Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Í dag kveðjum
við elsku Valda
okkar. Við erum
þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa hann í lífi
okkar og eigum ótal minningar
sem ylja á kveðjustund. Það var
alveg einstaklega gaman að sitja
og spjalla við Valda. Hann var
svo fróður um marga hluti,
skemmtilegur, fylgdist vel með
öllu og húmorinn hans var frá-
bær. Umhyggja hans gagnvart
fólkinu sínu var mikil. Hann
fylgdist alltaf með hvað allir
voru að stússast og mörgum
sinnum á dag fór hann á „mar-
ine traffic“ til að fylgjast með
strákunum sínum á sjónum.
Valdi fylgdist mikið með enska
boltanum og hélt alltaf með
West Ham sem við svo höldum
Þorvaldur Jóhannes
Elbergsson
✝
Þorvaldur
Jóhannes
Elbergsson fæddist
11. desember 1934.
Hann andaðist 11.
júní 2021.
Útför hans fór
fram 23. júní 2021.
öll svolítið upp á út
af honum. Það
verður tómlegt á
Grundargötu 23 þar
sem hann bjó næst-
um alla sína tíð og
þá sérstaklega fyrir
pabba og mömmu
sem hafa búið með
honum þar í mörg
ár og hugsað ein-
staklega vel um
hann og sérstak-
lega eftir að hann veiktist og var
hann þeim mjög þakklátur fyrir
það.
Góður drengur er genginn,
góður maður er dáinn.
Minnir hann oft á máttinn
maðurinn slyngi með ljáinn.
Allra okkar kynna
er ánægjulegt að minnast.
Mér finnst slíkum mönnum
mannbætandi að kynnast.
(Kristján Árnason frá Skálá)
Elsku Valdi, minning þín lifir
í hjörtum okkar.
Guðmunda, Hinrik og
fjölskylda.
Í dag kveðjum
við hann Stefán
hinstu kveðju. Við
kynntumst honum
og hans góðu fjöl-
skyldu fljótlega eftir að elsti
sonur okkar og dóttir þeirra
hjóna kynntust, en þau voru
samtíða í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Við höfum
alltaf þekkt hann Stefán sem
brosmildan, ljúfan og góðan
mann. Við sáum fljótlega
hvað fjölskylda Stefáns og
Lailu var samrýmd og þau
mikið fjölskyldufólk. Okkur
varð strax vel til vina og við
vorum oft boðin í fjölskyldu-
boð hjá þeim. Ekki má
gleyma skemmtilegu ára-
mótaveislunum sem okkur
var boðið í.
Stefán var laginn maður og
Stefán
Alexandersson
✝
Stefán Alex-
andersson
fæddist 26. ágúst
1946. Hann lést 14.
júní 2021.
Útför Stefáns fór
fram 24. júní 2021.
alltaf tilbúinn að
koma til aðstoðar
börnum og tengda-
börnum þegar á
þurfti að halda.
Þau hjónin áttu
fallegt heimili og
seinna eignuðust
þau sumarbústað
sem þau keyptu
tæplega fokheld-
an. Börnin og
tengdabörnin
hjálpuðu til við að innrétta
hann og gera að notalegum
íverustað. Við komum oft í
heimsókn í bústaðinn og var
alltaf gaman að koma þangað.
Hann er í þægilegri aksturs-
fjarlægð frá höfuðborginni í
rólegu og fallegu umhverfi.
Stefán og Laila komu stund-
um í heimsókn til okkar á
Akranes og var alltaf gaman að
hitta þau og fjölskylduna.
Megi guð geyma Stefán og
varðveita.
Við sendum eiginkonu hans
og fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Bjarni og Kristín.
Elsku mamma
og amma okkar er
nú búin að kveðja
þessa jarðvist, sú
vist var margbrot-
in og oft og tíðum barningur en
móðir mín var sú sterkasta
kona sem ég þekkti og stóð svo
sannarlega stolt og hélt sínu
striki allt til enda.
Minningar barns um móður
sína geta verið margs konar og
ég man að mér þótti alltaf gam-
an að fá að greiða hárið á
mömmu, standandi fyrir aftan
hana í sófanum á Hjaltabakk-
anum og njóta nærveru hennar.
Ég fékk að fara með henni í
heimsókn til vinkvenna sinna,
Boggu eða Laugu, og jafnvel
fórum við í Hressingarskálann
og þá var boðið upp á ís í háu
Ásta Svanhvít
Þórðardóttir
✝
Ásta Svanhvít
Þórðardóttir
fæddist 28. júlí
1936. Hún lést 8.
maí 2021.
Útför Ástu fór
fram 19. júní 2021.
glasi með mikilli
sósu, það voru
góðir tímar.
Mamma var
myndarleg kona
og handlagin, enda
húsmæðraskóla-
gengin og kenndi
börnum sínum
góða manna- og
borðsiði og saum-
aði jafnvel jólaföt
á okkur sem voru
afar falleg.
Hún reyndi að hemja krull-
urnar mínar á stórhátíðardög-
um með því að greiða hárið í
bylgjur og man ég vel eftir
ákveðum handahreyfingum til
að fullkomna verkið.
Pabbi kvaddi þennan heim á
Þorláksmessu árið 2017 og eft-
ir hans fráfall flutti mamma á
Öldrunaheimilið Hlíð á Akur-
eyri, þar sem hún var með Alz-
heimer og gat því ekki búið
ein.
Mamma var mjög trúuð
kona, hún signdi sig og aðra
örugglega oftar en nokkur
prestur hefur gert, á barnsaldri
missti hún föður sinn, aðeins
átta ára gömul, og hún end-
urtók orð hans oft og lifði
örugglega samkvæmt þeim, en
þau voru á þessa leið: „Maður á
að þakka Guði fyrir að vakna
hress á morgnana og vera sátt-
ur við sjálfan sig og aðra áður
en maður fer að sofa að kveldi.“
Þetta er gott lífsmottó sem hún
átti og hefur móðir mín svo
sannarlega komið því áleiðis til
afkomenda sinna.
Allar heimsóknir til ömmu
byrjuðu á hlýjum móttökum
með góðu og löngu faðmlagi.
Stundum kom maður með vini
með sér og þeir fengu alltaf
faðmlag líka, þrátt fyrir að
amma hefði aldrei hitt þá áður.
Ég man líka hvað mér, lítilli
stelpu, þótti notalegt að skríða
upp í rúm til hennar þegar ég
gisti. Þannig lifir minningin um
ömmu, hlýjan hennar og auðvit-
að hvað hún talaði út í eitt og
átti hún þó nokkra frasa sem
hún endurtók óspart í gegnum
tíðina. Heimsóknin endaði svo
yfirleitt þannig að amma stóð í
dyragættinni og talaði þangað
til maður lokaði bílhurðinni,
síðan veifaði hún og signdi með
krossmarki þegar maður keyrði
í burtu.
Elsku amma, við munum
sakna þín og ylja okkur við
þær ótal minningar sem við
eigum og einkenndust flestar
af miklum hlátri. Þangað til
næst.
Nú hefur hún hitt pabba
sinn á ný og aðra ættingja og
vini sem hafa beðið hennar
hinum megin og er nokkuð
víst að það hafi verið
fagnaðarfundir, enda hverjum
manni ætlað að deyja eitt sinn.
Minning hennar mun lifa í
hjörtum okkar og við getum
þakklát í hjarta horft á ótal
myndbönd af henni þar sem
hún er bæði að segja heilræð-
isorð sem eru um leið ótrúlega
rík af kímnigáfu hennar. Já
hún átti sín „móment“ og var
gríðarlega klár að svara þó að
Alzheimer væri að hrjá hana.
Þar til við hittumst á ný
elsku mamma og amma.
Minning þín mun lifa
mér í hjarta
augun þín grænu og brosið
þitt bjarta.
Nú komin í faðm þinna
ástkæru allra.
(KGE)
Katrín Guðmunda
Einarsdóttir,
Hannes Þorsteinsson,
Eva Jenný
Þorsteinsdóttir.
Við leiðarlok
viljum við, gamlir
samstarfsmenn
Braga Níelssonar
læknis, minnast
hans með nokkr-
um orðum. Læknisstarf Braga
var samofið sjúkrahúsinu á
Akranesi alla hans starfsævi.
Bragi lauk læknanámi árið
1957. Hann hóf störf sem að-
stoðarlæknir á Sjúkrahúsi
Akraness árið 1958 og vann
þar flest sín starfsár, með
stuttum hléum þó. Hann var
yfirlæknir svæfingadeildar
sjúkrahússins frá 1980 til
starfsloka árið 1996.
Hiklaust má telja Braga
Níelsson einn af frumkvöðlum
svæfingalækninga á Íslandi.
Hann hóf sem ungur læknir að
Bragi Níelsson
✝
Bragi Níelsson
var fæddur 16.
febrúar 1926. Hann
lést 13. júní 2021.
Útförin fór fram
25. júní 2021.
svæfa sjúklinga
fyrir skurðaðgerð-
ir, líkt og víða var
siður á þeim tíma.
Svæfingarnar virð-
ast hins vegar hafa
vakið áhuga hans á
því að halda áfram
á þeirri braut og
hann fór að afla
sér þekkingar á
því sviði. Á árun-
um milli 1951 og
1958 höfðu einungis fjórir ís-
lenskir læknar hlotið sérfræð-
ingsviðurkenningu í svæfing-
um. Svæfingalækningar voru
ung sérgrein á þessum árum
og nám í þeim fræðum lítt
skipulagt. Margir læknar
fengu þá eldskírn að svæfa
sjúklinga sem eitt af sínum
fyrstu læknisverkum á spítala.
Þetta var oft og tíðum erfitt
starf, þokkaleg tæki og lyf lítt
til staðar og þetta varð mörg-
um læknum þungbær raun.
Sumir báru þess í raun aldrei
bætur. Það var því mikið fram-
faraspor þegar svæfingalækn-
ingar urðu viðurkennd grein
innan læknisfræðinnar.
Sjúkrahúsið á Akranesi tók
á móti sínum fyrstu sjúkling-
um 4. júní 1952. Yfirlæknir
var fyrstu árin Haukur Krist-
jánsson en árið 1955 tók Páll
Gíslason við yfirlæknisstöð-
unni, þá nýkominn úr námi í
skurðlækningum. Bragi hóf
svo störf sem aðstoðarlæknir
um þremur árum síðar. Hann
fór fljótlega að vinna við svæf-
ingar samhliða öðrum störf-
um. Fullyrða má að samstarf
þeirra Páls og Braga sem
þarna hófst hafi lagt grunninn
að þeirri fjölbreyttu skurð-
starfsemi sem enn má sjá á
sjúkrahúsinu á Akranesi.
Bragi aflaði sér sérfræði-
menntunar hérlendis og er-
lendis þótt ekki hlyti hann
formlega sérfræðingsviður-
kenningu fyrr en árið 1977 en
þá hafði hann starfað meira
og minna við svæfingar hátt í
tuttugu ár.
Jafnhliða spítalastörfum
var Bragi til margra ára starf-
andi heimilislæknir á Akra-
nesi og tók þar bæjarvaktir.
Vinnudagurinn var því oft
býsna langur. Hann var lang-
tímum saman einn á svæfinga-
vakt á spítalanum, afleysingar
fátíðar og frí stopul.
Þrátt fyrir vinnu og vaktir
var tími fyrir félagsstörf.
Bragi var formaður Lækna-
félags Mið-Vesturlands um
tveggja ára skeið. Hann sat í
stjórn Sjúkrahúss Akraness og
í stjórn Dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi. Bragi var
formaður Svæfingalæknafélags
Íslands árin 1974-1976 og í
stjórn Norræna svæfinga-
félagsins (NAF) í tvö ár. Hann
var kjörinn heiðursfélagi
Svæfinga- og gjörgæslulækna-
félags Íslands (SGLÍ) árið
1997. Hann var heiðursfélagi
Læknafélags Vesturlands.
Bragi var landskjörinn þing-
maður fyrir Alþýðuflokkinn frá
júní 1978 til desember 1979.
Við viljum, fyrir hönd Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands,
þakka Braga fyrir tryggð og
ósérhlífni við sjúkrahúsið okk-
ar. Aðstandendum vottum við
samúð.
Björn Gunnarsson
Þórir Bergmundsson.
✝
Kristinn
Georgsson
(Kiddi G.) fæddist
á Akureyri 31.
desember 1933.
Hann lést 13. júní
2021.
Kristinn var
sonur Georgs Páls-
sonar og Hólm-
fríðar I. Guðjóns-
dóttur. Systkini:
Soffía, f. 1931, og
Ingvar, f. 1943, d. 2014. Þann
9.4. 1955 kvæntist Kristinn
Hönnu Stellu Sigurðardóttur,
f. 26.11. 1935, d. 21.12. 1976.
Börn Kristins og Hönnu Stellu:
1) Inga Sjöfn, f. 28.7. 1954,
maki Þorgeir Ver Halldórsson,
börn Ingu: Ásta, f. 1972, Krist-
inn Ingvar, f. 1975, Eygló, f.
1982, og Ólafur Magnús, f.
1992. 2) Fríða Birna, f. 9.10.
1955, maki Jón Gunnar Jóns-
son, börn þeirra: Hanna Krist-
ín, f. 1980, Lísa Marín, f. 1983,
og Gunnar Snær, f. 1989. 3)
Georg Páll, f. 8.2. 1961, maki
Líney Hrafnsdóttir, börn
þeirra: Hrafnhildur, f. 1979, d.
2008, Hanna Stella, f. 1984, og
Alvilda María, f. 1987. Kristinn
eignaðist 13 langafabörn og
eitt langalangafabarn. Eftirlif-
andi sambýliskona er Ester G.
Karlsdóttir. Hún á fjögur börn.
Kristinn var á Akureyri til 7
ára aldurs, fjölskyldan flutti
þá til Siglufjarðar og bjó hann
þar alla tíð. Kristinn gekk í
Barnaskóla Siglufjarðar, Iðn-
skóla Siglufjarðar, lauk próf-
um 1953, var á námssamningi
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins
á Siglufirði, lauk sveinsprófi í
vélvirkjun og rennismíði 1955,
öðlaðist meist-
araréttindi 1965.
Lauk vél-
stjóranámi hjá
Fiskifélagi Íslands
1958. Lauk meira-
prófi 1958 og öðl-
aðist ökukenn-
araréttindi 1969.
Einnig átti hann
og keyrði leigubíl
til margra ára.
Kristinn starf-
aði alla sína tíð hjá vélaverk-
stæði Síldarverksmiðja ríkisins
á Siglufirði, hann var ein-
staklega vandvirkur og eft-
irsóttur til vinnu, mikill fag-
maður, nánast allt lék í
höndum hans. Hann var mjög
félagslyndur, gekk snemma til
liðs við karlakórinn Vísi og
söng þar í mörg ár, var m.a.
félagsmaður í Kiwanis-
klúbbnum Skildi og björg-
unarsveitinni Strákum. Hann
var félagi í Frímúrararegl-
unni. Hann gekk til liðs við
Slökkvilið Siglufjarðar sem
vélgæslumaður 1962 og var
slökkviliðsstjóri 1991-2003.
Kristinn hafði mikinn metnað
varðandi slökkvistöðina og
tækjabúnað hennar, það var
umtalað hve mikil regla og
snyrtimennska var þar við-
höfð. Kristinn setti mikinn
svip á bæinn sinn, léttur og
lífsglaður, mikið fyrir glens og
grín. Árið 1997 keypti hann
sér mótorhjól og tók að
ferðast um allt Ísland og víða
erlendis. Var hann félagi í
nokkrum mótorhjólaklúbbum.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey frá Siglufjarðarkirkju 19.
júní 2021.
Elsku pabbi.
Englar guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við mér þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
Er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Kveð þig með mikinn söknuð í
hjarta. Það er margs a minnast
og síðustu dagar hafa minnt mig
á hvað lífið getur verið hverfult.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
samverustundirnar. Elsku pabbi
minn, ég mun ætíð sakna elsku
þinnar og vináttu.
Inga Sjöfn
Kristinsdóttir.
Kristinn
Georgsson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát