleira á
milli, með hvaða hætti þeir eða
félagar þeirra áttu við upptök-
urnar, hvers vegna svo mikill
hluti þeirra er ógreinilegur og
hvernig stendur á þessum
ótrúlega langa tíma sem það
tók lögregluna að verða við
beiðnum eftirlitsnefnd-
arinnar. Og hiki lögregla ekki
við að reyna að klekkja á ráð-
herrum með slíkum ráðum,
hvaða tryggingar hefur al-
menningur fyrir því að hún
beiti ekki brögðum við hvern
sem er annan?
Lögreglan nýtur
virðingar, en hana
má ekki misnota}
Heilindi lögreglunnar
F
áir sem hafa fylgst með íslensku
atvinnulífi undanfarna áratugi
geta efast um að Samherja er
stjórnað af mikilli einurð. Í tæp-
lega 40 ár hefur félagið vaxið úr
nánast engu í að verða alþjóðlegt útgerð-
arveldi.
Tvennt þarf til að ná slíkum árangri. Tæki-
færi og þann sem kann að nýta sér það. Tæki-
færið var kvótakerfið og Samherjafrændur
gripu það. Einhver spurði á sínum tíma
hvernig kvótakerfið hefði aukið verðmæti
fiskimiðanna. Svarið er tvíþætt: Með kvóta-
stýringu stemmdu stjórnvöld stigu við ofveiði
sem ógnaði fiskistofnum. Í öðru lagi varð að-
gangur að miðunum þar með takmörkuð auð-
lind. Sandur er einskis virði í Saharaeyði-
mörkinni, en vatn er gulls ígildi fyrir þann
sem vantar það á miðri eyðimerkurgöngu. Verðmætin,
sem til urðu, renna þó að litlu leyti til þjóðarinnar.
Til urðu geysilega sterk útgerðarfyrirtæki og mikill
auður. Stór hluti þess gróða gufaði upp í hruninu, en á
undanförnum áratug hafa milljónir oltið inn í fjárhirslur
útgerðarmanna daginn út og daginn inn, um 130 millj-
ónir á dag, líka um jól og helgar.
Of mikil völd og of miklir peningar hafa ruglað marga í
ríminu. Margur stjórnmálamaðurinn fyllist hroka um
leið og hann tyllir sér í ráðherrastólinn og þeir, sem
skyndilega áskotnast fé, halda að þeir séu öðrum snjall-
ari. Hofmóður og offors einkennir framkomu sumra
þeirra sem áður voru hin blíðustu.
Ein leið til þess að þagga niður umræðu er að pönkast
í blaðamönnum, eftirlitsstofnunum og óþægi-
legum stjórnmálamönnum. Innan Samherja
starfaði sérstök „skæruliðadeild“ sem ætlaði
meðal annars að „stinga, snúa og strá svo
salti í sárið“ samkvæmt frásögnum fjölmiðla
af ummælum eins skæruliðanna. Orðfærið
gekk fram af mörgum, svipað því sem tals-
máti sexmenninganna úr Miðflokknum á
Klausturbar gerði á sínum tíma.
Ekki þarf að rekja frásagnir af Samherja
erlendis og innanlands. Rauði þráðurinn virð-
ist vera, að meðan dómarinn flautar ekki
verður leikaðferðin sú sama. Ef dómarinn
leyfir sér að flauta skal rokið í hann af offorsi.
Nýlega breyttist tónninn. Kannski var
samið við nýjan almannatengil. Í lok maí birt-
ist yfirlýsing á heimasvæði fyrirtækisins þar
sem sagði að „stjórnendur Samherja [hafa]
brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið
og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum.
Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri
framgöngu.“
Nú fyrr í vikunni baðst forstjóri fyrirtækisins svo af-
sökunar á að „hafa látið þau vinnubrögð, sem [í Namibíu]
voru viðhöfð, viðgangast. Mér þykir mjög leitt að svo hafi
farið og bið ég alla þá sem hlut eiga að máli, einlæglega
afsökunar á mistökum okkar.“
Hvað sem öðru líður eru stjórnendur Samherja menn
að meiri að biðjast afsökunar á framgöngu sinni og mis-
tökum.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Samherji biðst afsökunar – aftur
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Eins og kom fram í Morg-
unblaðinu funduðu sveit-
arstjórnarmenn í sveitarfélög-
unum fimm með Sigurði Inga
Jóhannssyni samgöngu-
ráðherra á dögunum. Á fund-
inum var lögð áhersla á sam-
göngubætur. Á svæðinu, sem
hugsanlega gæti orðið eitt
sveitarfélag, eru héraðs- og
tengivegir, samtals um 1.300
kílómetrar. Af þeim eru um
500 km malarvegir eða 38%.
Verði af sameiningu vilja
heimamenn að veitt verði sér-
stök fjárveiting til uppbygg-
ingar héraðs- og tengivega.
Sveitarfélagið Suðurland sé
reiðubúið að taka þátt í til-
raunaverkefni þar sem sveit-
arstjórn taki þátt í að for-
gangsraða verkefnum og leita
leiða til að draga úr kostnaði
við framkvæmdirnar. Ef sam-
starf sveitarfélags og Vega-
gerðar skili 15% betri nýtingu
fjármuna skapist tækifæri til
að spara tæpa fjóra milljarða.
Vilja sam-
göngubætur
FUNDUR MEÐ RÁÐHERRA