Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021 Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ KYNNINGARSVÆÐI www.xprent.is Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Olgur landsins geta nú farið að dusta rykið af spariskónum en hinn fjölþjóðlegi karlasöngkvintett Olga Vocal Ensamble mun koma til Ís- lands og halda sjö tónleika víðs veg- ar um landið 25. júlí til 4. ágúst. „Við erum enn þá með þá reglu að allar Olgur fá frítt á tónleika, við gerðum það í byrjun og höfum ekki hætt með þá hefð síðan,“ segir Pét- ur Oddberg Heimisson, bassabari- tón sönghópsins. Auk Péturs samanstendur hóp- urinn af Hollendingunum Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englend- ingnum Matthew Lawrence Smith og rússneska Bandaríkjamanninum Philip Barkhudarov. Sönghópurinn var stofnaður í Hollandi árið 2012 en upprunalegu meðlimirnir eiga það allir sameiginlegt að hafa lært söng hjá Jóni Þorsteinssyni söng- kennara. Fjarsöngur í Covid Blaðamaður náði tali af Pétri þar sem hann var á leið heim af æfingu með hópnum í Hollandi. Í ljósi yfir- standandi heimsfaraldurs hefur sönghópurinn ekki haft mörg tæki- færi til að undirbúa sig saman en félagarnir sem skipa Olgu eru ýmist búsettir á Íslandi eða í Hollandi. Kom þá fjarfundarbúnaðurinn Zoom mikið við sögu en auk þess að syngja sjá félagarnir einnig um alla skipulagsvinnuna sem fer fram bak við tjöldin. Pétur segir störfin með hópnum hafa verið afar krefjandi undan- farna mánuði en félagarnir urðu að sinna meiri heimavinnu en vanalega og hver og einn varð að undirbúa sinn hluta einsamall áður en hóp- urinn fékk loks tækifæri til að hitt- ast á ný. Sameiginlegar æfingar hófust þó í tæka tíð fyrir tónleika- ferðalagið sem hefst þann 25. júlí, en Olga stefnir nú á að halda tón- leika í Hollandi og Belgíu áður en haldið verður til Íslands. Norðurljós á vínyl Í júní gaf kvintettinn út fjórðu plötuna sína sem ber yfirskriftina Aurora og kemur verkið bæði út sem geisladiskur og vínylplata. Líkt og heitið gefur til kynna er þema verksins norðurljós og eiga lögin að endurspegla ljós í myrkri líkt og norðurljós sem lýsa dimman nætur- himin. Hafa liðsmenn sönghópsins valið sín eftirlætislög til að syngja á plötunni en að sögn Péturs var mik- il áhersla lögð á persónulega nálgun í þessu verki. Völdu strákarnir lög sem meðal annars veita þeim inn- blástur og vekja upp góðar minn- ingar, en lögin sem flutt verða eru afar fjölbreytt, allt frá klassík yfir í popp og djass. Yfirtónverkið sjálft, Aurora, er afar táknrænt en þar notar hópur- inn djúpan yfirtón til að kalla fram hljóm sem minnir á norðurljós að sögn Péturs. Félagarnir bjuggu til og útsettu lagið sjálfir og fengu þeir listamanninn James Barany í lið með sér við gerð myndbands. Sam- starfið er afar vel heppnað, að sögn Péturs, en myndbandið hefur nú verið tilnefnt til verðlauna í alþjóð- legum stuttmyndakeppnum. Uppátæki sem vekja athygli Félagarnir í sönghópnum hafa verið duglegir að vekja athygli á sér með ýmsum uppátækjum í gegnum tíðina en auk þess að bjóða öllum Olgum frítt á tónleika hafa þeir meðal annars tekið upp á því að koma fram þar sem þeir þjóna til borðs og syngja milli rétta. Er þá einnig vert að nefna rauða ketilinn sem fylgir með á öllum myndum Olgu og kemur fyrir í lógói söng- hópsins. Eldhúsáhaldið ber hið lýs- andi nafn Ketill Olguson og ferðast hann að sjálfsögðu með til landsins enda er hann alla jafna í aðalhlut- verki uppi á sviði þegar sönghóp- urinn kemur fram. Fyrir áhuga- sama er hægt að senda Katli Olgu- syni vinarbeiðni á Facebook en hann er nú þegar með yfir 2.000 vini á samfélagsmiðlinum þar sem hann er duglegur að deila upplýs- ingum um sönghópinn. Norðurljós og eldhús- áhöld í aðalhlutverki Hressir Fé- lagarnir í Olga Vocal Ensamble. - Sönghópurinn Olga gefur út plötu og heldur tónleika á Íslandi í júlí og ágúst Tónleikar verða haldnir á morg- un, sunnudag, í Myndasal Þjóð- minjasafns Íslands og sagt frá einni af myndum yfirlits- sýningar á verk- um ljósmynd- arans Spessa kl. 14 og 15. Á sýningunni má m.a. sjá ljósmynd Spessa af Jóni Múla Árnasyni og tengist myndin sam- starfi Spessa og Óskars Guðjóns- sonar saxófónleikara sem hófst árið 2002 þegar Óskar bað Spessa að vinna með sér að því að mynd- skreyta hljómdisk með lögum Jóns Múla í framsæknum djassút- setningum. Diskinn var Óskar að vinna með djasshljómsveitinni Delerað og var ákveðið að Jón Múli myndi prýða framhliðina. Spessi mun segja söguna á bak við myndina og að því loknu munu Óskar og Eyþór Gunnars- son píanóleikari leika lög Jóns Múla. Í tengslum við sýningu Spessa gefur Þjóðminjasafnið út ljósmyndabók sem varpar ljósi á feril listamannsins og mun Spessi árita bókina á morgun í safnbúð- inni. Tónleikar og saga Spessa í Myndasal Spessi Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjóri sýningarinnar Diskótek, mun ræða við gesti um sýninguna og samstarf hans og listamannsins Arnfinns Ama- zeen í Hafnar- borg á morgun kl. 14. Á sýningunni má sjá ný verk eftir Arnfinn sem sækir innblástur í óræðan myndheim íslenskrar skemmtistaðamenningar frá átt- unda og níunda áratug síðustu ald- ar. Heiðar Kári Rannversson starfar sem sýningarstjóri við Nordatl- antens Brygge í Kaupmannahöfn. Heiðar segir frá verkum Arnfinns Heiðar Kári Rannversson Gleðistundir hefjast á ný á Kvos- læk í Fljótshlíð á morgun, 27. júní, en þá verða fyrstu tónleikar sumarsins haldnir kl. 15. Á þeim leikur salonhljómsveitin L‘Amour fou (Brjáluð ást) fjölbreytta efnis- skrá þekktra laga. Hljómsveitin var stofnuð árið 1999 og er skipuð Hrafnhildi Atladóttur fiðluleikara, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara, Hrafnkatli Orra Egilssyni selló- leikara, Gunnlaugi Torfa Stefáns- syni kontrabassaleikara og Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara. Hljómsveitin gaf út plötuna Ís- lensku lögin árið 2005 en á henni eru gömul, íslensk dægurlög í út- setningum Hrafnkels Orra fyrir salonhljómsveit. L’amour fou lék í áramótaþætti Sjónvarpsins árið 2010, Álfareiðinni, og var þátt- urinn tilnefndur til Edduverð- launanna árið 2011 sem menning- ar- og lífsstílsþáttur ársins. Miðaverð á tónleikana á morgun er 2.500 kr. Gleðistundirnar verða fleiri í sumar. 17. júlí kl. 15 mun Hrafn- hildur Schram listfræðingur segja frá Nínu Sæmundsson myndhöggvara og 7. ágúst kl. 15 mun Arndís S. Árnadóttir innan- hússhönnuður fræða gesti um Ámunda Jónsson smið sem fædd- ist á bænum Vatnsdal í Rang- árvallasýslu. Sunnudaginn 22. ágúst kl. 15 verður Dagstund með Schubert og Brahms en þá munu Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari og vinir hennar flytja þekkt kammerverk: 2 Gesänge op. 91 eftir Johannes Brahms, Der Hirt auf dem Felsen D. 965 og Sil- ungakvintettinn D. 667 eftir Franz Schubert. Þórunn Elfa Stefánsdóttir og Aðalheiður Mar- grét Gunnarsdóttir syngja, Einar Jóhannesson leikur á klarínett, Rut á fiðlu, Svava Bernharðs- dóttir á víólu, Sigurður Hall- dórsson á selló, Richard Korn á kontrabassa og Richard Simm á píanó. Gleðistundir hefjast með L’Amour fou Brjáluð ást Hljómsveitin L‘Amour fou leikur á Kvoslæk á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.