Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 697.500kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 369.750kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einndag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið þess á leit við Póst- og fjar- skiptastofnun að hún fylgi því eftir að Íslandspóstur breyti gjaldskrá fyrir alþjónustu til samræmis við ný- lega breytingu á lögum um póst- þjónustu og á lögum um Byggða- stofnun. Fjallað hefur verið um málið í Morgunblaðinu. Með lagabreyting- unni verður ekki lengur sama verð fyrir pakkasend- ingar um land allt, að 10 kg., líkt og verið hefur frá ársbyrjun 2020. Þá flyst eftirlit með Póstinum frá PFS til Byggða- stofnunar. Eftir stendur að gjaldskrá fyrir allt að 50 gramma bréf innan alþjónustu skal vera hin sama um land allt. Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur FA, rifjar upp í bréfi til PFS að skv. lagabreytingunni skuli breytt gjald- skrá fyrir alþjónustu taka gildi eigi síðar en 1. nóvember. Að mati Guð- nýjar þolir málið ekki bið, enda hafi- gjaldskráin valdið fyrirtækjum tjóni. Gangi gegn póstlögunum „Núgildandi gjaldskrá hefur haft gríðarlega slæm áhrif á önnur fyrir- tæki á póstmarkaðnum enda felur hún í sér undirverðlagningu. Að mati FA hefur gjaldskráin allt frá ársbyrjun 2020 verið ólögmæt, enda- gengur hún beint gegn 3.mgr. 17.gr. laga um póstþjónustu, um að gjald- skrár fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjón- ustuna, að viðbættum hæfilegum hagnaði,“ skrifar Guðný. „Það er því brýnt að Póst- og fjar- skiptastofnun fylgi því eftir við Ís- landspóst að gjaldskránni sé breytt hið fyrsta enda engin rök fyrir að draga breytingu á langinn þó lög- bundinn frestur sé til 1. nóvember. Þannig má draga úr hinum sam- keppnislega skaða, sem ólögmæt gjaldskrá Íslandspósts hefur vald- ið.“ Pósturinn breyti verðskrá án tafar - FA skrifar Póst- og fjarskiptastofnun Guðný Hjaltadóttir Steinullarmótið í fótbolta fer fram nú um helgina á Sauðárkróki, þar sem 6. flokkur kvenna etur kappi. Vegna veðurs þurfti samstillt átak bæjarbúa til þess að tryggja öllum skjól. „Við fullorðna fólkið getum ekkert gefist upp og far- ið að aflýsa, við bara keyrum þetta í gang í samein- ingu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, formaður móts- stjórnar. Heimamenn hafa boðið upp á gistingu og allir þeir sem ferðuðust með tengivagna hafa þurft að leggja þeim í stæði við sundlaugina og grunnskólann. Morgunblaðið/Björn Jóhann Samstillt átak heimafólks þurfti til Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri harmar að Orka náttúrunnar (ON), dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, skuli hafa ákveðið að slökkva á hleðslustöðvum sínum í kjölfar þess að kærunefnd útboðsmála úrskurðaði að samningur borgarinnar við ON skyldi ógiltur. Mun ON endurgreiða raforku á hleðslustöðvunum frá og með 11. júní vegna þessa. Átti að þjóna íbúunum Dagur rifjar upp markmið um- rædds útboðs. „Markmiðið með útboðinu var að setja upp hleðslustaura víðs vegar um borgina fyrir þá borgarbúa sem ekki eru í aðstöðu til að hlaða heima hjá sér eða á vinnustað. Borginni finnst því bagalegt að kærunefnd útboðs- mála kveði á um fyrirvaralausa óvirkni samnings sem er jafnmikil- vægur fyrir orku- skipti í borginni og raun ber vitni. Kærunefnd nýtti ekki heimildir laga til að kveða á um óvirkni samnings- ins frá síðara tíma- marki. Borgarlög- maður hefur óskað eftir því við kærunefnd út- boðsmála að réttaráhrifum úrskurðar um óvirkni verði frestað en þangað til að afstaða nefndarinnar liggur fyrir verður gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja úrskurð- inum.“ – Hvað telur þú rétt að ON geri næst í málinu? „Borgin hefur í ljósi úrskurðarins og stöðunnar beint því til ON að slökkva á hleðslustöðvunum. Vonandi fæst þó sem fyrst niðurstaða um beiðni okkar um frestun réttaráhrifa.“ – Nú er þetta ekki fyrsta útboðs- málið hjá borginni sem gerðar eru at- hugasemdir við. Er tilefni til að endurskoða hvernig borgin stendur að útboðsmálum? „Reykjavíkurborg hefur um ára- tugaskeið verið í fararbroddi um fag- lega innkaupahætti og staðið almennt mjög vel að innkaupum sínum. Á undanförum árum hafa að meðaltali verið framkvæmd um 300 innkaupa- ferli hjá Reykjavíkurborg árlega. Þau mál sem undanfarið hafa verið gerðar athugasemdir við hafa varðað laga- tæknileg atriði sem ekki hefur reynt á áður. Í hvert skipti sem við fáum ábendingar eða úrskurði förum við vandlega yfir þau atriði með það að markmiði að gera alltaf betur og bet- ur,“ sagði Dagur sem óskaði eftir því að fá að svara spurningum Morgun- blaðsins skriflega. Hafa aldrei krafist lokunar Þegar ON greindi frá því að slökkt yrði á hleðslustöðvunum var málið rakið til kvartana Ísorku. Sigurður Ástgeirsson, fram- kvæmdastjóri Ísorku, vildi koma á framfæri athugasemd við þessa fram- setningu á málavöxtum. „Í tilkynningu frá ON er sagt að slökkva verði á stöðvum sökum þess að Ísorka hafi kvartað. Hvergi hefur Ísorka lagt fram kröfu um beitingu dagsekta líkt og fram kemur í yfirlýs- ingu Reykjavíkurborgar. Ísorka lagði fram kvörtun til kærunefndar útboðs- mála 2020. Samhliða rannsókn þeirr- ar kæru ákvað Reykjavíkurborg að krefja ON um að setja stöðvarnar upp vitandi að málið var í rannsókn. Kærunefnd ógilti samninginn og sektaði Reykjavíkurborg. Borgin er því rót vandans. ON setti stöðvarnar upp að beiðni Reykjavíkurborgar. Ég harma að Ísorka sé gerð ábyrg fyrir afleiðingum á brotum og ákvörð- un Reykjavíkurborgar. Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ sagði Sigurður í yfirlýsingu. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið að borgarstjóri hafi ekki orðið við beiðnum um fund til að skýra af- stöðu Ísorku í málinu. Málin varði „lagatæknileg atriði“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ON Samningur var ógiltur. Dagur B. Eggertsson - Borgarstjóri segir borgina hafa staðið vel að útboðsmálum - Slökkt verði á hleðslustöðvum ON - Bagalegt að farið sé fram á fyrirvaralausa óvirkni - Framkvæmdastjóri Ísorku andmælir ON Hátt á annað hundrað björg- unarsveitarfólks leituðu í gær- kvöldi erlends ferðamanns sem varð viðskila við eiginkonu sína í grennd við gosstöðvarnar í Geld- ingadölum á Reykjanesskaga um miðjan dag í gær. Maðurinn hafði enn ekki komið í leitirnar þegar Morgunblaðið fór í prentun. „Það er ekkert skyggni á svæð- inu og leiðinlegt veður, þannig að við erum að leita allt í kringum gos- svæðið og alls staðar þar sem við teljum að hann gæti hafa farið,“ sagði Jónas Guðmundsson, verk- efnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Allar björgunarsveitir á Suð- urnesjum voru kallaðar út, auk leit- ar- og sporhunda af fleiri svæðum, ásamt öllum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Leituðu erlends ferðamanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.