Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Í góðviðrinu Veðrið hefur verið misjafnt á landinu síðustu daga en það hefur að minnsta kosti leikið við Austfirðinga. Á Seyðisfirði naut fólk blíðviðrisins og útiverunnar í vikunni. Eggert Þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull var formlega opnaður við hátíðlega athöfn á Malarrifi 28. júní 2001. Hann var fjórði þjóðgarðurinn hér á landi. Fyrir voru Þingvallaþjóðgarður frá árinu 1928, þjóð- garðurinn í Skaftafelli, sem stofnaður var 1967, og þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum frá 1973. Undirbúningur stofnunar þjóð- garðsins á utanverðu Snæfellsnesi hafði staðið formlega yfir frá árinu 1993 en hugmyndin að þjóðgarði á þessum slóðum er mun eldri. Eftir samþykkt þingsályktunar- tillögu um stofnun þjóðgarðs haustið 1994 skipaði þáverandi umhverf- isráðherra, Össur Skarphéðinsson, nefnd til að vinna að undirbúningi stofnunar þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi. Formaður nefnd- arinnar var skipaður Sturla Böðv- arsson en auk hans voru í nefndinni Sveinn Elínbergsson, Magnús Ei- ríksson, Skúli Alexandersson og Margrét Björk Björnsdóttir. Með nefndinni vann Ólafur Sveinsson, hagverkfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Heimamenn höfðu mikinn áhuga á stofnun þjóðgarðs Í fréttatilkynningu frá umhverf- isráðherra í september 1994 segir m.a.: „Í héraði hefur lengi verið áhugi á því að stofna þjóðgarð á svæðinu, enda er þar að finna stór- brotið og afar fjölbreytt landslag, þar sem Jökullinn er það kennileiti sem þekktast er. En Snæfellsjökull er gamalt eldfjall, og frá honum og eldvörpum umhverfis hann hafa runnið víðáttumikil hraun. Svæðið býr jafnframt yfir sérstæðu fuglalífi, þar sem frægar sjófuglabyggðir eru og þar er að finna sjaldgæfar plöntur. Að auki eru á því svæði sem kemur til greina undir þjóðgarð mannvistarleifar, sem spegla vel horfin skeið úr atvinnu- sögu þjóðarinnar.“ Eftir skoðun í ráðu- neyti og Náttúruvernd ríkisins var næsta skrefið í stofnun þjóð- garðsins útgáfa reglu- gerðar þar sem land- svæði garðsins var afmarkað og síðan haf- ist handa um að vinna að framgangi vernd- aráætlunar fyrir nátt- úrufar og fornleifar á svæðinu. Þjóðgarð- snefndin skilaði skýrslu sinni og verndaráætlun fyrir svæðið árið 1997 í ráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar sem var umhverf- isráðherra. Í verndaráætluninni sem nefndin lét vinna kemur fram að verndar- gildi væntanlegs þjóðgarðs felist einkum í fjölbreyttum gosmynd- unum og minjum um búsetu þjóð- arinnar. Í nágrenni svæðisins, til dæmis við Rif, er einnig þekkt fugla- skoðunarsvæði sem vart er talið eiga sinn líka hvað varðar fuglalíf, en inn- an þjóðgarðs hafa Þúfubjarg og fuglabjörgin vestast á nesinu dregið til sín fuglaskoðara. Gróið hraun ein- kennir gróðurfar og þar eru m.a. fléttutegundir í útrýmingarhættu. Siv Friðleifsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra 28. maí 1999. Ár- ið eftir skipaði hún starfshóp til þess að undirbúa stofnun þjóðgarðsins. Stefán Jóhann Sigurðsson var skip- aður formaður en aðrir í hópnum voru Ásbjörn Óttarsson, Kristinn Jónasson, Guðríður Þorvarðardóttir, og Pétur S. Jóhannsson. Þessi hópur vann ötullega með ráðherra að því að leiða stofnun Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls til lykta. Árangur átta ára vinnu varð því ljós þegar Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra og Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnuðu þjóðgarðinn form- lega á Malarrifi 28. júní 2001. Samgönguráðherra og umhverf- isráðherra undirrituðu samkomulag við opnun Þjóðgarðsins Snæfellsjök- uls þess eðlis, að Náttúruvernd rík- isins og Vegagerðin vinni sameig- inlega að skipulagi allra samgöngu- mannvirkja innan þjóðgarðsins og gildir það bæði um þjóðveg og gerð gönguleiða og áningarstaða innan hans. Þjóðvegurinn um þjóðgarðinn var síðan færður framar í sam- gönguáætlun enda var mikil aukning á umferð um svæðið eftir að þjóð- garðurinn var opnaður. Skýrsla undirbúningshóps þjóð- garðsins ásamt verndaráætlun og reglugerð ráðherra var kynnt við stofnun þjóðgarðsins. Langur und- irbúningstími að opnun þjóðgarðsins skýrist einkum af því að samningar um uppkaup jarða innan þjóðgarðs- ins tóku lengri tíma en menn ætluðu í upphafi en allt landið innan þjóð- garðsins varð að vera í eigu ríkisins. Helstu náttúruperlur og fornminjar innan þjóðgarðs Mörk þjóðgarðsins eru í suðri við Háahraun í landi Dagverðarár og í norðri við Gufuskála. Yst á Snæfells- nesi er að finna einstakar náttúru- minjar og afar sérstakt landslag við rætur Snæfellsjökuls. Þarna er mik- ill fjöldi sögulegra minja, m.a. frá verstöðvunum í Dritvík og Gufuskál- um. Í Dritvík er Tröllakirkja og merkar söguminjar. Aflraunastein- arnir Amlóði, Hálfdrættingur, Hálf- sterkur og Fullsterkur eru þekktir. Í landi Gufuskála eru svo nefndar Írskubúðir en mikilvægi þeirra er talið fólgið í því að húsin, sem virðast varðveitt, eru talin vera frá 10. öld. Á Gufuskálum eru yfir 200 rústir eftir fiskbyrgi sem eru ásamt vörðum tal- in veita vísbendingar um mikið at- hafnalíf, en hvergi eru eins miklar vergagnaleifar frá 15. öld og þar. Helstu náttúruperlur svæðisins eru taldar upp í verndaráætluninni þar sem segir m.a. að Jökullinn sé „miðja þjóðgarðsins, skapari og ein- kenni svæðisins. Sérlega formfögur eldkeila með söguhelgi og krafti sem talin er ná yfir endamörk þessa heims. Sem slíkur hefur hann mikið verndargildi en ekki er hægt að segja að hann sé í hættu af manna- völdum. Hins vegar er aðdráttarafl hans slíkt að á honum verða að gilda ákveðnar umgengnisreglur í ljósi þeirra hughrifa og upplifunar sem hann veitir.“ Ströndin milli Malarrifs og Hóla- hóla er talin hafa ótvírætt útivist- argildi en þar er klettaströnd með margs konar hraunmyndunum. Svalþúfa og Lóndrangar eru talin hafa mikið fræðslugildi auk þess sem fegurð svæðisins er rómuð. Í vernd- aráætluninni segir um eldstöðvar svæðisins: „Eldstöðvar úr gjalli og kleprum eru eitt séreinkenna Ís- lands og finnast óvíða í þessum heimshluta. Mikil ásókn er í efni þeirra og er háð varnarbarátta um tilvist þeirra víða um land. Það er því ómetanlegt ef tekst að friðlýsa nær heilt efnisnám og gera við skemmdir í gígum þjóðgarðsins.“ Væjuhraun er yngst hrauna innan þjóðgarðsins en Bárðarkista og móbergsfjöllin í kring mynda samfellu þar sem sjá má þversnið af hinum ýmsu gerðum gosmyndana sem urðu til við gos undir jökli. Önnur einkenni svæð- isins eru m.a. talin vera Háahraun og hraunin ofan Purkhóla en Purk- hólar og Purkhólahraun eru eitt hellaauðugasta svæði landsins. Snæfellsjökull hefur löngum orðið skáldum yrkisefni. Frá skrásetj- urum Íslendingasagna hafa margir mætir menn ort til hans og orðið tíð- rætt um orkuna sem í honum býr og yfirnáttúrulega krafta. Með stofnun þjóðgarðs á saga og fegurð jökulsins og umhverfi hans eftir að heilla kom- andi kynslóðir. Þjóðgarður í tuttugu ár Á þessu ári minnumst við þess að liðin eru tuttugu ár frá stofnun Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls. Á þessum tíma hefur Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull notið verka og umsjónar öfl- ugra starfsmanna við stjórnun og landvörslu sem og góðs samstarfs við starfsmenn Umhverfisstofnunar, umhverfisráðuneytis og Snæfells- bæjar. Miklar framkvæmdir við inn- viði svæðisins hafa verið fjármagn- aðar og þjóðvegurinn fyrir Jökul byggður upp sem hefur leitt til þess að umferð um svæðið hefur aukist mikið og þjóðgarðurinn og Snæfells- nesið allt hefur notið þess að hingað hafa komið þúsundir ferðamanna á hverju ári sem fara um og njóta þessa einstaka svæðis. Ferðum á Jökulinn, í Vatnshelli, í Dritvík og Djúpalónssand hefur fjölgað og eru vinsælustu staðirnir perlur í um- hverfinu sem ferðamenn vilja kom- ast að og njóta. Þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull á marga HOLLVINI sem leggja sig fram við að efla starfsem- ina og er það von mín að á næstu tuttugu árum megi takast að byggja upp öfluga innviði á svæðinu svo sem við nýju Þjóðgarðsmiðstöðina á Hell- issandi og þjónustumiðstöðina á Malarrifi. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir að hafa fengið að vinna með öflugu fólki við undirbúning að stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjök- uls. Eftir Sturlu Böðvarsson » Á þessu ári minn-umst við þess að lið- in eru tuttugu ár frá stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Sturla Böðvarsson Höfundur er formaður stjórnar Vina Snæfellsjökuls. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var opnaður 28. júní 2001 Einstakar náttúruminjar og sérstakt landslag varðveitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.