Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
✝
Sigríður Al-
freðsdóttir
fæddist 24. janúar
1928 í Miðdalsgröf
í Strandasýslu.
Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hólmavík þann 19.
júní 2021. For-
eldrar hennar voru
Alfreð Halldórsson
f. 22. maí 1902 – d.
15. nóvember 1981 og Sigríður
Sigurðardóttir f. 26. nóvember
1903 – d. 15. nóvember 2001.
Yngri bræður Sigríðar voru
Halldór f. 1929 – d. 2003, Sam-
úel f. 1934 og Jón Eðvald f.
1940. Sigríður var ókvænt og
barnlaus.
Sigríður var í Miðdalsgröf
fyrstu ár ævinnar en fluttist
svo með foreldrum sínum og
bróður að Stóra-Fjarðarhorni
árið 1932. Þar fæddust tveir
yngri bræðurnir en árið 1955
flutti fjölskyldan
að Kollafjarð-
arnesi. Sigríður út-
skrifaðist sem
sjúkraliði árið
1967 en hafði áður
farið í húsmæðra-
skólann á Löngu-
mýri í Skagafirði
veturinn 1947-
1948. Hún fluttist
til Reykjavíkur og
starfaði fyrstu árin
á Grund og síðar á Landakoti
yfir vetrartímann en á sumrin
vann hún með foreldrum sínum
á Kollafjarðarnesi þar til þau
brugðu búi og fluttust til
Hólmavíkur árið 1975. Árið
2014 flutti Sigríður til Hólma-
víkur þar sem hún naut
umönnunar ættingja sinna og
starfsfólks heilbrigðis-
stofnunarinnar.
Útförin fer fram frá Kolla-
fjarðarneskirkju sunnudaginn
27. júní 2021, klukkan 14.
„Ert þetta þú Skrudda?“ var
það sem Sigga frænka sagði við
mig í síðustu heimsókninni til
hennar í vor. Þetta var nú svo sem
ekki gælunafn sem hún hafði kall-
að mig eitthvað sérstaklega en
lýsti vel sambandi okkar. Hún
spurði mig stundum að því hvort
ég væri ekki enn svolítil skrudda
og jú, jú, ég taldi það vera.
Sigríður Alfreðsdóttir, föður-
systir mín, var aldrei kölluð ann-
að en Sigga frænka. Hjá henni
áttum við afdrep í borgarferðum
og eru margar heimsóknir á Ljós-
vallagötunni í minningabankan-
um. Ísskápurinn hennar Siggu
var nú ekkert voðalega stór en
mig grunar að það hafi verið ein-
hver leynihólf á honum, því í
hvert sinn sem við komum í heim-
sókn var töfrað fram hlaðborð í
litla eldhúsinu. Það skipti engu
máli þótt við kæmum fyrirvara-
laust. Það var alltaf til nóg til og
alltaf átti hún marmelaðið góða
sem ég hef ekki fengið annars
staðar, gert úr tómötum og sykri
að ég held. Að máltíð lokinni
færðist iðulega værð yfir mig og
fékk ég þá að leggja mig í sóf-
anum hjá henni. Sigga var alltaf
hæglát og vönduð í tali, ólíkt litlu
skruddunni mér. Stundum sagði
hún þó eitthvað við mig sem henni
fannst yfir strikið og afsakaði sig
um leið og sagði: „Hvernig læt ég
nú við þig?“ Mér fannst þetta allt-
af jafn kostulegt því í mínum huga
komst hún ekki nálægt því að
sýna mér ósvífni. Æskuminning-
ar mínar tengdar Siggu frænku
einkennast af ljúfmennsku, gest-
risni og gjafmildi. Alltaf kom hún
færandi hendi þegar hún kom til
okkar í Grindavík. Mjög oft feng-
um við systur hvor sinn frosinn
kjúklinginn að gjöf. Ég man að ég
fylltist stolti þegar kjúklingurinn
minn var síðan eldaður, líkt og ég
hefði sjálf töfrað fram dýrindis
máltíð. Oft var amma Sigríður
með í för þegar Sigga kom til okk-
ar og oft keyrðum við í samfloti
með Siggu þegar við fórum að
heimsækja ömmu á Hólmavík.
Það voru góðar stundir því þá
fékk maður stundum að sitja í Fi-
at hjá Siggu og þá í framsætinu.
Við áttum líka nokkur frí saman í
sumarbústöðum sem Sigga tók á
leigu.
Sigga frænka mun alltaf eiga
stað í hjarta mínu. Sagt er að við
uppskerum eins og við sáum og í
tilfelli Siggu held ég að það sé al-
veg rétt. Hún giftist aldrei eða
eignaðist börn en þéttur hópur
aðstandenda var til staðar fyrir
hana fram á síðasta dag.
Elín Þuríður Samúelsdóttir.
Sigga frænka hefur alltaf verið
stór hluti af fjölskyldunni og alltaf
borið frænkutitilinn með sóma.
Hún var alltaf til staðar fyrir okk-
ur á sinn háttvísa og rólega hátt.
Hún var líka ein sú þrjóskasta
manneskja sem ég þekki. Sam-
skipti okkar voru alltaf mjög
hreinskiptin en hún skipti sér ekki
af ákvörðunum mínum eða setti
ofan í við mig. Hún spurði mig
stundum að því hvort við ætluðum
ekki að fara að vera skynsöm.
Þetta sagði hún þegar henni
fannst ég eða við hjónin vinna of
mikið og lifa aðeins of hratt. Ég
átti mitt síðasta samtal við hana í
síma þremur dögum fyrir andlát-
ið. Þá spurði hún hvort við Luka
værum nú ekki orðin dálítið skyn-
söm.
Í minningabankanum eru ótelj-
andi ferðalög með henni og ömmu,
samverustundir og spjall yfir góð-
um kaffi- eða tebolla. Á æskuár-
unum var iðulega komið við hjá
Siggu í Reykjavíkurferðum fjöl-
skyldunnar en einnig kom hún oft
í heimsókn til okkar í Grindavík
og gisti jafnvel í nokkrar nætur.
Þau voru ófá skiptin sem ég fékk
að fara í frí með Siggu í Fiatinum
norður til ömmu á Hólmavík. Í
þeim ferðum var alltaf kaffistopp
við Grábrók þar sem Sigga dró
fram gott nesti handa okkur. Á
Hólmavík voru dýrmætar sam-
verustundir með þeim ömmu.
Alltaf dúkað borð og kertaljós við
morgunverðinn þar sem ég hlust-
aði á þær stússast og gera mat-
arráðstafanir fyrir daginn, svo var
jafnvel tekinn göngutúr um borg-
irnar. Það sama gilti er ég var
sjálf flutt að heiman til Reykjavík-
ur, ég hafði alla tíð mikil samskipti
við Siggu og oft kíktum við saman
til Huju frænku. Í seinni tíð, eftir
að hún hætti að vinna, varð það að
vana hjá okkur að Sigga kom yf-
irleitt með mér í útréttingar og
fórum við í leiðinni í útréttingar
fyrir hana. Völdum við meðal ann-
ars í sameiningu íbúðina hennar í
Hamraborginni þegar hún hafði
tekið þá stóru ákvörðun að flytja
af Ljósvallagötunni. Þessir rúntar
okkar enduðu alltaf á góðum kaffi-
eða tebolla og spjalli. Spariferð-
irnar okkar voru þegar við fórum í
blómabúðir. Þá fórum við í sér-
staka leiðangra til að velja okkur
blóm, servíettur og kerti. Þessar
ferðir enduðu venjulega á kaffi-
húsi einhvers staðar eða heima í
eldhúsi þar sem dregnir voru
fram sparibollarnir, sparidúkur
og kveikt á kerti. Það má því með
sanni segja að dálæti mitt á fal-
legu leirtaui, kertum, servíettum
og blómum sé komið frá Siggu
frænku. Sigga var alltaf mikið
þakklát fyrir allt sem fyrir hana
var gert. Oft sagði hún „þið snúist
svo mikið við mig“ og vildi fá að
launa okkur til baka. Því varð það
að samningi okkar á milli í mörg
ár að alltaf þegar við Luka áttum
að koma með köku með föstu-
dagskaffinu á vinnustöðum okkar
þá var hringt í Siggu og pöntuð
hjá henni heimsins besta epla-
kaka sem var orðin þekkt á vinnu-
stöðum okkar. Sömuleiðis biðu
okkar alltaf stampar með
jólasmákökum og heimsins bestu
mömmukökum fyrir jólin. Sigga
frænka mun alltaf eiga sérstakan
stað í hjörtum okkar.
María Jóna Samúelsdóttir.
Nú er komið að kveðjustund,
að kveðja Siggu frænku sem allt-
af hefur skipað stóran sess í lífi
okkar systkinanna á Skóla-
brautinni. Hún var öll sumur í
sveitinni hjá ömmu og afa en vann
á veturna á Landakoti meðan þau
bjuggu á Kollafjarðarnesi. Það
var alltaf nóg um að vera á sumr-
in, stanslaus gestagangur þannig
að þær amma höfðu nóg að gera.
Messukaffi eða erfisdrykkjur
voru ekki mikið mál, þær sáu um
það fyrir sveitungana. Sigga bjó á
Ljósvallagötunni og þangað lá
leiðin þegar skreppa þurfti í borg-
ina. Ég verð með eitthvað snarl
þegar þú kemur, sagði Sigga allt-
af, og það brást ekki að snarlið
var veisluborð, oft lambalæri með
öllu tilheyrandi þó fyrirvarinn
væri oft stuttur. Svo skutlaði hún
ungviðinu um bæinn á Fiat-bíl, en
hún hélt sig við þá tegund í mörg
ár og skírði þá viðeigandi nöfnum,
Tópas hét einn sem hún átti lengi.
Eftir að Sigga flutti til Reykja-
víkur fannst ættingjum hennar
alveg sjálfsagt að biðja hana um
að útrétta fyrir sig. Hún valdi
kápur og kjóla m.a. fyrir Fríðu á
Undralandi og einnig sófasett ef
þess þurfti með enda mikil
smekkmanneskja.
Sigga hafði gaman af að ferðast
og fór mikið með ferðafélaginu,
bæði innanlands og erlendis. Hún
fór öll sumur í ættingjaheimsókn-
ir um landið, síðustu árin sem hún
treysti sér til fór Sigríður með
hana í Skagafjörðinn til Kristínar
þar sem þvælst var um með til-
heyrandi kaffistoppum. Á leiðinni
fóru þær alltaf Hvalfjörðinn, ef
rigndi þá var gjarnan stoppað í
fjarðarbotninum, rúðurnar skrúf-
aðar niður svo Sigga gæti notið
gróðurilmsins meðan þær fengu
sér kaffisopa. Það var aðalsmerki
Siggu að vera með kaffi á brúsa
og með því svo hægt væri að setj-
ast niður á fallegum stað, hlusta á
fuglasönginn og njóta náttúrunn-
ar. Í einni af þessum ferðum var
farið í Löngumýri þar sem Sigga
var í húsmæðraskóla en hún
minntist þess tíma alltaf með
gleði og naut þess að setjast niður
á staðnum og láta hugann reika.
Sigga var mikil hannyrðakona,
prjónaði og saumaði á nánustu
ættingja. Við systkinin nutum
þess og einnig börnin okkar því
hún sendi pakka með sokkum og
vettlingum sem mamma útdeildi
eftir því hvað passaði hverjum.
Hún var mikill náttúruunnandi og
keyrði oft upp í Heiðmörk til að
njóta náttúrunnar og hún fór
göngutúra á Ægisíðuna til að
hlusta á öldugjálfrið. Sigga naut
þess að vera í berjamó og tíndi þá
til að gefa sínum nánustu og var
þá alltaf með gamla mjólkur-
brúsann frá Kollafjarðarnesi
meðferðis. Kristín sem aldrei hef-
ur lært að meta bláber, þó
Strandirnar séu rómaðar fyrir að-
albláber, fékk alltaf fleytifulla
fötu af krækiberjum. Sigga var
alltaf með allt á hreinu hvað
hverjum líkaði.
Sigga var létt og alltaf stutt í
hláturinn og gleðina þó hún væri
þekkt fyrir langrækni og þrjósku
innan fjölskyldunnar, hlógum við
oft saman að þessu, Sigga manna
mest. Við minnumst Siggu með
hlýju og eigum eftir að sakna
hennar og allra bænanna hennar
sem hún fór með á hverju kvöldi,
bað fyrir öllum börnum og barna-
börnum bræðra sinna.
Elsku Sigga takk fyrir sam-
fylgdina!
Þín
Sunna, Kristín,
Sigríður og Halldór.
Með þakklæti og hlýju í hjarta
langar mig að minnast mikillar
heiðurskonu, Sigríðar Alfreðs-
dóttur. Hún hefur verið mér af-
skaplega kær frá fyrstu kynnum.
Þegar maður hittir fólk á lífsleið-
inni sem maður tekur ástfóstri við
skilur það eftir tómarúm í huga
manns og hjarta þegar það fellur
frá.
Sigga hafði fágaða og fallega
framkomu svo eftir var tekið, allt-
af kom hún fram við aðra af virð-
ingu. Hún var miklum mannkost-
um búin, var fróð um menn og
málefni og algjör viskubrunnur.
Hún var afar gestrisin og góð
heim að sækja. Þær voru ófáar
ferðirnar, sem ég átti til hennar
eftir að hún flutti í Hamra-
borgina, en þar var hún búin að
búa sér fallegt heimili þar sem
mér var alltaf tekið opnum örm-
um og alltaf fór maður frá henni
með meiri visku í farteskinu og
léttari í lund.
Það hefðu margir mátt taka
hana sér til fyrirmyndar og margt
mátt af henni læra. Hún lagði alúð
í allt sem hún tók sé fyrir hendur
og var sönn í öllu sínu. Hún hafði
sterkar skoðanir og stóð fast á
sínu, en alltaf ljúf og úrræðagóð.
Mörg heilræðin var hún búin
að gefa mér í gegnum árin sem
reynst hafa mér vel.
Að tjá tilfinningar sínar í orð-
um var ekki hennar sterka hlið,
það skil ég vel því ég er líka þar,
en hún sýndi þær því betur í verki
með ástúð og umhyggju gagnvart
þeim sem henni þótti vænt um.
Ég verð endalaust þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þess-
ari yndislegu konu. Eftir að hún
flutti til Hólmavíkur vorum við
duglegar að halda sambandi sím-
leiðis. Þegar eitthvað hafði fallið í
gleymsku hjá mér, þá var nóg að
hringja í Siggu því hún var með
þetta allt í kollinum sínum. Hún
var stálminnug og alltaf mundi
hún símanúmerið mitt, þessi
elska.
Ég fæ aldrei fullþakkað fyrir
umhyggjuna sem hún sýndi mér
og mínum, allan kærleikann og
hennar góðu vináttu.
Ég mun ávallt vernda og varð-
veita hennar fallegu minningu og
bið ég góðan Guð að geyma henn-
ar fallegu sál.
Elsku hjartahlýja Sigga mín,
góða ferð til ljóssins heima.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár.
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
voru bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ástvinum öllum sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Ást og friður fylgi ykkur.
Margrét Geirs
(Magga).
Sigríður
Alfreðsdóttir
Og ég man þegar
sungum við saman
sumarnætur við
hófanna spil
og við gerðum úr lífinu gaman
gátum leikið og verið til.
(Sigurður Hansen)
Löngu áður en ég kynntist
Þórólfi á Hjaltastöðum vissi ég
hver hann var. Það var ekki að
undra. Hvar sem hann kom sóp-
aði að honum. Hann var mikilúð-
legur, glaðbeittur og kátur, fólk
laðaðist að honum og sóttist eftir
nærveru hans.
Svo gerðist það fyrir rúmum
áratug að ég var vígður inn í þann
dásamlega félagsskap sem öllu
tekur fram, Gangnamannafélag
Austurdals – og þar var Þórólfur.
Eins og ekkert væri sjálfsagðara
lagði hann mér til hesta og reið-
tygi til ferðarinnar fram í dalinn
eina. Á þeirri stundu urðum við
Þórólfur vinir; góðir og einlægir
vinir og ræktuðum vinskap sem
aldrei bar skugga á. Ár eftir ár
Þórólfur Pétursson
✝
Þórólfur Pét-
ursson fæddist
21. janúar 1942.
Hann lést 8. júní
2021.
Útför Þórólfs fór
fram 22. júní 2021.
hestaði hann mig
með gæðingum sín-
um, veitti mér góð
ráð og aðstoðaði í
hvívetna.
Seiður Austur-
dals er einstakur og
verður ekki lýst
með orðum. Það
vita þeir sem til
þekkja. En að vera
þar við smala-
mennsku að hausti,
í hópi snillinga sem öllu taka
fram, eru forréttindi sem maður
lætur alls ekki af hendi. Þarna
eru menn sem þekkja dalinn af
áratuga reynslu og hafa kynnst
aðstæðum í blíðu og stríðu. Að
ríða með þeim daga langa færir
mann nær algleyminu og amstur
hversdagsins hverfur úr hugan-
um á örskotsstundu. Þegar
kvölda tekur frammi á Hildarseli
taka sögurnar við og söngurinn,
vísurnar og kvæðin fljóta
áreynslulaust fram. Þarna fram
frá var Þórólfur í essinu sínu.
Hann þekkti aðstæður og hafði
oft komist í hann krappan.
Þrautreyndur karlakórsmaður-
inn sparaði sig ekki í söngnum.
Vísurnar og sögurnar streymdu
frá honum eins og stríðar elfur
og maður sat opinmynntur yfir
öllu saman. Og svo sögðum við
skál dalsins að vanda. - Nema
hvað, eins og Þórólfur sagði svo
oft í miðjum frásögnunum.
Eitt kvöldið frammi á Hildar-
seli brýndi Haraldur bróðir minn
mig sem oftar á því að ég gæti
ekki verið þekktur fyrir að þiggja
alltaf lánshesta af Þórólfi. Og fyrr
en varði höfðum við vinirnir inn-
siglað hestakaup með þéttu hand-
taki. Gæðingurinn Arður varð
minn og við Þórólfur sammæltust
um að þetta væri mín besta fjár-
festing um ævina.
Harðvítugur sjúkdómur sótti
að mínum góða vini á síðustu ár-
um. Hann kvartaði ekki, eyddi
öllu sjúkdómstali og lét veikindi
ekki aftra sér. Í vor sat ég hjá
honum langa og góða stund í eld-
húsinu á Hjaltastöðum og við viss-
um báðir ofurvel að þetta væru
okkar hinstu fundir.
Nú er skarð fyrir skildi. Síðasta
sagan hefur verið sögð, vísurnar
sem hann kunni slík ógrynni af
verða ekki fleiri, söngröddin hans
hefur hljóðnað. En minningin lifir.
Þórólfur á Hjaltastöðum verður
alltaf til í huga okkar og minni
sem urðum þeir lukkunnar pam-
fílar að eignast hann að vini.
Frammi í Austurdal að hausti
verður hann sem ljóslifandi í hug-
um okkar og minningin um hann
mun lýsa upp haustmyrkrið. –
Nema hvað.
Önnu á Hjaltastöðum, eftirlif-
andi konu hans, börnum þeirra og
fjölskyldunni allri sendum við Sig-
rún innilegar samúðarkveðjur.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Elsku fallegi,
yndislegi og mín
helsta fyrirmynd í
lífinu er fallinn frá.
Ég naut þess heiðurs að fylgja
honum síðasta spölinn ásamt
börnunum hans. Það er erfitt að
lýsa því með orðum hvað afi hefur
gert fyrir mig, fyrst og fremst
fyrirmynd í lífinu, sýndi mér í
verki hvernig maður hagar sér
við aðra og að vera snyrtipinni.
Hann kenndi mér að synda á
Spáni, þessi elska gaf sér þrjár
vikur í það, ásamt því að kenna
okkur systu og Þyrí frænku að
telja upp á tíu á spænsku og lifir
þessi minning enn skýrt í huga
mér. Í þessu verkefni missti hann
aldrei þolinmæðina gagnvart mér
né stelpunum. Hann var með svo
mikið jafnaðargeð, kærleiksríkur
og ofboðslega góður sögumaður
þó svo þær gætu nú orðið svolítið
langar stundum.
Trausti Thorberg
Óskarsson
✝
Trausti Thor-
berg Ósk-
arsson fæddist 19.
nóvember 1927.
Hann lést 27. maí
2021.
Útförin fór fram
8. júní 2021.
Hann var fjöl-
hæfur maður, rak
Fótóhúsið í tuttugu
ár og var í fyrstu út-
gáfu af KK-sextett,
sem hóf að spila
1947 og varð síðar
með vinsælustu
hljómsveitum lands-
ins. Ég þekkti afa
samt best sem rak-
ara og klippti hann
mig frá því ég var
óviti alveg til 25 ára aldurs. Þær
voru ófáar gæðastundirnar á rak-
arastofunni og fékk ég að heyra
ýmsar sögur, þar á meðal söguna
af því þegar hann klippti breskan
hershöfðingja í Eimskipshúsinu.
Afi var mjög áhugsamur um
seinni heimsstyrjöldina, safnaði
alls kyns fróðleik og bækurnar
voru ansi margar um þessa tíma.
Þegar ég var lítill og við fjöl-
skyldan að fara í heimsókn til
ömmu og afa þótti mér ekkert
skemmtilegra en að setjast í
gamla græna þreytta skrifborðs-
stólinn hans afa og teikna, rugla í
gítarnum hans og þefa af bestu
lykt í heimi, lyktinni af pípunni
hans. Afi var líka nokkuð góður í
að teikna og alltaf á afmælinu
mínu fékk ég fallega skreytt um-
slag eftir hann sem er svo gaman
að eiga núna.
Takk afi fyrir að sýna Kristínu
minni ást og væntumþykju og
leyfa henni að eiga þig og sýna
Thelmu minni hlýju og væntum-
þykju. Takk fyrir allar klipping-
arnar, alla þessa skilyrðislausu
ást og að taka alltaf á móti mér
með opnu faðmlagi. Ég kveð þig
og geymi þig alltaf í hjarta mínu
elsku nafni og lærifaðir. Þegar ég
hugsa um þig sé ég þig alltaf í
blárri skyrtu og hvítum buxum
með pípuna þína góðu að hugsa.
Takk fyrir elsku afi minn, ég á
eftir að sakna þín ofboðslega mik-
ið.
En eins og lokaorðin þín voru:
Nú er komið nóg.
Bið að heilsa mömmu og Dóru
systur, elsku afi, og kysstu elsku
ömmu Dóru á báðar kinnar.
Elska þig.
Kveðja, þitt barnabarn,
Trausti Thorberg.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar