Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 ✝ Kristinn Soff- anías Rúnars- son, eða Soffi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 2. júlí 1981. Hann lést á heimili sínu 6. júní 2021. Foreldrar hans eru Kristín Soffaníasdóttir frá Grundar- firði, f. 26.6. 1963, og Rúnar Sigtr. Magnússon frá Njarðvík, f. 23.8. 1962. Systir Soffa er Rut, f. 7.7. 1983, gift Hafsteini Mar Sigurbjörnssyni, f. 10.6. 1981. Þeirra sonur er Leon Logi, f. 4.12. 2017. Hinn 21.7. 2007 kvæntist Soffi Hrefnu Dögg Gunnars- tölvulausnir og forritun. Hann starfaði meðal annars hjá fyr- irtækjunum EJS, Reiknistofu bankanna, Greencloud, NetApp og Netheimum. Soffi tók próf í siglingum og var skipstjóri um tíma hjá fyrir- tækinu Ocean Tours í Stykk- ishólmi. Hann var virkur félagi í siglingaklúbbnum Brokey um árabil auk þess að sitja í stjórn félagsins um tíma. Soffi var ötull stuðnings- maður körfuknattleiksdeildar Snæfells í Stykkishólmi og sér- lega áhugasamur um vegferð kvennaboltans á Íslandi. Hagur kvenna, barna og þeirra sem minna mega sín átti stóran hlut í hjarta hans og var hann dug- legur að minna á þessi málefni í orði og verki. Útför Soffa verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 26. júní 2021, klukkan 15 og verður athöfninni streymt á: https://youtu.be/RfO9N4mBys8 Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat dóttur, f. 27.3. 1984, þau slitu síð- ar samvistir. Eftir- lifandi unnusta Soffa er Aimée Di- allo, f. 17.11. 1988. Soffi ólst upp í Grundarfirði og stundaði nám þar þangað til leiðin lá í Fjölbrautaskólann í Ármúla. Soffi starfaði frá 12 ára aldri á sumrin hjá Fiskverkun Soffaníasar Cecilssonar hf., síð- an reri hann nokkur ár með föður sínum og félögum á tog- bátnum Sóleyju SH frá Grundarfirði. Meðfram grunn- og fram- haldsskólanámi starfaði Soffi í tölvugeiranum. Eftir námsárin helgaði hann sig störfum við Elsku bró. Djöfull sakna ég þín! Það er horfinn úr mér partur sem ég fæ aldrei aftur. Stundum vorum við sem eitt. Við slógumst fyrir hvort ann- að, peppuðum hvort annað í gang þegar eitthvað bjátaði á og bulluðum og rugluðum saman. Svo mikið eins, en samt svo ólík. Takk fyrir allan fíflaskapinn. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki fyndin komment frá þér við allar feisbúkk-söluaug- lýsingarnar mínar. Takk fyrir að gefa mér alltaf þéttasta og besta knúsið. Takk fyrir öll peppin. Takk fyrir ástina sem þú gafst mér og strákunum mínum. Takk fyrir að græja Leon Loga upp, og drífa mig áfram í alls kyns græjukaupum. Ég á sko lensidæluna góðu. Djöfull skal ég lensa allt sem lensa þarf, og þú verður með mér. Elska þig kallinn minn þín lil sys, Rut Rúnarsdóttir. Elsku Soffi okkar, það er svo sárt að þú sért horfinn frá okk- ur. Það gefur okkur þó smá hlýju að vita af því að þú sért kominn í sumarlandið til afa og ömmu þinnar. Soffi var alltaf kátur og kraft- mikill. Þegar Soffi kom til Grundarfjarðar þá leit hann oft við í kaffi, þá var sest niður og málin rædd, en hann var mikill kaffimaður. Þessar samveru- stundir voru einstaklega skemmtilegar og uppfræðandi. Soffi var með svo góða nærveru og það var alltaf gott að hitta hann og knúsið hans var alveg einstakt. Hann var til staðar fyr- ir okkur öll og við gátum leitað til hans þegar við þurftum á að- stoð að halda og ekki var það gert með hálfum hug heldur af heilum hug, hann var alltaf ein- lægur og greiðvikinn. Soffi tók hlutverki sínu sem stóri frændi mjög alvarlega eins og þegar hann hringdi alltaf á afmælis- dögum í litlu frænkur sínar. Þeim þótti svo vænt um það. Þegar Soffi var 11 ára þá stofn- aði hann „Björgunarsveitina Elínu“. Það var gert svo hann gæti kallað út leitarhóp og til að vera með fyrstu hjálp ef Elín frænka skyldi týnast eða meið- ast. Honum var alltaf svo um- hugað um öryggi og heilsu ann- arra. Elín var eins árs. Soffi var mjög barngóður og það voru ófá skiptin þegar hann kom í fjöl- skylduhitting að hann tæki að sér að hugsa um litlu frænkurn- ar sínar. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn og ekki verði hægt að njóta nærveru þinnar lengur. Minning þín mun lifa í okkar hjarta að eilífu. Sofðu rótt, elsku Soffi. Sóley, Sigurður og dætur. Elsku Soffi. Það er fyrst núna sem það er að verða raunverulegt fyrir mér að þú komir ekki oftar askvað- andi inn til mín og kveikir á kaffi- könnunni, tilbúinn að spjalla um allt eða ekkert eftir stórt knús. Frá því að við urðum fyrst vinir átti ég alltaf von á að þannig yrði þetta þar til við yrðum gamlir, einn af föstu punktunum í tilver- unni. Það entist ekki jafn lengi og ég var að vona, en það voru al- gjör forréttindi að vera vinur þinn í áratugi og þvílíkt gæfu- spor að gista hjá þér þessa helgi sem varð að ári. Þó að við höfum brallað allt á milli himins og jarð- ar í gegnum tíðina, bæði spenn- andi og skemmtilegt, þá eru það rólegu stundirnar í alls konar spjalli sem eru alltaf að koma upp í huga mér þessa dagana og fyrr en ég veit af stend ég ein- hvers staðar brosandi út að eyr- um með tárin í augunum. Ég vildi óska að við hefðum fengið hafa þig í lífi okkar svo miklu, miklu lengur en er á sama tíma svo þakklátur fyrir árin sem við þó fengum. Það eru nefnilega ekki allir svo heppnir að hafa einn svona Soffa í lífi sínu. Takk fyrir allt knúsið. Takk fyrir allt kaffið og sígaretturnar. Takk fyrir allt spjallið um háal- varleg heimsmál jafnt og hlægi- lega smámuni. Takk fyrir að vera alltaf til staðar, hvort sem ástandið var frábært eða hræði- legt. Takk fyrir að fara með börnin mín í bakaríið. Takk fyrir að segja mér til syndanna þegar ég átti það skilið og takk fyrir að treysta mér fyrir þér. Takk fyrir allt, elsku vinur minn. Hörður Pálsson. Ég sat rólegur á kaffistofu Soffaníasar Cecilssonar hf. föstudaginn 2. júlí 1993 og var nokkuð sáttur við að engum var ljóst að ég átti tvítugsafmæli. Það stóð ekki til að gera mikið úr því enda reynir maður að vera hæglátur í nýju umhverfi. Ég hafði mánuði áður flutt í Grundarfjörð í samfylgd vinar míns, Atla Más Ingólfssonar, með það að markmiði að greina loks- ins af öryggi milli þorsks og ýsu. Og kannski komast á sjóinn. Þar sem ég er að ljúka við mat- inn tek ég eftir að strákpjakkur sem hafði verið að sniglast þarna í kringum vinnsluna af og til tek- ur stefnuna í áttina til mín. Hann staðnæmist við borðið hjá okkur og réttir mér pakka og köku- sneið. „Við eigum afmæli í dag, til hamingju!“ segir Soffi. Hann varð tólf ára og ég tuttugu. Þótt maður telji sig óttalegan harðjaxl tvítugan, þá snerti þetta framlag Soffa til að fagna afmælisdeginum okkar streng í brjósti mér. Maður er alltaf pínu meyr á þessum degi. Frá þeim tíma þótti mér vænt um þennan strák sem alla jafna sprangaði kátur á meðal fólks; fullorðinsleg- ur í fasi, skrafhreifinn og hafði gaman af smá fíflagangi. Upp frá þessu óskuðum við hvor öðrum alltaf til hamingju með afmælið. Fyrst í eigin per- sónu en síðar með textaskila- boðum. Það var fastur liður að hugsa til Soffa þegar afmælis- dagurinn rann upp. Þarna lá okk- ar tenging í gegnum árin. Við hittumst af og til og ræddum það sem á daga okkar dreif og ég fékk reglulegar fréttir í gegnum pabba hans. Eitt árið eyddum við svo löngum stundum á bryggjunni í Brokey þar sem við sátum oft í kyrrðinni í kvöldsólinni að ræða skútusiglingar og fleira. Soffi var alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Bráðum rennur 2. júlí upp. Það verða viðbrigði að geta ekki sent Soffa mínum hamingjuóskir á af- mælisdaginn okkar. Ég ætla þó að minnast vinskapar okkar sem hófst svo eftirminnilega á kaffi- stofunni í Grundarfirði. Sá strengur mun aldrei rofna. Elsku Kristín, Rúnar og Rut. Ég sendi ykkur og öðrum í fjöl- skyldunni mínar dýpstu samúðar- kveðjur á þessum erfiða degi. Björgvin Guðmundsson. Elsku Soffi, hjartahlýi og ynd- islegi vinur. Það er svo óendan- lega sárt að skrifa þessi orð og vita að við fáum ekki að hitta þig í þessu lífi aftur. Við kynntumst þegar við Hrefna vorum saman í laga- náminu. Allar svefnlausu næturn- ar að þylja dóma, þamba kaffi, á trúnó og plottandi um ferðalög og hvernig við ætluðum að bjarga heiminum. Ég man þegar þú stríddir okkur og raktir sjósund- sferðir okkar á Breiðafirði. Þú varst svo einlægur og fáránlega fyndinn en fyrst og fremst varstu svo góður strákur. Ég fékk að kynnast foreldrum þínum og systur, sem eru yndisleg eins og þú. Þið Gunni voruð strax eins og gamlir vinir — Breiðafjarðar- börn. Þegar við fluttum á Óðinsgöt- una mættirðu auðvitað fyrstur með innflutningsgjöf — forláta loftvog. Það er svo mikið þú! Og það sem þessi blessaða loftvog lætur mig alltaf brosa! Svo þegar þú passaðir Guðrúnu Lóu, sast í bílnum og þóttist hafa óvart stolið sofandi barni. Það er óbærilegt að hugsa til þess sársauka sem þínir nánustu ganga í gegnum núna, en í hjarta mínu og huga muntu lifa og einn góðan veðurdag, þegar ég fæ mér skútu og sigli um höfin, mun ég fá mér kaffi og vera með þér í anda, á ævintýrasiglingu, hlæjandi út í eitt. Ljúfi Soffi, ég veit að þú passar upp á okkur og allar minningarn- ar ylja. Ég vil senda hjartanlega allan þann styrk sem ég á til fjöl- skyldu Soffa og vina. Þín vinkona, Elín Vigdís Guðmundsdóttir (Lína). Það eru ansi þungbærar til- finningar sem bærast með manni er maður sest niður til að skrifa Kristinn Soffanías Rúnarsson HINSTA KVEÐJA Minningin um þitt ljúfa hjarta og breiða bros lifir. Takk fyrir samfylgdina um stund. Hrefna. Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST •REYNSLA Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA GUÐBJÖRG SIGVALDADÓTTIR, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu, Höfða Akranesi, lést á Höfða mánudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 2. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar afþökkuð. Halldór Sigurðsson Sigvaldi S. Kibler Aldís Mae Kibler tengdabörn og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS BLÖNDAL, lést á heimili sínu laugardaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 1. júlí klukkan 11. Vefstreymi frá athöfninni verður aðgengilegt á slóðinni www.arbaejarkirkja.is. Sigríður Guðráðsdóttir Blöndal Magnús Blöndal Bryndís Magnadóttir Hjörtur Blöndal Eyrún Þórðardóttir Hjálmar Diego Haðarson Sigrún Fossberg barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir minn, KRISTMUNDUR BJARNASON, Bóbó, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 10. júní. Útför hans hefur þegar farið fram í kyrrþey. Guðlaug Bjarnadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, í Garðabæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. júlí klukkan 15. Gunnar Hauksson Guðrún Ingimarsdóttir Ingibjörg Hauksdóttir Birgir Hauksson Sóley Erlendsdóttir Ingvar Tryggvason Aðalheiður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN ÓLAFSSON bókmenntafræðingur, lést í Kaupmannahöfn 27. maí. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. júlí klukkan 13. Peris Njeri Ólafsson Egill Arnarson Freyja Gunnlaugsdóttir Helga Arnardóttir Njambi Karuri Davis Sindiyo Wamwati Karuri Hazel Jane Karuri Sólon, Iðunn, Mary, Noah, Nathan Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og mágkona, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, lést föstudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. júní klukkan 13. Jóhann Jóhannsson Sveinn Garðar Jóhannsson Bryndís Sveinsdóttir Ásmundur Jónsson Jóhann Sveinsson Birna Guðmundsdóttir Hulda Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.