Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24.
júní er samkvæmt íslenskri
þjóðtrú ein þeirra fjögurra nátta
sem taldar eru hvað magnaðastar
og yfirnáttúrulegir hlutir geta
gerst. Þessa nótt á döggin að öðl-
ast lækningamátt svo afar heil-
næmt á að vera að velta sér þá
nakinn upp úr dögginni.
Baðbomburnar, sjósundkonur á
Þórshöfn og nágrenni, völdu þó
heldur stærri og votari flöt en
döggina til að baða sig upp úr á
Jónsmessunótt, sjálfan Þistilfjörð-
inn. Hann er heilnæmur líkt og
döggin en mun ókyrrari, því öldu-
gangur var nokkur.
Svalt var í veðri þessa nótt,
lofthitinn var rúm fjögur stig en
sjórinn hlýrri eða 6,7 stig svo það
var eiginlega notalegt að komast í
sjóinn úr loftkuldanum. Varð-
eldur var kveiktur í fjörunni til að
ylja sér eftir baðið og var þessi
Jónsmessunótt sannarlega
kynngimögnuð svo allar Bað-
bombur voru endurnærðar á sál
og líkama eftir baðið og setu
við eld og þær telja mikil sann-
indi fólgin í þessari gömlu þjóð-
vísu:
„Ef þín er lundin þjáð og hrelld,
þessum hlýddu orðum:
Gakktu með sjó eða sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.“
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Jónsmessunótt Varðeldurinn yljaði köldum kroppum eftir Jónsmessubaðið í Þistilfirðinum.
Jónsmessubað í Þistilfirði
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Tilboðdagar
af völdum vörum
20%
afsláttur
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Gallabuxur
í úrvali
Rauðarárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
LUMAR ÞÚ Á GULLMOLA?
Við leitum að málverkum fyrir fjársterka aðila
Þeir listamenn sem koma til greina eru Jóhannes S. Kjarval, Þórarinn B. Þorláksson,
Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Alfreð Flóki, Þorvaldur Skúlason,
Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Róska og Eyborg Guðmundsdóttir
Áhugasamir geta haft samband við
Jóhann Ágúst Hansen, sími 8450450, netfang hansen@myndlist.is
Sólveig Vilhjálmsdóttir, sími 6162530, netfang solveig@myndlist.is
Allt um sjávarútveg