Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 1906 Bæjarstjórn Reykjavíkur kaupir vatnsréttindi Elliðaánna af breskum veiðimanni. 1914 Rafmagnsnefnd Reykjavíkur stofnuð. Vatnamælingar hefjast í Elliðaám. 1918 Bæjarstjórn samþykkir að byggja Elliðaárstöð á núverandi stað. 1921 Kristján konungur X. og Alexandrína drottning ræsa fyrstu tvær vélar Elliðaárstöðvar. 1929 Árbæjarstífla hækkuð og lengd. Lokað fyrir laxagengd. 1930 Lax fangaður í fyrsta sinn í kistur við Elliðaárstöð um sum- arið og honum ekið upp fyrir Ár- bæjarstíflu. 1932 Seiðaeldi hefst í klakhúsi við Elliðaár. 1933 Fjórða, stærsta og síðasta aflvél Elliðaárstöðvar tekin í notkun eftir stækkun stöðvarhúss. 1937 Tengivirki og aðveitustöð við Elliðaárstöðina tilbúin. Raflína frá virkjunum í Soginu tengd við dreifikerfi Reykjavíkur. 1951 Elliðaárstöð 30 ára. Starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur skógrækt í Elliðaárhólma. Skóg- ræktarferðir voru árvissar næstu ár. 1960 Félagsheimili starfsfólks Raf- magnsveitunnar og veiðihús við Sjávarfoss reist. Hleypt úr hluta Árbæjarlóns hvert vor og opnað fyrir laxagöngur gegnum Árbæj- arstíflu. 1965 Reykjavíkurborg leggur Sogs- virkjanir inn í nýstofnaða Lands- virkjun. 1967 Elliðaárstöð leigð Lands- virkjun. 1968 Elliðavatnsstífla brestur í miklum vatnavöxtum. Engin slys á fólki. Ráðist í bráðabirgðaviðgerð. 1969 Rafmagnsveita Reykjavíkur tekur aftur við rekstri Elliðaár- stöðvar. 1978 Ný þrýstipípa úr tré lögð frá Árbæjarstíflu að Elliðaárstöð. 1998 Þrýstipípan brestur skammt neðan við Árbæjarstíflu. Talsvert tjón á gróðri, stígum og vegum. Pípan löguð. 2012 Virkjanamannvirkin í Elliða- árdal friðlýst. 2014 Þrýstipípan fer aftur að leka. Hún metin ónýt og raf- magnsvinnslu í Elliðaárstöð hætt. 2019 Orkuveita Reykjavíkur efnir til hugmyndasamkeppni um sögu- og tæknisýningu sem nýti mann- virki OR í dalnum. 2021 100 ára afmæli. Elliðaárstöð (ellidaarstod.is) verður til. Stiklað á stóru í sögu raforkuvinnslu í Elliðaárdal Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það má kalla Elliðaárdalinn vöggu Orkuveitu Reykjavíkur (OR),“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. „Vatnsveitan byrjaði 1909 og var vatnið tekið úr Elliðaánum til að byrja með og síðar það ár úr Gvend- arbrunnum. Það má segja að vatns- veitan sé forsenda og framendi frá- veitunnar. Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun 1921. Hitaveitan hef- ur nýtt borholur í Elliðaárdal frá 6. áratug 20. aldar og eru borholur þar enn í notk- un.“ Kristján kon- ungur X. og Alex- andrína drottning tóku fyrstu tvær vélar stöðv- arinnar formlega í notkun þann 27. júní 1921, fyrir réttum 100 árum á morgun. Það markaði upphaf fyrstu orkuskiptanna í Reykjavík. Þá bjuggu í bænum 18.219 manns og 22.339 á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Elliðaárstöðin breytti Reykjavík. Mikilvægast var að þá varð hægt að nota rafmagn til eldunar. Hægt var að leggja af hlóðir, sem enn voru notaðar á nokkrum heimilum, og eins kola- og olíueldavélar,“ sagði Bjarni. Raflýsing var komin á þess- um tíma og fékk straum frá nokkr- um ljósavélum í bænum sem knúnar voru eldsneyti. Með tilkomu Elliða- árstöðvarinnar var ákveðið að tengja öll hús í bænum við rafmagn- ið og Rafmagnsveita Reykjavíkur varð til. Afl Elliðaárstöðvar full- byggðrar var 3,16 MW. Þess má geta að afl Fljótsdalsstöðvar, stærstu aflstöðvar landsins, er 690 MW eða 218-falt meira. Þegar afl Elliðaárstöðvarinnar þraut var Sog- ið virkjað og rafmagnið leitt til Reykjavíkur. Þrýstipípa Elliðaárstöðvar bilaði árið 2014. Ekki þótti svara kostnaði að laga hana og var raforkufram- leiðslu í stöðinni hætt. Ný upplifun í Elliðaárdal OR vinnur nú að uppsetningu safns og sýningar í Elliðaárdal sem heitir Elliðaárstöð (ellidaarstod.is). „Þar verður sagan sögð en starfsem- in í dag einnig kynnt. Þangað geta komið skólahópar og aðrir og skoðað hvað Orkuveita Reykjavíkur gerir. Fólk veit ekki endilega hvað er á bak við raftengilinn, vatnskranann eða heita vatnið. Við viljum fræða al- menning um það. Með þessu fær gamla Elliðaárstöðin alveg nýtt hlut- verk. Stöðin verður opnuð í áföngum og væntanlega fullbúin á næsta ári,“ sagði Bjarni. Hann sagði að í Elliða- árdal liggi vinsælar göngu- og hjóla- leiðir en þar hafi skort aðstöðu. Hvorki verið hægt að komast á sal- erni né að fá sér kaffi. Úr því verður bætt með kaffihúsi og snyrtiaðstöðu í Elliðaárstöðinni. Einnig verður sett upp vatns- leikjasvæði þar sem börn geta sullað og veitt vatni eins og þau vilja. Höggbor og gufuborinn Dofri, sem boraði fjölda hitaveituholna, fá fram- tíðarheimili á sýningunni. Sýning verður líka í gamla stöðvarstjóra- húsinu. Þar fær fólk að kynna sér starfsemi allra veitnanna. Gjörbreytt gróðurfar Þegar Elliðaárstöðin varð 30 ára, árið 1951, hófu starfsmenn Raf- magnsveitu Reykjavíkur skógrækt í Elliðaárhólma í sjálfboðavinnu. Skógræktarferðirnar urðu árviss viðburður lengi eftir það. Bjarni sagði að þegar skógræktin hófst hafi dalurinn verið nánast örfoka. „Ef við göngum um Elliðaárdal í dag sést að þar hefur orðið bylting. Þetta er með skemmtilegustu trjá- ræktarsvæðum sem við eigum,“ sagði Bjarni. Vagga OR er í Elliðaárdalnum - 100 ár frá því að Elliðaárstöðin var formlega gangsett - Vatnsveitan sótti fyrst vatn í Elliðaár - Hitaveitan hefur nýtt borholur í dalnum - Nýtt safn og sýning, Elliðaárstöð, er í uppbyggingu Ljósmynd/OR Elliðaárstöð Fólk á öllum aldri getur fræðst um sögu orkuvinnslu í Elliðaárdal og tæknina sem bylti lífsgæðunum. Ljósmynd/OR Skógrækt Starfsfólk Rafmagnsveitunnar hóf að planta trjám í Elliðaárhólma 1951, á 30 ára afmæli Elliðaárstöðvar. Aldarafmælis Rafstöðvarinnar var minnst á Hönnunarmars í maí síðastliðnum. Þá voru opn- aðar nýjar varanlegar innsetn- ingar ungra hönnuða í Elliðaár- hólma og boðið upp á hönnunargöngur í dalnum. Ýmsir viðburðir verða á morg- un, á sjálfan afmælisdaginn sunnudaginn 27. júní. 11.00 Stutt dagskrá við Raf- stöðina þar sem tímamótanna verður minnst. Borgarstjórinn í Reykjavík, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar- formaður flytja ávörp. 12.00 Rafstöðin opin afmæl- isgestum og verður boðið upp á fræðslugöngu um rafstöðina, Elliðaárstöð sem nú er í upp- byggingu og Elliðaárhólma. 14.00 Tekið á móti afmælis- gestum við rafstöðina. Leikhóp- urinn Lotta mun bjóða upp á stutta ævintýragöngu sem end- ar á leiksýningu fyrir börn í Elliðaárhólma. Boðið verður upp á hressingu. Afmælisdagskrá ALDARAFMÆLI FAGNAÐ Ljósmynd/OR 1951 Starfsfólk dansaði að loknum fyrsta skógræktardeginum. 1921 Verið að leggja lokahönd á rafstöðina og stöðvarstjóra- húsið í Elliðaárdal. Þessi hús verða hluti af nýrri sýningu. Elliðaár Kristján konungur X. í laxveiði. Myndin var sennilega tekin 1921 þegar hann opnaði Elliðaárstöðina formlega. Elliðaárstöð Vélasalurinn hefur lítið breyst í áranna rás. Í byrjun 1921 voru vélarnar tvær en svo bættust tvær við. Bjarni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.