Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 48
SUMARFRÍ 26kr. 4VIKUR AFSLÁTTUR Skráðu þínar vikur á orkan.is! Veldu þínar 4 vikur og tankaðu með 26 kr. afslætti*með Orkulyklinum! Glæsilegir vinningar í boði, dregið út vikulega. Orkan — Ódýrasti hringurinn *Gildir ekki á Orkunni Bústaðavegi, Dalvegi, Reykjavíkurvegi og Mýrarvegi, en þar gildir okkar allra lægsta verð — skilyrðislaust. Aðrir tónleikar sumardjasstónleikaraðar veitingahúss- ins Jómfrúarinnar við Lækjagötu fara fram í dag kl. 15 og að þessu sinni kemur fram kvartett söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur. Með Kristjönu leika Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontra- bassa og Einar Scheving á trommur. Kvartettinn mun „hlaupa af sér hornin í tilefni af nýfengnu frelsi frá veiruhelsi vetrarins“, eins og segir í tilkynningu og flytja gestum djass- og blússtandarda að hætti húss- ins. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu. Kvartett Kristjönu á Jómfrúnni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þriðji fundur Arndísar Þórarins- dóttur barnabókahöfundar með áhugasömum börnum um sögur og bækur verður á mánudag og þá verður bókin Bíóbörn eftir Yrsu Sig- urðardóttur tekin fyrir. „Það skiptir miklu máli að gera bókina og bók- lestur að alvöru valkosti, eitthvað sem er eftirsóknarvert og skemmti- legt án þess að það sé kvöð,“ segir hún og leggur áherslu á að hún sé alltaf að tala og hugsa um bækur. Leshringurinn Lestrargleði er hugsaður fyrir átta til tólf ára krakka. Hann fer fram í bílskúr Arndísar og stendur yfir í klukku- stund á mánudögum til 16. ágúst, en fyrsti fundurinn var 14. júní. Hugmyndin varð til þegar Arndís heyrði af barni sem fékk lága eink- unn fyrir bókmenntaritgerð skömmu fyrir skólaslit í vor. „Æi, hugsaði ég með mér. Þarf ekki að setja bókmenntir í jákvætt og skemmtilegt samhengi í sumar? Sem lyftir lestri án pressu og kvað- ar. Búa til nýjar leiðir til að njóta lestrar.“ Fyrirvarinn var lítill og flókið var að finna samstarfsaðila. Því hafi hún ákveðið að bjóða börnum í bílskúr- inn og njóta góðra bókmennta án nokkurra kvaða og þeim að kostn- aðarlausu. Djúpar samræður „Viðbrögðin hafa verið fín,“ segir hún. Á öðrum fundinum hafi þau far- ið yfir Steindýrin eftir Gunnar Theo- dór Eggertsson en í fyrsta tímanum hafi þau rætt Öðruvísi daga eftir Guðrúnu Helgadóttur. „Ég valdi all- ar bækurnar fyrirfram vegna þess að ekki þarf að skrá sig og hver má mæta þegar hann kemst.“ Hún hafi valið sígildar, íslenskar bækur frá undanförnum áratugum til þess að spjalla um. Rætt sé um persón- urnar, viðfangsefnin, ákvarðanir persónanna og fleira. „Í aðra rönd- ina er þetta þjálfun í því að tjá sig um lestur og bókmenntir og hins vegar þjálfun í lestri. Maður les bækur öðruvísi ef tala á um þær við aðra.“ Arndís segir að fyrsti tíminn hafi verið mjög skemmtilegur og gefið góð fyrirheit um framhaldið. Mörg viðfangsefni séu í bókum Guðrúnar og umræður hafi verið fjölbreyttar og fjörugar. Þau hafi meðal annars rætt um deilur Ísraelsmanna og Pal- estínumanna, erfðafjárskatta, mis- munandi heimilisaðstæður, leynd- armál, hvenær sagt er frá og hvenær ekki. „Þetta voru djúpar samræður sem maður á ekki venjulega við börn og það er mjög gaman og gefandi.“ Áhugi á bókmenntum og lestri er helsti drifkraftur Arndísar í verk- efninu auk löngunar til þess að láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu. Sumir séu til dæmis mjög öflugir við að safna peningum í foreldraráði íþróttafélaga, aðrir séu duglegir að plokka og þar fram eftir götunum. „Það er misjafnt hvað fólk leggur af mörkum til samfélagsins og það rann upp fyrir mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. Ég hef haldið námskeið fyrir krakka, hef talað um bækur við börn í mörg ár og sá fyrir mér að þetta yrði skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhugi Arndís Þórarinsdóttir barnabókahöfundur með fróðleiksfúsum krökkum á fundi í skúrnum í vikunni. Lestrargleði í skúrnum - Arndís Þórarinsdóttir spjallar við börn um sögur og bækur LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Þann 12. júní sýndi heil heimsálfa samstöðu með dönskum fótboltamanni. Það þurfti að endurlífga Christian Eriksen á vellinum. Samherjar hans, sem slógu strax hring um hann á vellinum, vissu strax hvernig þeir ættu að styðja hann við þessar erfiðu að- stæður. Samúð og samstaða allra á vellinum í Kaup- mannahöfn, hvort sem þeir voru Danir eða Finnar, var mikil, líka þeirra sem fylgdust með úr fjarlægð og ótt- uðust um líf Christians Eriksens,“ skrifar Þjóðverjinn Philipp Lahm m.a. í pisli sínum í blaðinu í dag. »41 Heil heimsálfa sýndi samstöðu með dönskum fótboltamanni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.