Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
V
öfflur með rjóma og sultu
eru vinsælar meðal ferða-
manna sem hingað koma,“
segir Guðrún Fjóla Krist-
jánsdóttir. Þau Friðfinnur Kjaran
Elísson, eiginmaður hennar, starf-
rækja nú í sumar, líkt og í fyrra,
kaffihús í Litlabæ við Skötufjörð í
Ísafjarðardjúpi. Þar hefur verið
greiðasala mörg undanfarin ár sem
þau Sigríður Hafliðadóttir og Krist-
ján Kristjánsson bændur á Hvíta-
nesi, foreldar Guðrúnar, höfðu með
höndum. Þegar þau fóru að lýjast
fengu þau dóttur sinni og tengdasyni
keflið og reksturinn á þessum
skemmtilega stað.
Allt komið í blóma
„Sumarið fer vel af stað og
margir eru á ferðinni,“ segir Frið-
finnur. „Síðustu dagar hafa verið
sérstaklega góðir enda veðrið gott og
allt komið í blóma. Vænta má að líð-
andi ár komi enn betur út en það
fyrra, þegar var sannkallað Íslend-
ingasumar í ferðaþjónustunni enda
fátt um útlendinga vegna veirunnar.
Nú eru breyttir tímar. Vestfirðirnir
koma sífellt sterkar inn meðal ferða-
manna, innlendra sem erlendra.“
Þau Friðfinnur og Guðrún Fjóla
búa á Selfossi, hvar hann er iðn-
aðarmaður en hún starfar við heima-
hlynningu aldraðra. Það var svo um
miðjan maí sem Guðrún Fjóla hélt
vestur og opnaði kaffihúsið, en Frið-
finnur kom nokkrum vikum síðar.
Opið er í Litlabæ alla daga milli kl.
10-18.
„Ferðamenn eru æ fyrr á ferð-
inni. Því opna ég snemma á vorin og
verð hér á vaktinni alveg fram í miðj-
an september. Starfið hér er
skemmtilegt og lifandi og frábær til-
breyting frá annarri vinnu. Hvíld
þótt stundum sé þetta erilsamt,“ seg-
ir Guðrún Fjóla.
Sagan er í hverju horni
Allar veitingarnar sem bjóðast í
Litlabæ eru heimabakaðar; það er
vöfflur, hjónabandssæla og annað
slíkt góðgæti. Friðfinnur sér um
uppáhellinguna á kaffinu, tíu drop-
ana, eða að minnsta kosti var sá hátt-
urinn hafður á þegar blaðmaður var
á ferðinni í Djúpinu í síðustu viku.
Friðfinnur sér einnig, alla morgna,
um að draga íslenska fánann að húni
á flaggstönginni fyrir framan
Litlabæ. Með flagginu er staðarlegt
á að líta heim að Litlabæ, húsi sem er
með hlöðnum veggjum og torfþaki.
Litlibær var reistur árið 1895
sem tvíbýli tveggja fjölskyldna. Þær
bjuggju hvor í sínum hluta hússins
sem var skipt í miðju með þvervegg.
Í alla staði er þetta bygging með
merka sögu, og er hluti af húsasafni
Þjóðminjasafns Íslands en því til-
heyra tugir gamalla bygginga um
allt land.
„Hér er sagan í hverju horni,“
segir Guðrún Fjóla og vísar til muna
og mynda sem er að finna í Litlabæ.
„Langafi minn og langamma, þau
Finnbogi Pétursson og Soffía Bjarg-
ey Þorsteinsdóttir, voru í annarri
fjölskyldunni sem hér bjó upp-
haflega. Talið er að þegar mest var
hafi um tuttugu manns átt heima í
þessu litla húsi. Seinna flutti hin fjöl-
skyldan á brott svo rýmkaðist um, en
hér var búið allt fram til ársins 1969.
Eftir það var biðstaða í talsverðan
tíma, en svo var húsið endurgert og
falið Þjóðminjasafninu.“
Fyrir marga firði að fara
Vegurinn um Ísafjarðardjúp er
langur og fyrir marga firði er að fara.
Að því leytinu til kann einhverjum að
þykja leiðin leiðigjörn, ef ekki kæmi
til falleg náttúran á þessum slóðum
og skemmtilegir viðkomustaðir eins
og Litlibær. Þar við bætist, að nú er
allt í blóma í Djúpinu. Inni á fjörð-
unum eru hvalir, sem setja upp
hrygg, blaka sporði og anda með
slíkum ósköpum að strókur stendur
hátt upp í loftið.
„Útlendingarnir eru heillaðir af
busli hvalanna, sem þeir telja að sé
æft atriði. Spyrja sumir svo að því
klukkan hvað sýningar hefjist. Í hálf-
kæringi hef ég stundum svarað því
að ég sé ekki með símann hjá hvöl-
unum, og þá skilja ferðamennirnir að
þetta sé allt hluti af duttlungum nátt-
úrunnar og að hvalirnir syndi um
djúpið án þess að mennirnir ráði þar
nokkru,“ segir Guðrún Fjóla að síð-
ustu.
Alltaf er flaggað í Litlabæ
Tíu dropar í Djúpinu!
Óvenjuleg kaffihús í bygg-
ingu sem reist var árið
1895. Vin fyrir vestan.
Ferðamenn staldra við
og fá í kaupbæti sýningu
hvalanna á firðinum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjóðlegt Friðfinnur Kjaran og Guðrún Fjóla draga fánann að húni. Þau tóku við veitingarekstrinum í Litlabæ á
síðasta ári, og segja það hvíld og tilbreytingu frá öðrum störfum. Þau búa á Selfossi en eru vestra sumarlangt.
Veitingar Ætíð hressir sopinn, sagði gamla fólkið um
kaffið. Alltaf er gott að stoppa í Litlabæ og fá hressingu.
Lágfóta Uppstoppaður refur í Litlabæ. Gripir gamla
tímans eru áberandi hér, sem skapar skemmtilegan blæ.
Ungir og glaðværir fótboltamenn
sem taka þátt í Orkumótinu sem nú
er í Vestmannaeyjum, gróðursettu í
dag 40 grenitré í Vigdísarlund við
Helgafellsvöll og við íþróttasvæði
ÍBV. Grenitrén eru gjöf frá Orkunni
sem stutt hefur mótið í Eyjum í 30 ár.
Alls 37 félög senda lið á mótið og er
gróðursett eitt tré fyrir hvert félag.
Markmiðið er að gróðursetningin
verði árlegur viðburður á mótinu.
„Við viljum nýta orkuna okkar í um-
hverfismálin og fengum svo strákana
með okkur í lið við að gróðursetja,“
segir Karen Rúnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Skeljungi.
Svæðið og trén voru valin í sam-
starfi við Vestmannaeyjabæ og er
vonast til að þau skapi gott skjól við
fótbolta- og tjaldstæðið.
Alls 1.200 piltar etja nú kappi á
Orkumótinu sem lýkur í dag. Góð
stemming myndast jafnan á mótinu
en mótsstjórn segir að aldrei hafi
jafn margir foreldrar fylgt liðunum til
Eyja og nú.
Orkumótið er í Eyjum
Gróðursett
með gleðinni
Ljósmynd/Jóhann Jóhannsson
Orkumótið Eyjarnar verða grænar.
Ef fylla þarf út í eyður tímans, á helgi
um hásumar, getur verið gráupplagt
að skeppa út í Viðey. Frá því kl. 10.15
á morgnana og á klukkustundarfresti
eftir það fram til kl. 17.15 eru ferðir út
í eyju frá Skarfabakka í Sundahöfn.
Svo eru ferðir í land á hálfa tímanum.
Viðey er gróðursæl og sögurík;
sannkölluð perla Reyikavíkur. Þar bjó
forðum áhrifafólk samfélagsins og
enn sjást merki umsvifa þess. Þá eru
á staðnum einar elstu byggingar
landsins, Viðeyjarkirkja og Viðeyj-
arstofa. Byggingarnar eru opnar al-
menningi og veitingastaður er í
eynni.
Viðey er vinalegur staður
Perla í borginni
Í tilefni af 20 ára afmæli Þjóðgarðs-
ins Snæfellsjökuls er fjölbreytt dag-
skrá þar um helgina og sérstök há-
tíðarsamkoma verður á Malarrifi á
sunnudaginn. Sitthvað verður gert
til gamans fyrir börnin, sagðar
verða sögur og fleira skemmilegt.
Við athöfn sem hefst kl. 14 mun
Guðmundur Ingi Guðbrandsson um-
hverfisráðherra undirrita reglugerð
sem skerpir á ýmsu í rekstri og
starfsemi þjóðgarðisns. Við sama
tækifæri verður einnig gengið frá
pappírum viðvíkjandi stækkun þjóð-
garðsins, það er á svæðinu upp af
þéttbýlinu á Hellissandi að jöklinum.
Ráðherra flytur ávarp við þetta til-
efni sem og Jón Björnsson þjóð-
garðsvörður. Karlakórinn Heiðbjört
mun syngja, hægt verður að príla
upp í Malarrifsvita og fara í göngu-
ferð um að Svalþúfu, þar sem Krist-
inn Jónsson, bæjarstjóri Snæfells-
bæjar, sem er landvörður að mennt,
fer fyrir hópnum. Einnig verður
hægt að skoða nýja gestastofu þjóð-
garðsins sem nú er verið að reisa á
Hellissandi.
Að sunnan liggja mörk Þjóðgarðs-
ins Snæfellsjökuls við Dagverðará
og að norðan nærri Gufuskálum.
Jökulhetta Snæfellsjökuls er innan
þjóðgarðsins. Þjóðgarðurinn hefur
þá sérstöðu meðal slíkra á Íslandi
að vera sá eini með minjar frá út-
ræði fyrri alda, segir á vef þjóð-
garðsins.
20 ára afmæli Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls verður haldið hátíðlegt um helgina
Fræðsla, fróðleikur og fallegt umhverfi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snæfellsjökull Svipsterkur og sést langt að, meðal annars úr höfuðborginni.