Morgunblaðið - 26.06.2021, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
✝
Sveinn Eiríkur
Sigfússon fædd-
ist á Krossi í Fellum
13. maí 1939. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 11. júní
2021.
Eiríkur var sonur
hjónanna Sigfúsar
Guttormssonar, f.
1903, d. 1951, og
Sólrúnar Eiríks-
dóttur, f. 1902, d. 2000. Þau
bjuggu fyrst á Dalhúsum á Ey-
vindarárdal og svo á Krossi.
Eiríkur var fimmti í röðinni af níu
systkinum sem komust á legg en
það elsta fæddist andvana. Systk-
ini hans eru Páll (d. 2017), Oddur
(d. 2019), Guðný Sólveig, Gutt-
ormur, Þórey, Baldur, Jón og
Oddbjörg (d. 2015).
vélamaður hjá Vegagerðinni og
vann þar hátt í 20 ár. Hann rak
vörubíl um tíma og vann svo hjá
trésmíðafyrirtækinu Baldri og
Óskari í nokkur ár. Hann var
lengi bílstjóri hjá fiskverkuninni
Herði í Fellum og vann svo hjá
Bólholti í Fellabæ. Frá árinu 2008
til 2012 var hann bílstjóri hjá Sæti
og ók strætisvagni milli Egils-
staða og Fella. Að auki vann hann
um skemmri tíma í gegnum árin
hjá fleiri fyrirtækjum og ein-
staklingum á Héraði.
Frá unga aldri áttu bílar, vélar
og akstur hug Eiríks allan. Hann
þótti með betri ýtumönnum á
Héraði. Á snjóþungum vetrum
kom sér vel að hann var mjög
snjall að feta vegi sem voru á kafi
í snjó, um allt Hérað og uppi á
heiðum. Segja má að aðaláhuga-
mál Eiríks hafi verið vinna. Hann
hlustaði á íslenska tónlist, spilaði
aðeins á harmóniku og málaði
landslagsmyndir sem hanga nú í
stofum vina hans og vandamanna.
Útför Eiríks fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 26. júní 2021, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Eiríkur kvæntist
Þórlaugu Björgu
Jakobsdóttur 6. júní
1965. Þau eignuðust
tvö börn, þau Jakob
Guðmund, f. 1967,
sem á fjögur börn,
og Sólrúnu, f. 1971,
sem á þrjár dætur.
Eiríkur var í
barnaskóla í Fellum
og var það eina
formlega skóla-
ganga hans. Hann fór snemma að
vinna og var meðal annars vinnu-
maður á Egilsstaðabýlinu og
nokkrum bæjum í Fellum. Þegar
hann var á sextánda ári fór hann
með Páli, bróður sínum, og fleiri
Fellamönnum á vertíð til Vest-
mannaeyja og mörg næstu ár fór
hann þangað á vertíð. Upp úr
1960 fór Eiríkur að vinna sem
Elsku afi minn.
Nú ertu farinn frá okkur eins og
við sögðum að þú mættir þegar þú
værir tilbúinn, þú þyrftir ekki að
hafa áhyggjur af okkur, við yrðum
í lagi þótt þetta væri sárt.
Þú varst alltaf svo góður, góður
við mig, góður við alla, stóðst alltaf
með mér og leyfðir mér alltaf að
kúra milli þín og ömmu þegar ég
var lítil og hélst alltaf í höndina á
mér á meðan, það brást aldrei er
ég teygði höndina yfir öxlina til þín
kom þín alltaf upp á móti og hélt
um mína. Það má segja að ég væri
afastelpa að öllu leyti. Við höfðum
þessa sterku tengingu milli okkar
og skilning, kannski vegna þess að
ég var fyrsta barnabarnið sem
gerði þig að afa í 6 ár áður en ann-
að barnabarn kom en einhvern
veginn var ég alltaf sú sem þú
hélst í innri hringnum ef svo má
kalla, þú kenndir mér nefnilega
margt sem hinum barnabörnunum
var ekki kennt, þetta var svona
spes milli þín og mín sem gerði
kannski þessa sterku tengingu
milli okkar, milli afa og dótturdótt-
ur, við skildum hvort annað þegar
aðrir gerðu það ekki.
Þú gafst mér Mercedes-Benz-
bíladelluna þína enda fallegir
þýskir bílar svo það er alveg skilj-
anlegt. Ég man er þú spilaðir á
harmonikkuna þína þegar ég var
rétt svo hærri en harmonikkan og
þú leyfðir mér að spila, það gekk
þó ekki hjá mér og þú gafst ekki
upp ráðalaus svo þú dróst hana inn
og út á meðan ég ýtti á nóturnar og
þannig spiluðum við saman á hana.
Ég mun alltaf muna eftir því
þegar þú hittir fólk, að þú bauðst
því alltaf súkkulaði sem þú gekkst
alltaf með á þér og ég veit að
margir munu muna eftir þér þann-
ig lífgandi daginn smá upp með því
að bjóða þeim súkkulaði.
Þú elskaðir að keyra svo það
var við hæfi að þú tókst að þér að
fara með mig út og kenndir mér að
keyra. Ég treysti þér alltaf og þú
treystir mér.
Það er þér að þakka að ég fór að
taka ljósmyndir, ég ætlaði alltaf að
prenta þær út fyrir þig svo þú gæt-
ir málað eftir þeim, en einhvern
veginn varð aldrei af því.
Það eru svo ótalmargar góðar
minningar um þig sem ég mun
geyma í hjarta mínu að eilífu.
Þessi ljóti Alzheimer-sjúkdómur
tók þig frá okkur allt of snemma,
þótt þú værir líkamlega hjá okkur
þá varst „þú“ ekki þú, en núna ertu
orðinn heill aftur, búinn að sam-
einast foreldrum þínum, systkin-
um og vinum og líður betur, heyrn-
in komin aftur og ekkert
Alzheimer. Ég veit þú munt fylgj-
ast með okkur hérna niðri af og til
milli þess sem þú spilar á harm-
onikkuna þína.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
allt, afi minn, og ég verð alltaf litla
afastelpan þín.
Þín verður sárt saknað.
Frá góðu afastelpunni þinni,
Sveinbjörg Ósk
Kjartansdóttir.
Sveinn Eiríkur Sigfússon var
fæddur á Krossi í Fellum 13. maí
1939. Hann ólst upp á Krossi í
stórum systkinahópi við sveita-
störf þess tíma. Enn voru mikið
notuð handverkfæri, svo sem hríf-
ur, orf og ljáir til heyskapar og
hestaverkfæri á túnum. Þegar
pabbi okkar fórst með Glitfaxa
hélt Páll bróðir okkar búinu gang-
andi og gat notað okkur yngri
krakkana eftir getu hvers og eins.
Þetta var hópur sem stóð þétt
saman.
Það kom snemma í ljós að
Eiríkur hafði mikinn áhuga á bíl-
um og tækjum! Hann fór á vertíð í
Eyjum 15 ára, varð 16 ára um vor-
ið. Alltaf duglegur í vinnu við hvað
sem hann starfaði. Hann fór að
vinna hjá Vegagerðinni. Þar fékk
hann vinnu á jarðýtu. Hann varð
einn af bestu ýtumönnum á svæð-
inu, mikil afköst og nákvæmni í
vinnubrögðum. Einnig var hann á
hefli með góðum árangri.
Þegar snjóblásari kom til Aust-
urlands var Eiríkur valinn til að
stjórna honum. Þessi blásari var
notaður til að opna vegi á Héraði
og Jökuldal, yfir Vatnsskarð til
Borgarfjarðar og Fjarðarheiði til
Seyðisfjarðar. Eiríkur var sendur
einn í þessar ferðir, engin aðstoð
né sími eins og seinna varð. Aldrei
urðu slys hjá Eiríki í þessum túr-
um sem voru bæði langir og
hættulegir. Hann vissi hvar merk-
in lágu og fór ekki yfir þau.
Eiríkur bróðir var drengur góð-
ur og þoldi ekki óréttlæti. Hann
var góður félagi sem ég sakna.
Sjáumst þótt síðar verði, bróðir.
Baldur.
Eiríki, föðurbróður mínum, eru
nú allir vegir færir eftir ófærð síð-
ustu ára. Hann er örugglega kom-
inn með nýtt ökuskírteini og getur
keyrt hvert sem hann langar til.
Akstur var líf hans og yndi. Síð-
ustu árin voru honum og fólkinu
hans erfið. Minnið sveik frænda
minn æ oftar. Sögunum skemmti-
legu sem vöktu hlátur hjá vinum
og vandamönnum fækkaði jafnt og
þétt.
Við Eiríkur vorum vinir. Ég
man eftir honum frá því að ég var
að alast upp heima á Krossi. Hann
renndi hratt í hlaðið, gekk rösk-
lega inn í bæ, settist við eldhús-
borðið, fékk sér kaffi og molasyk-
ur. Þar sagði hann sögur sem
vöktu gleði og hlátur. Hann kom
víða við í vinnu sinni hjá Vegagerð-
inni og sagði skemmtilega frá at-
vikum sem hann upplifði. Í árarað-
ir kom hann alltaf á Þorláksmessu
eða aðfangadag með jólakort. Eini
maðurinn sem hafði þann háttinn
á. Hann var trygglyndur og vinur
vina sinna.
Seinna, þegar ég varð sumar-
handlangari hjá Baldri, frænda
mínum, vann ég með Eiríki og
kynntist honum betur. Hann var
alltaf kvikur, léttur á sér og tilbú-
inn í öll verk. Mér fannst hann hafa
góð áhrif á þá sem hann vann með.
Enn seinna æxlaðist það svo að
við gengum saman. Fyrst inn í
Hjálpleysu í leit að Valtýshelli og
svo upp yfir brúnir á Fellaheiði til
að leita að Spanarhólnum. Við
fundum hellinn og hólinn. Þegar
við töldum okkur vera komna
nógu langt til að sjá hólinn varð Ei-
ríki reyndar að orði: „Hvar er
hóllinn? Er búið að færa hann?“
Oft kom hann mér og öðrum til að
hlæja!
Árin liðu. Eiríkur var hættur
að vinna. Hann sættist aldrei við
þá staðreynd að hann væri of
gamall til að vinna. Honum fannst
hann ekki vera gamall en þó var
hann kominn á áttræðisaldur þeg-
ar hann var síðast fastráðinn í
vinnu. Eiríkur kom alltaf af og til
til okkar Stefaníu. Hann var allt í
einu kominn inn á gólf en vildi svo
drífa sig strax út í bíl aftur og
halda áfram að „hringla“ eins og
hann kallaði það. Við stoppuðum
hann alltaf af og spjölluðum við
hann. Ósætti hans við að vera ekki
lengur virkur til vinnu var stund-
um til umræðu. En oftar var talað
um eitthvað skemmtilegt.
Nú síðasta rúma árið varð ég
bílstjóri fyrir Eirík. Ég keyrði um
kunnuglegar slóðir okkur báðum
til ánægju. Til dæmis upp á Fjarð-
arheiði þar sem hann mokaði veg-
inn árum saman í alls konar veðr-
um eða inn Fell þar sem við
þekktum okkur best. Síðasta ferð
okkar var daginn fyrir afmælið
hans í vor en þá var honum mjög
brugðið. Við fórum niður á Fagra-
dal þar sem hann hafði farið ótal
sinnum yfir og bjargað sjálfum
forsetanum! Svo heim að Egils-
staðabýlinu þar sem honum leið
vel sem vinnumanni á unglings-
aldri. Ég tók svo stefnuna heim í
Sunnufell en datt allt í einu í hug
að spyrja hvort við ættum að
keyra inn undir Kross. „Það væri
gaman að fara heim í Kross,“
svaraði hann. Eitthvað leiddi okk-
ur alla leið heim í hlað og þaðan
litum við yfir landið. Svo héldum
við niður í Sunnufell. Frændi
minn þakkaði innilega fyrir akst-
urinn eins og hann gerði alltaf.
Við kvöddumst í síðasta skipti.
Farðu vel frændi!
Sigfús Guttormsson
frá Krossi.
Sveinn Eiríkur
Sigfússon
Gegnumheill og
traustur er það
fyrsta sem kemur
upp í hugann þegar
ég minnist Sveins
Fjeldsteds. Hann
var glæsimenni á velli, stæðileg-
ur, hlýr og góður. Röddin var
hæg og mjúk en hláturinn svo
bjartur að hann hreif fólk með
sér þegar hann hló. Hann var
einstakt eintak af manni hann
Svenni. Ég kynntist honum á
vettvangi Oddfellow-reglunnar
og þar áttum við samleið í 39 ár.
Ég var ritari í stjórn hans í Ob.
Petrusi og þar lærði ég hvernig
maður setur punktinn yfir i-ið
þegar við ræktum hugsjónir
Reglunnar og gerum þær að
leiðarljósi í lífi okkar. Hann var
fastur fyrir og naut sín sem leið-
beinandi og framúrskarandi leið-
togi í Reglunni. Sveinn var sént-
ilmaður sem vildi að allir hlutir
væru vel gerðir samkvæmt hans
fáguðu framkomu og aldrei mátti
skuggi falla á athafnir í Reglunni
þegar hann var við stjórn. Við
leiddum saman tugi slíkra at-
hafna um árabil þegar lærling-
urinn var kominn með þann
þroska að vera með í ráðum og
stjórna. Ef ég stóð upp eða tíma-
setti göngu rangt fékk ég svaka-
legt augnaráð og þá kom sér vel
að vera þéttur á velli því svip-
urinn var ákveðinn og ekki fyrir
viðkvæma. Við lok slíkra athafna
var slegið á létta strengi og gert
grín að öllu saman. Sveinn var
snillingur í því að láta manni líða
vel í návist hans. Hann var hrók-
ur alls fagnaðar, glaðsinna og
gleymdi sér á góðra vina fundum
með bakföllum á sögustundum.
Sveinn Fjeldsted
✝
Sveinn Fjeld-
sted fæddist
20. júlí 1944. Hann
lést 3. júní 2021.
Útför Sveins fór
fram 22. júní 2021.
Sveinn nálgaðist
fólk á hlýjan og við-
kunnanlegan hátt,
var auðmjúkur og
kurteis. Þegar ég
átti undir högg að
sækja á nýjum
starfsvettvangi
vegna ósannra og
óbilgjarnra ásakana
áttum við fjölskyld-
an mjög erfiða tíma
og stundir. Þá
horfði maður stundum á símann
og velti fyrir sér hvort enginn
ætlaði að hringja og segja eitt-
hvað sem kveikti ljós. Þá hringdi
Sveinn og kom til að láta finna
fyrir faðmi sem hafði ekki
gleymt þeim heitum og loforðum
sem gerðu okkur að bræðrum.
Sveinn steig upp þegar mest lá
við og þá kom í ljós hvað hann
var stór að innan og hlýtt faðm-
lag hans og bros gat dimmu í
dagsljós breytt. Hann var 76 ára
og hafði spilað 18 holur í golfi ný-
lega. Þrátt fyrir að gangverkið
væru löngu komið á tíma var
hann tígulegur eins og póker
með golfkylfurnar, golfhanskann
og arkaði eftir brautunum. En
hastarlegt takið lagði hann flatan
á skurðarborðið. Samt bar hann
engin veikindi með sér þessi
snillingur. Og þótt hann lægi
„out of bounds“ var hugsunin
skýr. Tíminn var að renna út og
læknirinn með hnífinn kláran
spurði hvort hann gæti búið við
skerta getu eða taka högg í víti.
Hann stóð með sjálfum sér og
sendi læknum skýr skilaboð um
að ekki kæmi til greina að vera
öðrum byrði í lífinu um leið og
hann veifaði til sinna nánustu í
kveðjuskyni. Leiðbeiningarnar
voru skýrar eins og á fundum
okkar besta æviskeiðs. Ég heyri
nú fyrir mér taktfast fótatakið
þegar hann marserar um salinn
og síðasta höggið dynur, stafur-
inn skellur í parketið og við allir
stöndum teinréttir. Það var lífs-
stíll fyrir Sveini Fjeldsted að
vera Oddfellow. Með honum er
genginn minn besti bróðir sem
kenndi mér allt.
Votta Ingibjörgu og fjölskyldu
hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Það var fyrir margt löngu að
leiðir okkar Sveins Fjeldsted
lágu saman. Það var í gamla
Skátaheimilinu við Snorrabraut.
Hann var í Landnemum en ég í
Birkibeinum.
Svo liðu árin og það var ekki
fyrr en ég gekk í Oddfellowregl-
una að leiðir okkar lágu saman á
ný.
Sveinn tók á móti mér þegar
ég gekk inn í Oddfellow og þar
var líka vinur okkar Magnús
Stephensen. Þarna endurnýjað-
ist vinskapurinn með okkur
þremur og hann var mikill.
Árin líða og þegar litið er til
baka, eins og ég geri núna, þá
kemur margt upp í hugann.
Allt sem við gerðum saman
bæði innan Oddfellow og utan.
Sveinn var prímus mótor í
öllu. Til dæmis ævintýrið við
stofnun stúkunnar okkar, Ara
fróða. Þá var farið um allt að
leita að hentugu húsnæði, því eitt
af markmiðunum við stofnun
stúkunnar var að fara úr Odd-
fellowhúsinu við Vonarstræti.
Ekki vildum við vera í yfirfullu
húsinu þar. Örlögin urðu samt
þau að stúkan er enn í Vonar-
stræti.
Uppbygging stúkunnar og
fjáröflun fyrir hana var okkur of-
arlega í huga.
Ferðirnar tvær til Reims í
Frakklandi, Búdapest og Péturs-
borgar voru mikil áskorun og
gáfu góðar tekjur í sjóði stúk-
unnar.
Sveinn var þarna allt í öllu,
endalausar bollaleggingar. Allt
þetta kemur upp í hugann núna.
Sveinn var mikill og góður
vinur og ávallt tilbúinn að hjálpa.
Þegar við fjölskyldan keypt-
um prentsmiðjuna Gutenberg
kom Sveinn og var mér til halds
og trausts við skipulagningu og
uppbyggingu fyrirtækisins. Það
var mér mikil og góð hjálp, en
hann kunni vel til verka.
Sveinn var alltaf að hugsa um
Oddfellowregluna og hvernig
mætti bæta hana og siði hennar.
Margar stundirnar sátum við og
ræddum þau málefni og unnum
síðan að þeim.
Sveinn var mikill golfari og
naut sín á golfvellinum, þar var
ég ekki en hann átti marga vini
og kunningja á þeim vettvangi.
Mikil er eftirsjáin að góðum
dreng og góðum vini, sem hefur
verið með mér í gegnum árin.
Að eigin mati oft oss yfirsést
Þá auðnu’ er best við nutum.
Við ferðalok við finnum best,
Þá farsæld er við hlutum.
(Ágúst Böðvarsson)
Ingibjörgu og fjölskyldunni
vottum við Sólrún okkar dýpstu
samúð.
Megi góður Guð vera með
þeim.
Steindór Hálfdánarson.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, Svein Fjeldsted. Svenni
var einstakur á svo margan hátt
og við fjölskyldan erum heppin
að eiga margar góðar minningar.
Margar stundir sem gaman er að
rifja upp. Aðallega var það samt
áhuginn og umhyggjan, örsím-
tölin til að vita hvort það væri í
lagi með fólkið sitt, samveran,
fljótfærnin, greiðviknin, rauða
jólapeysan og hláturinn sem yf-
irgnæfði heilan bíósal.
Svenni var frábær afi og hafði
mjög gaman af barnabörnunum.
Ekki fannst honum verra ef þau
voru svolitlir prakkarar og hló
hann manna hæst þegar þau
gerðu eitthvað af sér. Ekki fór
afi eftir uppeldisreglum foreldr-
anna en var alltaf fyrirgefið. Afi
Svenni skipti stelpurnar okkar
miklu máli og hans verður sárt
saknað af þremur afastelpum.
Það er virkilega sárt að þurfa
að kveðja svona skyndilega. Þó
er mér efst í huga þakklæti fyrir
frábæran tengdapabba sem skil-
ur eftir sig djúp spor í hjartanu.
Hulda Sævarsdóttir.
Kveðja frá hestamanna-
félaginu Fáki
Í dag kveðjum við Svein
Fjeldsted, fyrrverandi formann
Fáks. Hann var í stjórn félagsins
frá 1992 til 1996 og þar af for-
maður í tvö ár. Það var ánægju-
legt að hitta Svein fyrir nokkrum
vikum þar sem gamlir félagar
hittust og ræddu útkomu bókar í
tilefni 100 ára afmæli Fáks á
næsta ári. Hann sýndi verkinu
mikinn áhuga og ætlaði að koma
með okkur af fullum krafti í
verkefnið. Það var gaman að
skynja í honum kraftinn og
áhugann á félaginu eins og á ár-
um áður.
Sveinn hafði ávallt hagsmuni
Fáks að leiðarljósi og deildum
við áhuga okkar og trú á félag-
inu. Fákur þakkar þitt framlag
til félagsins.
Vottum Ingibjörgu og öðrum
aðstandendum innilega samúð
okkar.
Hjörtur Bergstað,
formaður Fáks.
Elsku besti afi, ég á svo erfitt
með að trúa því að þú sért ekki
lengur á meðal vor. Þetta var
ekki planið okkar … við áttum
eftir að bralla svo margt og þið
amma búin að plana allt sumarið
og haustið þar sem við ætluðum
að hittast á Spáni og hafa það
notalegt.
Það var nú reyndar svo að þú
varst oftar en ekki búinn að yf-
irgefa samkvæmin áður en mað-
ur vissi af og í þeim anda kvadd-
irðu þennan heim og við hin
sitjum eftir með brostið hjarta.
Alltaf tókstu á móti okkur
með opinn faðminn og risaknús
fylgdi í kjölfarið. Þegar ég horfði
á börnin mín hlaupa í faðm þér
rifjuðust upp fyrir mér öll þau
skipti sem ég hef gert slíkt hið
sama, og þú fagnaðir mér alltaf
með orðunum „Sveinsína mín“.
Þú varst hjartahlýr, hjálpsamur,
ljúfur og ráðgóður. Ég gat ávallt
leitað til þín og var svo heppin að
það átti við bæði í leik og starfi,
það stóð ekki á svörunum, þau
varstu alltaf með á reiðum hönd-
um.
Ég er innilega þakklát fyrir
hvað ég fékk að vera mikið með
ykkur ömmu þegar ég var yngri,
góðar stundir á Prestbakkanum,
ferðalög, hestaferðir, ógleyman-
leg Grænlandsferð og svo mikið
meira. Þið leyfðuð mér alltaf að
vera með og taka þátt í ykkar
lífi.
Það var dásamlegt að upplifa
Þjóðhátíð með þér og ömmu í
ykkar fyrsta skipti, við nutum
þess svo að fá að hafa ykkur hjá
okkur að ég suðaði í þér í þrjú ár
þar til þið komuð aftur með okk-
ur í dalinn og aftur var jafn gam-
an. Þið amma voruð dugleg að
kíkja í heimsókn til okkar fjöl-
skyldunnar í Eyjum, nú síðast í
lok apríl þar sem við áttum góð-
ar stundir og þá sérstaklega þið
Rökkvi. Hann var svo hrifinn af
þér og ykkar samband var
dásamlegt eins og samband þitt
við öll afabörnin. Tæpri viku áð-
ur en þú kvaddir fórum við tvö
saman í sund með börnin mín
þrjú, þið Rökkvi lékuð saman í
barnalauginni nær allan tíman
en þegar hann var kominn í mína
umsjá, meðan þú ætlaðir aðeins í
gufubað, datt hann. Sárið sem
kom við þá byltu skildi eftir sig
ör á hné hans og ég vona að það
fái að fylgja honum alla tíð til
minningar um þig.
Elsku dásamlegi afi minn, ég
er svo þakklát fyrir allar ynd-
islegu minningarnar sem ég á
um og með þér, þú varst og ert
langbesti afi sem hugsast getur
og minning þín mun varðveitast
til eilífðarnóns.
Þín
Thelma Hrund.