Morgunblaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2021
26. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.45
Sterlingspund 170.24
Kanadadalur 99.56
Dönsk króna 19.661
Norsk króna 14.374
Sænsk króna 14.455
Svissn. franki 133.28
Japanskt jen 1.1055
SDR 174.92
Evra 146.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.4646
Hrávöruverð
Gull 1780.2 ($/únsa)
Ál 2397.5 ($/tonn) LME
Hráolía 75.3 ($/fatið) Brent
« Lyfsalinn hefur fest kaup á öllu
hlutafé í Lyfjavali og Landakoti fast-
eignafélagi fyrir 1,5 milljarða króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Skeljungi sem er 10% hluthafi í Lyfsal-
anum. Samhliða samþykktu kaup-
tilboði og hlutafjáraukningu verður
Skeljungur 56% hluthafi í Lyfsalanum
ehf.
Lyfsalinn rekur apótek í Glæsibæ,
Urðarhvarfi og eitt bílaapótek við
þjónustustöð Orkunnar við Vest-
urlandsveg.
Lyfjaval rekur apótek í Mjódd, Apó-
tek Suðurnesja og bílaapótek Hæða-
smára. Með í kaupunum fylgja fram-
angreindar fasteignir.
Kaupa Lyfjaval og
Landakot á 1,5 milljarða
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Síminn hefur stefnt Samkeppniseftir-
litinu, SKE, til greiðslu 200 m.kr. Mál-
ið á m.a. rætur að rekja til þess þegar
SKE sektaði Símann í maí í fyrra um
500 m.kr. vegna meintra brota gegn
skilyrðum á tveimur sáttum sem fyrir-
tækið hefur á undanförnum árum gert
við eftirlitið. Í ákvörðun SKE á sínum
tíma kom fram að mikill verðmunur og
ólík viðskiptakjör væru við sölu á
enska boltanum á Símanum Sport eft-
ir því hvort hann er boðinn innan
Heimilispakka eða einn og sér.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
felldi í janúar á þessu ári úr gildi stór-
an hluta ákvörðunar SKE og lækkaði
sektina niður í 200 m.kr. Það er sú
upphæð sem Síminn vill nú fá endur-
greidda, þar sem félagið telur að sá
hluti ákvörðunar SEK sem áfrýjunar-
nefndin felldi ekki úr gildi eigi ekki
fremur við rök að styðjast en sá sem
var látinn niður falla.
Byrjaði árið 2018
Orri Hauksson forstjóri Símans
segir í samtali við Morgunblaðið að
málið hafi byrjað með kaupum Símans
á enska boltanum árið 2018. Um vorið
2019 er tilkynnt að verðið yrði 4.500
kr. væri það keypt stakt á Símanum
Sport. Einnig væri hægt að fá það
innifalið í Premium-áskrift sem kost-
aði 6.000 kr. á mánuði. Þá var hægt að
fá enska boltann með Heimilispakk-
anum á 15 þ.kr., en þar er innifalinn
heimasími og net.
Sýn kærir málið og segir að rétt-
urinn að enska boltanum sé sérmark-
aður. Síminn sé með 100% markaðs-
hluteild í sýningu efnisins og beri því
að selja það í heildsölu. Orri segir að
Sýn og forverar hafi haft réttinn nær
sleitulaust frá því fyrir aldamót og
hann hafi aldrei fyrr verið talinn sér-
stakur markaður. Orri segir að í sátt
SKE við Sýn 2017 komi fram að sjón-
varpsmarkaðurinn í heild myndi tvo
undirmarkaði, áskrift og opna dag-
skrá, en ekki að einstaka efnisþættir
eins og íþróttir séu sérmarkaður, hvað
þá ein stök deild í fótbolta.
Orri segir að Síminn hafi í fyrstu
ekki ætlað sér að selja enska boltann í
heildsölu. Í júlí 2019 hafi birst frum-
mat frá SKE sem Síminn túlkar sem
svo að ýjað sé að því að boltinn sé sér-
markaður. Meðal annars í því ljósi hafi
Síminn ákveðið að semja við keppi-
nauta sína um að þeir keyptu efnið
ódýrt í heildsölu og áframseldu í sínu
nafni, þótt félagið hafi ekki verið sam-
mála þessari nýju mögulegu túlkun
SKE.
Í desember 2019 kemur andmæla-
skjal frá SKE þar sem ekki er vísað til
sérmarkaðsákvæðisins lengur og mót-
rökum Símans um það atriði er ekki
svarað, að sögn Orra. Nú var lykilat-
riðið að sögn SKE að Síminn væri að
brjóta tvær sáttir sem hann hefur gert
við SKE. 500 m.kr. sekt er lögð á Sím-
ann í kjölfarið. Síminn áfrýjar og
breytir strax verði.
Orri segir að SKE líti svo á að salan
á enska boltanum inni í Heimilispakk-
anum jafngildi „samtvinnun“ en í ann-
arri af tveimur sáttum Símans og SKE
er kveðið á um bann við samtvinnun
fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjón-
ustu eða kjörum sem jafna megi til
samtvinnunar. Orri segir að Síminn
hafi bent á að 13 þ. heimili kaupi
Enska boltann utan heimilispakkans.
Því sé það rangt að svo hagstætt sé að
kaupa efnið í gegnum Heimilispakk-
ann að enginn geri annað.
Eins og sagt var frá í Viðskipta-
Mogganum fyrr í vikunni hófst uppboð
á enska boltanum fyrir tímabilið 2022
til 2025 eða til 2028 á fimmtudaginn og
sagði Magnús Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri sölusviðs Símans, að
enn væri óvissa um hvort um sérmark-
að væri að ræða. Það hefði áhrif á til-
boðsgerðina. Í bréfi til SKE lýsti Sím-
inn því yfir að hann teldi mikilvægt að
allir mögulegir bjóðendur um reglurn-
ar sem giltu yrðu upplýstir, en óvissa
um þetta væri nú fyrir hendi. SKE
svaraði í bréfi að með samskiptum við
samkeppnisaðilana gæti Síminn gerst
brotlegur við samkeppnislög. Í bréfinu
segir einnig að almenn afstaða liggi
ekki fyrir um heildsölukvöð á enska
boltanum.
Síminn krefst 200
milljóna frá SKE
AFP
Enski Uppboð á enska boltanum hófst á fimmtudaginn.
- Sektaður um 500 m.kr. 2020 en lækkað um 300 m.kr. í jan.
Samstæða Kaupfélags Skagfirðinga
á Sauðárkróki hagnaðist um rúma
þrjá milljarða króna á síðasta ári.
Hagnaðurinn dróst saman um 38% á
milli ára en hann var 4,9 milljarðar
árið 2019.
Eignir Kaupfélagsins námu í lok
síðasta árs rúmum 71 milljarði
króna og jukust þær um einn millj-
arð á milli ára. Eigið fé félagsins
ásamt hlutdeild minnihluta nam 43,2
milljörðum króna í lok 2020 en það
var 39,9 milljarðar í lok árs 2019.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 61%.
Tekjur jukust milli ára
Tekjur félagsins jukust á milli
ára. Þær námu 41 milljarði á síðasta
ári en voru 39,7 milljarðar árið 2019.
Helstu rekstrareiningar KS eru
mjólkurafurðastöð, kjötafurðastöð,
bifreiðaverkstæði, vélaverkstæði,
dagvöruverslun og byggingavöru-
verslun.
FISK Seafood rekur útgerðar- og
fiskvinnslustarfsemi samstæðunnar
en félagið er með fiskvinnslu og út-
gerð á Sauðárkróki og í Grundar-
firði og starfrækir auk þess bleikju-
eldi á Hólum í Hjaltadal og í
Þorlákshöfn.
Fóðurblandan í Reykjavík og
dótturfélag þess, Bústólpi á Akur-
eyri, sjá um korninnflutning og
framleiðslu fóðurs, auk þess að flytja
inn tilbúinn áburð og rekstrarvöru
til bænda og annarra viðskiptavina.
Önnur félög í samstæðu KS höfðu
með höndum nokkuð fjölbreyttan
rekstur á síðasta ári eins og fram
kemur í ársreikningnum. Þar má
telja slátrun, kjötvinnslu, flutnings-
starfsemi, rafmagnsverkstæði, loð-
dýraframleiðslu, sölu á mjólkuraf-
urðum, köldum sósum og ídýfum,
steinullarframleiðslu, eignarhalds-
og fjárfestingarstarfsemi, rannsókn-
ar- og þróunarstarf, innréttinga-
smíði, hönnun og prentun.
KS á 19,45% í Þórsmörk ehf. sem
á Árvakur, rekstrarfélag Morgun-
blaðsins að fullu.
Faraldurinn hafði áhrif
Í ársreikningnum kemur fram að
faraldurinn hafi haft nokkur áhrif á
rekstur og starfsemi KS. Tekjur
drógust saman á fyrri hluta 2020 en
jafnvægi komst á á seinna hluta árs-
ins. Þá varð kostnaðarauki vegna
íþyngjandi sóttvarna- og umgengn-
isreglna sem mætt var með auknu
aðhaldi samkvæmt ársreikningnum.
tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
KS Helstu rekstrareiningar eru mjólkurafurðastöð, kjötafurðastöð, bif-
reiðaverkstæði, vélaverkstæði, dagvöruverslun og byggingavöruverslun.
KS hagnaðist um
þrjá milljarða kr.
- Eiginfjárhlutfall félagsins er 61%
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum