Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 O rðræðugreining varð lykilorð eftir að Eiríkur Rögnvalds- son birti eina slíka á „afsökunarbeiðni“ Samherja vegna árása og njósna fyrirtækisins um tiltekinn fréttamann og rithöfund – sem njósnurunum þótti ámælisvert að gæti átt nýlegan bíl vegna þess að hann hefði fengið skáldalaun. Orðræðugreiningu er beitt til að rýna í hvernig fólk beitir tungu- málinu; meðvitað til að læða hugmyndum inn í umræðuna (eins og í „afsökunarbeiðninni“) eða ómeðvitað sem afhjúpar þá hug- myndir þeirra sem beita tungumálinu (eins og í samskiptum njósnaranna). Opnunarkafli metsölu- bókar Andra Snæs um Draumalandið er dæmi um vel heppnaða orðræðu- greiningu á leitinni að raunveruleikanum með dæmi af samtali við leigu- bílstjóra sem benti Andra á að þið skáldin væruð ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Þetta varð Andra tilefni til greiningar á því hvað átt væri við með raunveru- leika í þessu samhengi. Hann endaði á bújörð langafa síns og langömmu norður á Melrakkasléttu þar sem fólk hefði stundað sjálfsþurftarbúskap og verið í beinum tengslum við raunveruleikann, uns afabróðir Andra keypti fyrsta traktorinn og allt breyttist (eins og þegar þursameyjarnar komu inn í sælulíf goðanna forðum og settu af stað atburðarás sem leiddi til ragnaraka). Raunveruleiki okkar er annar og verð- mætasköpunin er ekki lengur bundin við að draga fisk og reka úr sjó til eigin nota, mjólka kýrnar og ala nokkrar skjátur til kjöt- og ullarframleiðslu svo hægt sé að kaupa mjöl, járn, sykur og kaffi. Verðmætasköpun okkar byggist á þekkingu, menntun og ný- sköpun eins og glöggt kom fram í kófinu þegar heilbrigðisvísindin tóku höndum saman um að finna bóluefni sem gæti bjargað okkur frá plágu sem hefði annars lagt heimsbyggðina í rúst eins og gerðist iðulega í gamla raunveruleikanum. Skyndilega varð öllum ljóst að raunveruleg verðmæti þjóðfélagsins voru sköpuð af vís- inda- og menntafólki í heilbrigðis- og skólakerfum heimsins sem eru að mennta næstu kynslóðir og mega aldrei missa einn einasta árgang úr. Allt annað mátti loka án þess að nokkur sérstök verð- mæti glötuðust. Í þessu ljósi er einkennilegt að nú tali fólk um að koma hjólum atvinnulífsins og verðmætasköpun aftur í gang og tengir sig þannig við hina jákvæðu tilfinningu okkar fyrir raunverulegum verðmætum úr kófinu. Að sjálfsögðu þurfum við aftur að koma hvers kyns starfsemi af stað til að geta haldið áfram með líf okk- ar; en það er ekki þannig að einungis hluti samfélagsins skapi verðmæti og hinn hlutinn lifi af þeim verðmætum (t.d. í gegnum skáldalaun) og sé ekki hluti af atvinnulífinu. Allt þjóðfélagið er ein samhangandi keðja verðmætasköpunar þar sem við þurfum á öllum að halda í þeim raunveruleika sem við búum í, faglærðum jafnt sem ófaglærðum, kennurum, listamönnum, sjómönnum og bændum. Enginn einn þessara hópa gæti skapað mikil verðmæti án allra hinna. Orðræðan og verðmætin Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Ljósmynd/Colourbox M ikil þátttaka í prófkjörum Sjálfstæð- isflokksins mun efla flokkinn mjög en það er hægt að gera betur í þeim flokki og öðrum flokkum. Á þessum vettvangi hefur áður verið vakin athygli á því að með rafræn- um kosningum er auðvelt að gera öllum flokks- bundnum félögum kleift að taka þátt í kosningu for- manns, varaformanns, ritara og miðstjórnar. Þótt landsfundir Sjálfstæðisflokks séu fjölmennir eru þeir fámennir sem hlutfall af skráðum flokksfélögum. Það er augljóst að slík bein kosning forystu flokksins mundi auka mjög lýðræði í Sjálfstæðisflokknum. Í öllum flokkum á Íslandi hefur verið tilhneiging til einsleitra skoðana og þeir verið gagnrýndir sem lýstu öðrum skoðunum en flokksforystan. Það liggur við að flokkarnir hér hafi verið líkari Komm- únistaflokki Sovétríkjanna en lýðræðisflokkum á Norðurlöndum. Að einhverju leyti er skýringin fá- mennið hér. Fyrir nokkrum misserum fékk greinarhöfundur hringingu frá vini í Sjálfstæðisflokknum. Hann sagði: Mikið er ég feginn Styrmir að þú skulir hafa sagt þig úr Sjálfstæð- isflokknum. Svar mitt var: Ég hef ekki sagt mig úr Sjálfstæð- isflokknum. Svar hans var: Jú hann […] sagði mér það Svar mitt var: Það er lygi en segðu mér af hverju hefðir þú verið svona feginn ef… Svar hans var: Af því að þið Davíð skrifið gegn Sjálfstæðisflokknum. Hvorugur okkar Davíðs hefur skrifað gegn Sjálf- stæðisflokknum. Við höfum bara aðra skoðun á því hvernig á að haga starfi flokksins. Er það bannað í lýðræðislegum flokki? Fyrir 60 árum voru önnur vinnubrögð í flokknum. Þá höfðum við Heimdellingar aðrar skoðanir og lét- um þær í ljósi opinberlega. Þá var hringt í þáverandi formann Heimdallar, sem hér skrifar, og hann boð- aður á fund með Bjarna heitnum Benediktssyni for- sætisráðherra. Þegar þangað var komið var fyrst boðið upp á kók og síðan hófst samtalið. Það snerist ekki um skammir heldur málefnalegar umræður. Bjarni heitinn vildi skilja unga fólkið í flokknum hans. Því var svo fylgt eftir af öðru tilefni með því að bjóða öllum formönnum sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í þingflokksveizlu. Í þeirri veizlu sat Bjarni heitinn yfir þáverandi formanni Heimdallar fram undir morgun. Eftir þá nótt átti hann ekki sterkari stuðningsmenn en ákveðinn hóp Heimdell- inga. Fyrrnefnt símtal vakti upp ýmiss konar hugleið- ingar. Hvernig dettur fólki í hug að láta svona hugs- anir í ljósi? Er þetta ríkjandi skoðun innan Sjálf- stæðisflokksins? Eru einhverjir þar sem eiga þá ósk heitasta að losna við sem flesta sem hafa aðra skoð- un í einhverjum málum? Svo vill til að innan þess flokks hafa á und- anförnum misserum verið líflegir fundir um deilu- mál eins og orkupakkana. Það er ekkert nýtt. Á sín- um tíma rifumst við Halldór Blöndal á fundi í Sjálfstæðisfélagi Akueyrar um það hvort leggja ætti vegi með varanlegu slitlagi um hálendið. Það sá eng- inn neitt athugavert við það. Hvað er þá athugavert við það að við Davíð höfum aðrar skoðanir en einhverjir aðrir í ákveðnum mál- um og erum reyndar ekki alltaf sammála? Reyndar hef ég tekið eftir því á allmörgum fund- um sjálfstæðisfélaga á höfuðborgarsvæðinu á síð- ustu árum að eftir fundina hafa menn dregið mig út í horn og sagt: Hvernig þorir þú að tala svona? Ég hef svarað því til að ég hefði ekki orðið var við neina ógn- arstjórn í flokknum. En hvað veldur andrúmslofti, sem kallar fram síkar spurningar? Alla vega bendir það til þess að það gæti verið gagnlegt að ræða þessi mál á opnum fundi í Valhöll. Fyrir tæpum þremur áratugum hitti ég að máli einn þeirra sem voru að berjast fyrir sjálfstæði Eystrasaltsríkja á heimili Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Faðir þessa manns hafði verið handtekinn fyrir brot á vopnalögum Sov- étríkjanna. Það fannst bréfahnífur á skrifstofu föður hans sem taldist vopnaeign. Þeir sem vilja losna við óæskilega flokksfélaga ættu kannski að huga að því að gera Melrakkasléttu að Síberíu Íslands. Allt er þetta fáránlegt með sama hætti og fyrr- nefnt símtal. En þau gleymast ekki. Og í engu samræmi við hefðir og venjur flokksins. Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína kröfðust margir brottrekstrar hans. Geir Hall- grímsson lagðist eindregið gegn því og skilaði flokknum sameinuðum frá sér. Kannski mundi það duga ef Bjarni Benediktsson lýsti vanþóknun sinni á þeim vinnubrögðum sem hér hefur verið lýst. Í Sjálfstæðisflokknum á engin ein skoðun að vera ríkjandi.Þvert á móti eiga margar skoðanir að tak- ast á. Svo er gert út um þær á landsfundum og þingflokksfundum og jafnvel með rafrænum kosn- ingum sem allir flokksfélagar eiga rétt á að taka þátt í. Skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi eru ákvörðuð í stjórnarskrá. Það fer Sjálfstæðisflokknum illa að í hans nafni sé reynt að brjóta þau stjórnarskrár- ákvæði. Þeir sem börðust í kalda stríðinu mega ekki gleyma því fyrir hverju þeir börðust. Skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi „Þið Davíð skrifið gegn Sjálfstæðisflokknum“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Sagnfræðingarnir RagnheiðurKristjánsdóttir og Pontus Järv- stad draga upp ranga mynd af fas- isma á Íslandi í framlagi til bók- arinnar Anti-Fascism in the Nordic Countries, sem kom út hjá Rout- ledge árið 2019. Þau tala í fyrsta lagi um nasisma, ekki fasisma, en í þágu efnislegrar umræðu er eðlilegast að hafa orðið „nasisma“ aðeins um hið þýska afbrigði fasismans. Í öðru lagi segja þau Ragnheiður og Pontus, að Þjóðernishreyfing Ís- lendinga, sem stofnuð var vorið 1933, hafi verið fasistaflokkur. En Ásgeir Guðmundsson sagnfræð- ingur, sem rannsakað hefur þessa sögu manna mest, segir réttilega í Sögu 1976, að Þjóðernishreyfingin hafi ekki verið hreinræktaður fas- istaflokkur, heldur sambland íhalds- og fasistaflokks. Í þriðja lagi klofnaði einmitt Þjóð- ernishreyfingin fyrir bæjarstjórn- arkosningar í Reykjavík í janúar 1934. Margir félagar hennar töldu Sjálfstæðisflokkinn skárri kost en vinstri flokkana, og tóku tveir þeirra sæti á lista flokksins. Við það vildu hinir eiginlegu fasistar í Þjóðern- ishreyfingunni ekki sætta sig og stofnuðu Flokk þjóðernissinna, sem bauð fram í bæjarstjórnarkosn- ingum 1934 og 1938 og í alþingis- kosningum 1934 og 1937, en hlaut sáralítið fylgi. Þjóðernishreyfingin var leyst upp vorið 1934, enda hafði hún frekar verið málfundafélag en stjórn- málaflokkur. Hins vegar má vissu- lega telja Flokk þjóðernissinna fas- istaflokk, þótt stækur andkommúnismi sameinaði aðallega félagana. En þau Ragnheiður og Pontus horfa fram hjá því aðalatriði, að Flokkur þjóðernissinna var stofn- aður í andstöðu við Sjálfstæðis- flokkinn. Spaugilegt dæmi um við- leitni þeirra til að spyrða Sjálfstæðisflokkinn saman við þenn- an fylgislitla fasistaflokk er, þegar þau nefna, að fyrsti formaður verka- mannafélags sjálfstæðismanna, Óð- ins, hafi áður verið í Flokki þjóðern- issinna. Þau vita líklega ekki, að þessi maður, Sigurður Halldórsson, hafði enn áður verið í komm- únistaflokknum! .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hreyfing og flokkur þjóðernissinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.