Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 ✝ Egill fæddist í Reykjavík 11. júní 1955. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Skál- holti 9. júní 2021. Foreldrar Egils voru Hallgrímur H. Egilsson, f. 13.7. 1919, d. 7.5. 1996, garðyrkjubóndi og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 24.2. 1919, d. 3.4. 2002, hús- freyja. Bræður Egils eru Jón Hallgrímsson, f. 12.1. 1944, fyrrv. lögregluþjónn og bílstjóri í Reykjavík, eiginkona hans var Herdís Jónsdóttir, f. 13.8. 1944, d. 23.11. 2012, og Páll Hall- grímsson, f. 15.6. 1958, vörubíl- stjóri í Reykjavík. Þann 23.9. 1989 kvæntist Egill Ólafíu Sigurjónsdóttur hjúkrunar fræðingi, f. 19.8. 1956. Foreldrar hennar voru Sigurjón Guðbergsson, f. 1.8. 1907, d. 3.1. 1984, málara- meistari og Jóhanna Sveins- dóttir, f. 14.1. 1931, d. 21.1. 2007, húsfreyja. Börn Egils og Ólafíu eru: 1) Sóley Linda, f. 3.12. 1989, BA í bókmenntum, MA í leik- húsleikstjórn, starfar sem bóka- vörður og stundar MA í upplýs- ingafræði við HÍ. Unnusti hennar er Viðar Stefánsson, Grafning, Laugardal og Þing- vallasveit. Hann þjónaði átta sóknum en kirkjurnar sem hann þjónaði voru alls tólf því auk sóknarkirknanna þjónaði hann einnig Sólheimakirkju og Úthlíðarkirkju. Egill kynntist eiginkonu sinni þegar hann var gæslumaður á Kleppsspítalanum og hún var þar hjúkrunarnemi. Þau hafa því fetað æviskeiðið saman í 40 ár og Ólafía staðið þétt við hlið eiginmanns síns í prestsþjónustu hans. Egill sat í stjórn Skógræktarfélags Skaga- strandar 1992-97, stjórn Kirkju- miðstöðvarinnar við Vestmanns- vatn 1993-97, var formaður áfengisvarnanefndar Höfða- hrepps 1994-97, í stjórn Presta- félags hins forna Hólastiftis 1995-97, í fulltrúaráði Hjálp- arstofnunar kirkjunnar 1995-98, í stjórn Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti 1996-97, í stjórn Collegium Musicum, sam- taka um tónlistarstarf í Skál- holti, frá 1998, stjórn Helgisiða- stofu í Skálholti um árabil og í stjórn Þorláksbúðarfélagsins frá 2011. Egill sótti ýmis námskeið, m.a. í klaustri í Danmörku, nam og stundaði centering prayer í klaustri í Colorado, lauk námi í stjórnendamarkþjálfun 2017 frá HR og lauk námi í meðferðardá- leiðslu frá Bandaríkjunum árið 2018. Útförin verður gerð frá Skál- holtsdómkirkju í dag, 26. júní 2021, klukkan 13. prestur í Vest- mannaeyjum. 2) Hallgrímur Davíð, f. 12.9. 1993, BA í vélaverkfræði HÍ, BA í tölvunarfræði HÍ. Starfar í Svarma yfir hug- búnaðarþróun. Eg- ill vann fram á full- orðinsár í gróðurhúsi pabba síns í Hveragerði. Hann lauk landsprófi frá Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi eftir nám í Barna- og gagnfræðaskóla Hveragerðis. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH 1976. Að því loknu vann hann sem gæslumað- ur á geðdeild Landspítalans og var einn vetur kennari við Grunnskólann á Bíldudal. Egill nam sálfræði við HÍ en flutti sig síðan yfir í guðfræðideild og lauk cand. theol-prófi 1991. Með náminu var hann vaktmaður að Sogni í Ölfusi hjá SÁÁ og kirkju- vörður í afleysingum við Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Þar sá hann lengi um barnastarf ásamt Ólafíu. Egill var sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli 1991- 1998. Hann tók við embætti sóknarprests í Skálholts- prestakalli 1998 og sinnti því til æviloka. Prestakallið nær yfir Bláskógabyggð, Grímsnes, Það er ávallt erfitt að skrifa um látna ástvini svo sómi sé að. Bæði þeim sem skrifar og hinum látna. Orð eru jú í grunninn bara orð og mannsævi og minningar er aldrei fyllilega hægt að móta eða miðla með orðunum einum. En minningarnar eru dýrmæt- ar og í sorginni er gott að tína þær til er ég kveð Egil, ástkæran tengdaföður minn, með þökkum og hlýhug. Ég hlakkaði reyndar lítið til þess að hitta Egil í fyrsta skipti og má segja að það hafi valdið mér miklum kvíða. Fyrir utan hinn klassíska ótta gagnvart því að hitta tengdaforeldra í fyrsta skipti var hann sóknarprestur í Skálholti, fornum og virðingar- miklum sögustað, og af prófíl- mynd hans á Facebook að dæma var hann grjótharður mótorhjóla- kappi, sitjandi á stóru mótorhjóli. En kvíðinn hvarf fljótt þegar við hittumst loks og hörkutólið var hvergi að finna. Ljóst var frá fyrstu kynnum að þar fór einstak- lega blíður maður sem tær kær- leikur streymdi frá. Þá hafði hann mikinn áhuga á öðru fólki og bar einstaka virðingu fyrir þeim sem voru algjörlega þeir sjálfir. Sem betur fer fyrir mig. Við náðum strax ágætlega saman, enda heppilegt að ég var í guðfræðinámi, og urðu samtöl um trúmál, kirkju og kristni fjöl- mörg. Síðar fékk ég að fylgja hon- um og aðstoða í prestsþjónust- unni í hinu víðfeðma Skálholtsprestakalli sem var sér- lega góð reynsla. Egill leyfði mér að gera margt í helgihaldinu og meira eftir því sem á leið og fyrir það er ég þakklátur. Samtöl okk- ar í bílnum milli kirkna eru mér minnisstæð og hefði ég viljað að þau yrðu fleiri. Í þessari þjónustu, sem var oft- ast á páskum og jólum, sá ég hversu alvarlega hann tók þjóns- hlutverki sínu sem prestur. Ekki þó á þann hátt að hann notaði starf sitt eða stöðu til að tala nið- ur til annarra heldur var köllun hans til prestsþjónustu svo áþreifanleg og djúpstæð og sann- arlega áttaði hann sig á því að þrátt fyrir að hann væri mikil- vægur sem prestur þá var sá sem leitaði þjónustu hans þeim mun mikilvægari. Þegar ég varð prestur í Vest- mannaeyjum sýndi hann minni þjónustu áhuga og spurði reglu- lega um ýmislegt tengt helgi- haldi, samfélaginu eða öðru sem bar á góma. Var ávallt gaman að fá hann í heimsókn þrátt fyrir að hann hafi aldrei krafist sérstakr- ar gestrisni enda ávallt sáttur við það sem hann hafði og óskaði ekki eftir meiru en þurfa þótti. Þá lifði Egill algjörlega í núinu og fór sína leið í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og ekki var verra ef það gat verið einkennilegt á ein- hvern hátt. Gott hefði verið að allar þessar stundir og aðrar yrðu fleiri en svo verður ekki. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og skyndilegt andlát hans ristir djúpt hjá okkur fjöl- skyldunni. Það er um leið skrýtið og sárt en skyndilegt andlát hans hefur e.t.v. kennt stærstu lexí- una: Lífið er núna. Sárt er að þetta hafi þurft til þess. Elsku Egill, takk fyrir að hafa tekið vel á móti mér í fjölskyld- una, takk fyrir allar góðar stundir á akrinum og takk fyrir að feta þinn veg sem dyggur þjónn Drottins. Mér þykir vænt um hlutverk þitt í lífi mínu. Guð blessi minningu þína. Amen. Viðar Stefánsson. Séra Egill er nú farinn, enginn var þó fyrirvarinn. Hann sem átti eld í huga ást og trú sem mátti duga til að þjóna þeim sem vilja þekkja Guð og orð hans skilja (ÞKÁ) Okkar kæri Skálholtsstaður hefur misst tryggan þjón. Séra Egill sóknarprestur hefur verið kallaður til himnaföðurins, sem hann helgaði líf sitt af trú- mennsku og heilindum. Langri og farsælli prestsþjónustu hans er lokið. Ófáar eru þær sálirnar, sem hann hefur blessað með einstakri handleiðslu sinni. Við erum á meðal þeirra. Síðastliðin sex ár höfum við leitt Kyrrðardaga kvenna í Skál- holti. Þjónusta séra Egils á þess- um dögum hefur skipt sköpum í lífi okkar og þeirra mörgu kvenna sem hafa notið hennar. Samstarf okkar við séra Egil einkenndist af gagnkvæmri virðingu og kær- leika, þar sem þakklæti og gleði voru ríkjandi. Hann sagði oft að þátttaka hans í kyrrðarstarfinu okkar væri honum bæði hvatning og endurnæring í daglegum störfum. Sjálfur bauð hann upp á kyrrðarstund í hinum ýmsu sókn- um Skálholts. Köllun Guðs var sterk í lífi séra Egils. Hans gæfa var að hlýða því kalli. Trúarsannfæring hans sterk og hann var óhræddur við að kanna hinar ýmsu víddir til- verunnar. Eins var hann mjög fróður um og hafði mikinn áhuga á því sem tengdist lífi okkar mannanna á jörðinni þá og nú. Þetta dýpkaði skilning hans á guðdóminum og andlegri tilvist mannsins. Okkar gæfa er að hafa notið þjónustu hans. Hann var okkur mikil og góð fyrirmynd. Hug- rakkur auðmjúkur og hlýr. Upp- byggjandi en um leið beittur í prédikun sinni, trúr orði Guðs, sem varð í flutningi hans bæði lif- andi og kröftugt. Oft gerði hann góðlátlegt grín að sjálfum sér, og þá var auðveldara að samsama sig því sem hann prédikaði. Þann- ig náði hann svo vel til þessa fjöl- breytta hóps kvenna. Hjörtu okkar eru full þakklæt- is fyrir kæran leiðtoga og vin, sem við kveðjum í dag. Við biðj- um Skálholtsstað blessunar og handleiðslu þess Guðs, sem séra Egill helgaði líf sitt og krafta. Guð gefi vernd og grósku hverju fræi sem hann sáði og hlúði að af nær- gætni. Eiginkonu hans og fjölskyld- unni allri biðjum við huggunar Guðs í hennar miklu sorg. Skálholts kirkjuklukkur óma, kveðjustund er sveipuð ljóma. Er sem helgur himnaskarinn heiðri þann sem nú er farinn. Faðir vor á himni háum, huggun þína’ og líkn við þráum. (ÞKÁ) Anna Stefánsdóttir, Ástríður Kristinsdóttir, Bergþóra Baldursdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Þórdís Klara Ágústsdóttir. Að eiga góðan vin er dýrmætt og mikils virði! Að missa góðan vin er svo sárt og erfitt! Egill var góður vinur og var mér mikils virði! Hann var einstakur vinur. Við spjölluðum oft saman um svo margt, lífið og tilveruna og spáð- um í margt. Hann var mikill húm- oristi og var stutt í hláturinn og grínið hjá honum. Hann kom austur í maí til að ferma hjá okk- ur og kom aldrei annað til greina en að fá Egil. Sem betur fer tók hann vel í þessa bón og flaug austur til okkar. Þegar við vorum að undirbúa ferminguna þá spurði ég hann hvort að það ætti að fara tvisvar með Faðirvorið og var hann snöggur að svara: „Já, ekki spurning! Allir alvöruprest- ar fara með það tvisvar“ og síðan brosti hann. Já, Egill var sko al- vöru prestur og var alltaf gott að fara í messu til hans enda átti ég það til að fara í eins margar messur hjá honum um jólahátíð- ina eins og ég gat þegar ég kom suður. Þegar ég keyrði Egil út á flugvöll þann 21. maí, daginn eftir ferminguna, þá kvöddumst við með faðmlagi og töluðum um að þau yrðu að koma austur og ég myndi keyra með þau um Aust- firðina við tækifæri. Hann kvaddi mig og sagði: „Áslaug, við skulum heyrast fljótlega. Mjög fljótlega.“ Við vorum ekki búin að heyrast því það voru bara liðnir 20 dagar frá því hann var hér og þar til hann varð bráðkvaddur. Lífið er alltaf að kenna mér að það er ekki hægt að ganga að neinu vísu. Elsku Ólafía, Sóley Linda, Hallgrímur Davíð og Viðar. Miss- ir ykkar er mikill. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Egill var einstakur maður og ég er rík- ari að hafa fengið að kynnast honum og ykkur fjölskyldunni. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku Egill, góða ferð í sum- arlandið, hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Áslaug frá Króki. Stórt skarð og vandfyllt hefur myndast í skólasystkinahópnum og meðal þjóna kirkjunnar við mjög svo ótímabært og skyndi- legt fráfall dómkirkjuprestsins í Skálholti, Egils Hallgrímssonar. Enginn átti von á þessu og ábyggilega mörgum líkt farið og mér að eiga erfitt með að trúa þessu í fyrstu. Ég kynntist honum fljótlega eftir að hann kom í deildina, og talaði oft við hann. Það var strax auðfundið, hversu hann ígrund- aði allt vel, sem við lærðum og lásum. Allt var það líka með mik- illi athygli, ígrundun og yfirlegu, og var nákvæmt, vandað og vel út hugsað, sem frá honum kom í ræðu og riti. Þar var ekki verið að kasta til höndunum. Það var gaman að tala við hann, því að hann var fróður og skemmtileg- ur. Hann var líka rólegur og yf- irvegaður og hafði mjög góða nærveru. Strax í deildinni gat maður greint í honum takta sálu- sorgarans, og ég hugsaði stund- um, að það yrði áreiðanlega góð- ur prestur úr honum, sem og varð. Þá vissi ég ekki, að hann hafði verið í sálfræðinámi áður. Það var gott að njóta nærveru hans og félagsskapar þeirra beggja, Ólafíu og hans, en þau voru oftar en ekki saman í deild- inni. Það var auðséð, að þau áttu vel saman. Þegar hann var kjörinn dóm- kirkjuprestur í Skálholti, þá var hann réttur maður á réttum stað. Hann sómdi sér ákaflega vel í því embætti, og setti sinn svip á stað- inn. Ég var um vikutíma í Skál- holti sumarið 2004, en hitti svo á, að þau Ólafía voru í sumarleyfi, og komu ekki fyrr en daginn, sem ég fór af staðnum. Það var gott að hitta þau, og auðfundið, að Egill var vinur vina sinna, og skipti ekki máli, þótt við hefðum ekki sést eða talast við svo árum skipti. Það var alltaf gott að hitta hann. Það er vissulega mikil eftirsjá að þessum góða dreng, og ís- lenska þjóðkirkjan hefur misst einn af sínum bestu þjónum. Með sorg í hjarta kveð ég nú þennan ágæta skólabróður minn hinstu kveðju, og bið honum allr- ar blessunar Guðs, þar sem hann er í landi ljóss og friðar, með kærri þökk fyrir góða og gjöfula viðkynningu gegnum árin. Ólafíu og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að vera með þeim, styrkja þau og styðja á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Egils Hallgrímssonar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Fráfall séra Egils Hallgríms- sonar var harmafregn. Hryggð vina hans og samferðafólks er mikil en mestur er missir fjöl- skyldu hans. Hví hafa örlögin kallað „svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag.“ Menntaskólaárin í Hamrahlíð fyrir næstum hálfri öld voru ár þroska og lærdóms. Þá varð til einlæg vinátta okkar Egils. Í Grjótaþorpi stutt frá Unuhúsi var annað lítið hús þar sem stúd- entsefni úr MH hittust. Þangað sótti Egill til að hitta vini sína, hlýða á tónlist og gleðjast. Gesta- gangur var mikill og gleðin eftir því. Vináttan við Egil var gefandi, hann var einstaklega skemmti- legur, hlýr og hjálpsamur. Skarp- greindur, jákvæður og fjölfróður um menn og málefni. Kurteisi, hófsemi og hlédrægni einkenndu vandaða framkomu hans. Sam- ræður við hann voru heillandi og aldrei skorti umræðuefni. En það var einnig gott að geta þagað með Agli, þegar hlýtt var á tónlist án samtala. Margar hljómplötur voru spilaður upp til agna á þess- um árum. Og svo kom Ólafía. Glæsileg eins og í ævintýri, með kolsvart hár og hvít á hörund. Ástin kviknaði og fyrr en varði var hann fluttur inn til hennar á Nönnugötuna. Virðingin og hlýj- an á milli þeirra var mikil. Þau ætluðu að eigast til æviloka. Egill var ætíð önnum kafinn. Meðfram námi stundaði hann oft- ast vinnu, enda vinnusamur. Hann seldi sumarblóm, var gæslumaður, kennari, kirkju- vörður, þýðandi og hann sté meira að segja á fjalirnar í Þjóð- leikhúsinu. Í háskólanum tók Eg- ill sér tíma, var óviss um sálfræð- ina en svo fann hann fjölina sína í guðfræðinni. Hann var einlægur trúmaður og ákvað að þjóna Guði og boða fagnaðarerindið. Eftir að guðfræðinni lauk hélt hann áfram að bæta við sig – hann var alltaf að læra. Prestsár Egils urðu þrjátíu. Hann boðaði Orðið með merki- legum predikunum ásamt eftir- minnilegum og innihaldsríkum hugvekjum á vefsíðu kirkju sinn- ar og söng fallegar messur. Það var eftirminnilegt að sækja þær í Skálholti og þess virði þótt vega- lengdir væru drjúgar. Hann var hugsunarsamur um sóknarbörn sín og ávann sér vinsældir og virðingu þeirra. Snemma á prestsárum Egils átti Kirkjan erfitt. Egill tók þær innantökur nærri sér og skipaði sér í hóp þeirra presta sem vildu reglufestu. Hann lét til sín taka þegar honum var misboðið og tjáði sig þá af hugrekki. Þegar gjaldtaka hófst í Skálholtskirkju mótmælti Egill kröftuglega og sagði: „Kirkjan er opin faðmur Guðs. Þetta er ekki listasafn, þetta er heilagt hús“. Nú er hún Snorrabúð stekkur, það var einstakt að vera sam- ferðamaður Egils, notaleg fram- koma hans, hlýja handtakið, blik- ið í augunum, viðkunnanlega röddin og brosið hans sköpuðu góða nærveru. Egill var góðvilj- aður og átti ekki í illdeilum við fólk en var hreinskiptinn. Hans er sárt saknað. Nú stafar ylur frá gömlu jólakortunum og hugleið- ingar hans í gestabókinni úr Grjótaþorpinu eru hreinar perl- ur. Ólafíu, eiginkonu hans, börn- um þeirra og öðrum ástvinum eru færðar innilegar samúðar- kveðjur. Nú hefur hann haldið til austurs eilífa. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minn- ing Egils Hallgrímssonar. Skúli Eggert Þórðarson. Við fráfall sr. Egils Hallgríms- sonar er mikill harmur kveðinn að fjölskyldu hans og sóknar- börnum í Skálholtsprestakalli. Hann var ástsæll sóknarprestur, staðfastur í trúnni og sýndi í þjónustu sinni lipurð og um- hyggju fyrir sóknarbörnum sín- um. Það aflaði honum virðingar og tiltrúar hjá þeim sem hann þjónaði. Hlýja og góðvild einkenndi Eg- il og skilningur á högum fólks og í starfi sínu kunni hann svo vel að beina athyglinni að því góða og já- kvæða en horfast jafnframt í augu við raunveruleikann. Hann hlúði vel að sóknarbörn- um sínum, til hans gátu þau leitað og var liðveisla hans þeim ómet- anleg því hann miðlaði af mann- gildi sínu og manngæsku. Vinnu- dagurinn var oft langur í stóru og víðfeðmu prestakalli. Prédikanir hans voru í senn vel ígrundaðar, vekjandi og uppbyggilegar, nær- vera hans sjálfs þægileg, öll mannleg samskipti honum eðlis- læg og nærgætin. Hann brann fyrir barna- og æskulýðsstarfi og sinnti því sérstaklega vel, enda sér vel meðvitaður um að þar er grunnurinn lagður að lífsgildun- um. Egill var fróðleiksfús og and- leg málefni honum hugleikin. En hann lét ekki þar við sitja heldur kynnti sé einnig alþjóðamál og viðskipi og eiginlega allt þar á milli. Allt sem laut að lífsgátunni miklu var honum hugleikið og hann leitaði svara og fann þau í okkar kristnu trú og boðskap frelsarans. Hann hafði fjölþætta starfsreynslu áður en hann hóf prestsþjónustu, og vann með guð- fræðináminu hin ýmsu störf. Hann var sífellt að leita sér frek- ari þekkingar og reynslu, fór á styttri og lengri námskeið og ráð- stefnur bæði utanlands og hér heima og fylgdist vel með í guð- fræði og raunar á öllum sviðum sem lúta að mannlegum kjörum og aðstæðum og lifði fram á síð- asta dag eftir því mottói að vita meira og meira, meir í dag en í gær. Var hann enda víðlesinn og fróður. Hann var maður sem stóð og féll með verkum sínum, og þeirrar gerðar að vilja í engu bregðast því er honum var trúað fyrir. Og áhugamál hans voru á fleiri sviðum, hann er sóknarbörnum sínum ógleymanlegur á mótor- fáki sínum sem hann naut þess að ferðast á. Fjölskylda hans, hans góða kona Ólafía og börnin hans Sóley Linda og Hallgrímur Davíð, voru samofin verkahring Egils í Skál- holti og Ólafía var honum sam- stíga að láta allt ganga upp og studdi hann vel í starfi hans og þjónustu þar sem ekki er spurt um tíma eða dag þegar kallað er eftir þjónustu prestsins. Í hópi okkar presta á Suður- landi var hann góður félagi, hlýr í samræðum og manna skemmti- legastur enda einstaklega vel gef- inn og skýr í hugsun og framsetn- ingu. Hjá honum var alltaf stutt í húmorinn og gaman að sjá hvern- ig honum tókst að fanga athygli viðstaddra þegar hann sló á létta strengi. Við prestarnir söknum vinar í stað en þökkum jafnframt fyrir samfylgdina, fyrir gefandi samskipti og sanna fyrirmynd í þjónustu Drottins. Ég sendi eiginkonu hans og fjölskyldu hugheilar samúðar- kveðjur. Megi góður Guð styrkja þau og blessa. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur. Ritað er í Opinberunarbók Jóhannesar 14.13: Og ég heyrði rödd af himni sem sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“ Séra Egill Hallgrímsson, dóm- kirkjuprestur í Skálholti og sókn- arprestur hins víðlenda Skál- holtsprestakalls, hefur óvænt verið kallaður burt frá sinni jarð- nesku sáningu inn til himneskrar uppskeru. Það er sárt að sjá hon- um á bak meðan enn var mörgu að sinna og margs að gæta. En Guð hlýtur að ráða. Ritað er í Sálmunum: (Sálm. 102. 24,) Egill Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.